Hvetja til útstrikana á Ásmundi Birgir Olgeirsson og Kristín Ólafsdóttir skrifa 14. október 2017 22:38 Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Vilhelm Nokkrir nafntogaðir Sjálfstæðismenn hafa gagnrýnt málflutning Ásmundar Friðrikssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, um málefni hælisleitenda. Ásmundur sagði í grein sem birtist í Morgunblaðinu að ræða þurfi kostnað vegna hælisleitenda, en hann vill meina að þöggun ríki um málefnið og að heimafólk líði fyrir fjölgun hælisleitenda á Íslandi. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ritari Sjálfstæðisflokksins, segir á Twitter-síðu sinni að stefna Sjálfstæðisflokksins sé skýr, en þar segi að móttaka flóttamanna sé sjálfsögð. Deilir hún um leið myndbandi þar sem Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir Sjálfstæðisflokkinn vilja taka á móti flóttafólki og að Ísland geri sitt til að takast myndarlega á við flóttamannavandann. Þordís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, starfandi iðnaðar- og nýsköpunarráðherra Sjálfstæðisflokksins, endurbirtir tíst Áslaugar.Stefna Sjálfstæðisflokksins er skýr. Móttaka flóttamanna er sjálfsögð. #égkýs #kosningar pic.twitter.com/YKKtoC1jvJ— Áslaug Arna (@aslaugarna) October 14, 2017 Ásmundur Friðriksson er í Suðurkjördæmi en, Magnús Sigurbjörnsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins, segir þingmanninn hafa gefið kjósendum Sjálfstæðisflokksins í því kjördæmi ærna ástæðu til að strika yfir hann.Fráleitur Friðriksson gefur fólkinu í Suðurkjördæmi ástæðu til þess að nota yfirstrikunarpennann. Ásmundur.— Magnús Sigurbjörns (@sigurbjornsson) October 14, 2017 Davíð Þorláksson, fyrrverandi formaður Sambands ungra Sjálfstæðismanna, segir í Twitter-síðu sinni að þó einhver styðji tiltekinn flokk þá leggi hann ekki blessun sína yfir allar skoðanir allra 126 frambjóðenda hans á landsvísu. Hann hvetur allt frjálslynt fólk í Suðurkjördæmi til að kjósa Sjálfstæðisflokkinn en strika Ásmund út.Þótt maður styðji tiltekinn flokk er maður ekki að leggja blessun sína yfir allar skoðanir allra 126 frambjóðenda hans á landsvísu.— Davíð Þorláksson (@davidthorlaks) October 14, 2017 Rafn Steingrímsson, sem hefur verið virkur í starfi Sambands ungra Sjálfstæðismanna og gaf kost á sér á lista flokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar árið 2013, segir grein Ásmundar vera algjöra þvælu og ekki í samræmi við skoðanir þess góða sjálfstæðisfólks sem hann þekkir.Greinin hans Ásmundar Friðrikssonar er algjör þvæla. Skoðanir hans eru ekki í samræmi við skoðanir þess góða sjálfstæðisfólks sem ég þekki.— Rafn Steingrímsson (@rafnsteingrims) October 14, 2017 Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, segir grein Ásmundar byggða á engu og einungis til þess fallna að reyna að stilla örvæntingarfullu fólki upp sem ástæðu fyrir skertum lífsgæðum hluta landsmanna.Tónlistarmaðurinn Logi Pedro sagði á Twitter þessa grein Ásmundar gjörsamlega óafsakanlega og það væri ömurlegt af Sjálfstæðisflokknum að róa á þessi mið.Sjálfstæðisflokkurinn er djók að styðja helrasíska orðræðu Ásmundar F. Ekki í lagi. Hvernig getið þið leyft ykkur þetta ár eftir ár? — Logi Pedro (@logipedro101) October 14, 2017 Flóttamenn Kosningar 2017 Tengdar fréttir Gagnrýnir þá sem ekki vilja ræða kostnað við hælisleitendur Ásmundur Friðriksson segir hælisleitendum veitt þjónusta á kostnað heimafólks. 14. október 2017 20:30 Mest lesið Ísland leggur til fólk á rússnesku landamærin Innlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Innlent 109 látnir og yfir 160 saknað Erlent „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Fleiri fréttir Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk á rússnesku landamærin Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Sjá meira
