Gunnar Sveinn Magnússon, sem hefur starfað undanfarin ár hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum (AGS), hefur verið ráðinn fjárfestatengill Íslandsbanka.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íslandsbanka. Gunnar Sveinn hefur starfað síðustu sex ár hjá AGS í Washington D.C. við fjárfestatengsl, samskipti og sjóðastýringu. Þar áður var hann hjá Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins í Brussel og hjá Landsbankanum við fagfjárfestatengsl.
Gunnar er með meistaragráðu frá London School of Economics og hefur lokið námi í verðbréfamiðlun.
Gunnar Sveinn til Íslandsbanka
