Kristín Birgitta Gunnarsdóttir hefur verið ráðin hótelstjóri á hótelinu Deplar Farm í Fljótum í Skagafirði sem rekið er af bandaríska fyrirtækinu Eleven Experience.
Í tilkynningu segir að Kristín Birgitta hafi víðtæka reynslu úr ferðaþjónustuna en hún hefur meðal annars starfað hjá Icelandair og Icelandair Hotels. Þá var hún sölu-og markaðsstjóri á hótelinu Tower Suites í Reykjavík.
Kirstín Birgitta hefur lokið MBA-gráðu frá Háskólanum í Reykjavík.
„Deplar Farm opnaði formlega árið 2016. Síðan þá hefur hótelið notið mikilla vinsælda allan ársins hring og er iðulega vel bókað. Dagskrá viðskiptavina Depla Farm er sérsniðin að þörfum þeirra og þar má finna þjónustu og gæði sem áður voru óþekkt á Íslandi,“ segir í tilkynningu.
Kristín Birgitta ráðin hótelstjóri á Deplar Farm
Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar

Mest lesið


Síðasti bíllinn fylltur á Ægisíðu
Viðskipti innlent

Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu
Viðskipti innlent

Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi
Viðskipti innlent

Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið
Viðskipti erlent



Ríkið eignast hlut í Norwegian
Viðskipti erlent

Svandís tekur við Fastus lausnum
Viðskipti innlent