Nokkrir nafntogaðir Sjálfstæðismenn hafa gagnrýnt málflutning Ásmundar Friðrikssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, um málefni hælisleitenda. Ásmundur sagði í grein sem birtist í Morgunblaðinu að ræða þurfi kostnað vegna hælisleitenda, en hann vill meina að þöggun ríki um málefnið og að heimafólk líði fyrir fjölgun hælisleitenda á Íslandi. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ritari Sjálfstæðisflokksins, segir á Twitter-síðu sinni að stefna Sjálfstæðisflokksins sé skýr, en þar segi að móttaka flóttamanna sé sjálfsögð. Deilir hún um leið myndbandi þar sem Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir Sjálfstæðisflokkinn vilja taka á móti flóttafólki og að Ísland geri sitt til að takast myndarlega á við flóttamannavandann. Þordís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, starfandi iðnaðar- og nýsköpunarráðherra Sjálfstæðisflokksins, endurbirtir tíst Áslaugar.Stefna Sjálfstæðisflokksins er skýr. Móttaka flóttamanna er sjálfsögð. #égkýs #kosningar pic.twitter.com/YKKtoC1jvJ— Áslaug Arna (@aslaugarna) October 14, 2017 Ásmundur Friðriksson er í Suðurkjördæmi en, Magnús Sigurbjörnsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins, segir þingmanninn hafa gefið kjósendum Sjálfstæðisflokksins í því kjördæmi ærna ástæðu til að strika yfir hann.Fráleitur Friðriksson gefur fólkinu í Suðurkjördæmi ástæðu til þess að nota yfirstrikunarpennann. Ásmundur.— Magnús Sigurbjörns (@sigurbjornsson) October 14, 2017 Davíð Þorláksson, fyrrverandi formaður Sambands ungra Sjálfstæðismanna, segir í Twitter-síðu sinni að þó einhver styðji tiltekinn flokk þá leggi hann ekki blessun sína yfir allar skoðanir allra 126 frambjóðenda hans á landsvísu. Hann hvetur allt frjálslynt fólk í Suðurkjördæmi til að kjósa Sjálfstæðisflokkinn en strika Ásmund út.Þótt maður styðji tiltekinn flokk er maður ekki að leggja blessun sína yfir allar skoðanir allra 126 frambjóðenda hans á landsvísu.— Davíð Þorláksson (@davidthorlaks) October 14, 2017 Rafn Steingrímsson, sem hefur verið virkur í starfi Sambands ungra Sjálfstæðismanna og gaf kost á sér á lista flokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar árið 2013, segir grein Ásmundar vera algjöra þvælu og ekki í samræmi við skoðanir þess góða sjálfstæðisfólks sem hann þekkir.Greinin hans Ásmundar Friðrikssonar er algjör þvæla. Skoðanir hans eru ekki í samræmi við skoðanir þess góða sjálfstæðisfólks sem ég þekki.— Rafn Steingrímsson (@rafnsteingrims) October 14, 2017 Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, segir grein Ásmundar byggða á engu og einungis til þess fallna að reyna að stilla örvæntingarfullu fólki upp sem ástæðu fyrir skertum lífsgæðum hluta landsmanna.Tónlistarmaðurinn Logi Pedro sagði á Twitter þessa grein Ásmundar gjörsamlega óafsakanlega og það væri ömurlegt af Sjálfstæðisflokknum að róa á þessi mið.Sjálfstæðisflokkurinn er djók að styðja helrasíska orðræðu Ásmundar F. Ekki í lagi. Hvernig getið þið leyft ykkur þetta ár eftir ár? — Logi Pedro (@logipedro101) October 14, 2017
Flóttamenn Kosningar 2017 Tengdar fréttir Gagnrýnir þá sem ekki vilja ræða kostnað við hælisleitendur Ásmundur Friðriksson segir hælisleitendum veitt þjónusta á kostnað heimafólks. 14. október 2017 20:30 Mest lesið Ísland leggur til fólk á rússnesku landamærin Innlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Innlent 109 látnir og yfir 160 saknað Erlent „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Fleiri fréttir Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk á rússnesku landamærin Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Sjá meira
Gagnrýnir þá sem ekki vilja ræða kostnað við hælisleitendur Ásmundur Friðriksson segir hælisleitendum veitt þjónusta á kostnað heimafólks. 14. október 2017 20:30