Sannkölluð sprenging varð á samfélagsmiðlum í dag og fjölmargir greindu frá reynslu af kynferðislegri áreitni Helga María Guðmundsdóttir skrifar 16. október 2017 22:15 Sannkölluð sprenging varð á samfélagsmiðlum í dag undir myllumerkinu Me too, eða Ég líka. Fjölmargir hafa stigið fram og greint frá reynslu sinni af kynferðislegri áreitni og kynferðisofbeldi. Umræðan kom í kjölfar þess að fjöldi leikkvenna og fyrirsæta stigu fram og greindu frá því hvernig þær voru áreittar kynferðislega af bandaríska kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein. Í gærkvöldi bað leikkonan Alyssa Milano allar konur sem hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni eða kynferðisofbeldi að skrifa Me too undir færslu hennar á twitter til að fólk myndi átta sig á stærð vandamálsins. Seinni partinn í dag voru yfir fjörtíu og eitt þúsund konur og karlar búin að skrifa undir. Margrét Gauja er ein þeirra sem stigu fram og lýsir þvíá Facebooksíðu sinni að samstarfsmaður hennar í lögreglunni, notaði aðstöðu sína til aðáreita hana kynferðislega. „Þegar ég lít til baka þá upplifi ég mig bara sem barn í löggubúning og kannski það hræðilegasta við þetta allt saman eftir á að hyggja að á þeim stað, á öllum þeim stöðum á Íslandi þar sem ég á að vera örugg, hef ég aldrei verið jafn óttaslegin og hrædd á,“ segir Margrét Gauja Magnúsdóttir,bæjarfulltrúi í Hafnarfirði.Hún segir að á þessum tíma hafi hún verið ung, reynslulítil og hrædd og talið það vera best að þegja. „Það hafa alveg einhverjir vitað þetta, það hlýtur að vera. Ég er búin að vera að burðast með þetta í 17 ár og eins og þú sérð er ég ennþá skjálfandi og ég er nú stjórnmálamaður og á að hafa breitt bak en þetta er bara ótrúlega erfitt,“ segir Margrét. Twitter hefur verið rauðglóandi í dag og hafa fjölmargir komið þar fram með sína sögu. „Þetta er eitthvað sem fólk hristir af sér og tekur því ekki eins alvarlega eins og það á að gera. Þetta hefur áhrif á hegðun og líðan og getur verið hættulegt, segir Sunna Ben, fjöllistakona. Hefur þú oft verið fyrir áreiti? „Ég ætlaði að reyna að finna í hausnum á mér hvað þetta væri oft en ég veit ekki hvar ég á að byrja og hvar ég á að enda, þetta er svo mikið og margskonar og mis alvarlegt,“ segir Sunna.Framkvæmdastyra Stígamóta segir mikilkvægt að segja frá „Þetta hrjáir stóran hluta mannkyns, það skiptir máli að tala um hluti sem hafa legið í þögninni og gera þá sýnilega, segir Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir,“ framkvæmdastýra Stígamóta. Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Fleiri fréttir Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Sjá meira
Sannkölluð sprenging varð á samfélagsmiðlum í dag undir myllumerkinu Me too, eða Ég líka. Fjölmargir hafa stigið fram og greint frá reynslu sinni af kynferðislegri áreitni og kynferðisofbeldi. Umræðan kom í kjölfar þess að fjöldi leikkvenna og fyrirsæta stigu fram og greindu frá því hvernig þær voru áreittar kynferðislega af bandaríska kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein. Í gærkvöldi bað leikkonan Alyssa Milano allar konur sem hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni eða kynferðisofbeldi að skrifa Me too undir færslu hennar á twitter til að fólk myndi átta sig á stærð vandamálsins. Seinni partinn í dag voru yfir fjörtíu og eitt þúsund konur og karlar búin að skrifa undir. Margrét Gauja er ein þeirra sem stigu fram og lýsir þvíá Facebooksíðu sinni að samstarfsmaður hennar í lögreglunni, notaði aðstöðu sína til aðáreita hana kynferðislega. „Þegar ég lít til baka þá upplifi ég mig bara sem barn í löggubúning og kannski það hræðilegasta við þetta allt saman eftir á að hyggja að á þeim stað, á öllum þeim stöðum á Íslandi þar sem ég á að vera örugg, hef ég aldrei verið jafn óttaslegin og hrædd á,“ segir Margrét Gauja Magnúsdóttir,bæjarfulltrúi í Hafnarfirði.Hún segir að á þessum tíma hafi hún verið ung, reynslulítil og hrædd og talið það vera best að þegja. „Það hafa alveg einhverjir vitað þetta, það hlýtur að vera. Ég er búin að vera að burðast með þetta í 17 ár og eins og þú sérð er ég ennþá skjálfandi og ég er nú stjórnmálamaður og á að hafa breitt bak en þetta er bara ótrúlega erfitt,“ segir Margrét. Twitter hefur verið rauðglóandi í dag og hafa fjölmargir komið þar fram með sína sögu. „Þetta er eitthvað sem fólk hristir af sér og tekur því ekki eins alvarlega eins og það á að gera. Þetta hefur áhrif á hegðun og líðan og getur verið hættulegt, segir Sunna Ben, fjöllistakona. Hefur þú oft verið fyrir áreiti? „Ég ætlaði að reyna að finna í hausnum á mér hvað þetta væri oft en ég veit ekki hvar ég á að byrja og hvar ég á að enda, þetta er svo mikið og margskonar og mis alvarlegt,“ segir Sunna.Framkvæmdastyra Stígamóta segir mikilkvægt að segja frá „Þetta hrjáir stóran hluta mannkyns, það skiptir máli að tala um hluti sem hafa legið í þögninni og gera þá sýnilega, segir Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir,“ framkvæmdastýra Stígamóta.
Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Fleiri fréttir Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Sjá meira