Eigandi Mandi í framboði fyrir Samfylkinguna: Vill taka á móti fleiri flóttamönnum Ingvar Þór Björnsson og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 15. október 2017 19:41 Hlal er þekktur fyrir að búa til einstaklega góðar Sjawarma vefjur. Vísir/Stöð 2 Sýrlendingurinn Hlal Jarah, sem er á framboðslista Samfylkingarinnar í Reykjavík, segir mikilvægt að allir hafi jöfn tækifæri. Þá segir hann að taka þurfi á móti flóttafólki sem þarf á hjálp að halda enda sé Ísland stórt land með fullt af tækifærum. Hlal Jarah flutti til Íslands árið 2005 en hann kemur frá Damaskus í Sýrlandi. Hér á landi kynntist hann eiginkonu sinni Iwonu sem er frá Póllandi en saman eiga þau tvö börn sem hafa alist upp á Íslandi. Hlal ákvað nýlega að hann langaði í pólitík og er nú í 14 sæti á framboðslista Samfylkingarinnar í Reykjavík Suður. Rekur vinsælan skyndibitastað Hlal er þekktur fyrir að búa til einstaklega góðar Sjawarma vefjur en hann rekur vinsælan sýrlenskan skyndibitastað, Mandi, við Ingólfstorg. Þar er boðið upp á allt það helsta í sýrlenskri matargerð en fjöldi Íslendinga eru fastagestir á staðnum. Hlal segir að langflestir Íslendingar hafi tekið sér og sinni fjölskyldu afar vel. „Flestir viðskiptavinir okkar koma hingað, ekki bara til að borða, heldur af því þeir hafa gaman af því. Sumir viðskiptavinirnir koma bara til að heilsa upp á okkur. Mér þykir vænt um Íslendinga,“ segir Hlal. Mikilvægt að Ísland taki á móti fleira fólki á flótta Hjónin segja mikilvægt að Ísland taki á móti fleira fólki á flótta. „Og ekki bara frá Sýrlandi heldur öllum sem eru hjálparþurfi. Öllum sem þurfa hjálp. Ef við getum hjálpað eigum við að hjálpa eins og við getum. Kannski sérstaklega núna frá Sýrlandi vegna ástandsins þar en það skiptir ekki máli. Ef fólk frá öðrum löndum þarfnast hjálpar, því þá ekki? Ísland er stórt land. Ég vil að Íslendingar verði ein milljón,“ segir Hlal og hlær. Hlal segir að hann hafi strax fundið það eftir að hann flutti til landsins að hér vilji hann vera. „Hér hefur maður tækifæri til að gera eitthvað,ólíkt því sem er í landinu okkar. Þar geta sumir ekkert gert.“ Flóttamenn Kosningar 2017 Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Fleiri fréttir Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Sjá meira
Sýrlendingurinn Hlal Jarah, sem er á framboðslista Samfylkingarinnar í Reykjavík, segir mikilvægt að allir hafi jöfn tækifæri. Þá segir hann að taka þurfi á móti flóttafólki sem þarf á hjálp að halda enda sé Ísland stórt land með fullt af tækifærum. Hlal Jarah flutti til Íslands árið 2005 en hann kemur frá Damaskus í Sýrlandi. Hér á landi kynntist hann eiginkonu sinni Iwonu sem er frá Póllandi en saman eiga þau tvö börn sem hafa alist upp á Íslandi. Hlal ákvað nýlega að hann langaði í pólitík og er nú í 14 sæti á framboðslista Samfylkingarinnar í Reykjavík Suður. Rekur vinsælan skyndibitastað Hlal er þekktur fyrir að búa til einstaklega góðar Sjawarma vefjur en hann rekur vinsælan sýrlenskan skyndibitastað, Mandi, við Ingólfstorg. Þar er boðið upp á allt það helsta í sýrlenskri matargerð en fjöldi Íslendinga eru fastagestir á staðnum. Hlal segir að langflestir Íslendingar hafi tekið sér og sinni fjölskyldu afar vel. „Flestir viðskiptavinir okkar koma hingað, ekki bara til að borða, heldur af því þeir hafa gaman af því. Sumir viðskiptavinirnir koma bara til að heilsa upp á okkur. Mér þykir vænt um Íslendinga,“ segir Hlal. Mikilvægt að Ísland taki á móti fleira fólki á flótta Hjónin segja mikilvægt að Ísland taki á móti fleira fólki á flótta. „Og ekki bara frá Sýrlandi heldur öllum sem eru hjálparþurfi. Öllum sem þurfa hjálp. Ef við getum hjálpað eigum við að hjálpa eins og við getum. Kannski sérstaklega núna frá Sýrlandi vegna ástandsins þar en það skiptir ekki máli. Ef fólk frá öðrum löndum þarfnast hjálpar, því þá ekki? Ísland er stórt land. Ég vil að Íslendingar verði ein milljón,“ segir Hlal og hlær. Hlal segir að hann hafi strax fundið það eftir að hann flutti til landsins að hér vilji hann vera. „Hér hefur maður tækifæri til að gera eitthvað,ólíkt því sem er í landinu okkar. Þar geta sumir ekkert gert.“
Flóttamenn Kosningar 2017 Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Fleiri fréttir Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Sjá meira