Rangfærslur um styttingu vinnutíma á Íslandi Hannes G. Sigurðsson skrifar 18. október 2017 07:00 Hugmyndir og tillögur um styttingu vinnutíma á Íslandi markast af röngum upplýsingum og þar af leiðandi röngum ályktunum. Flestir halda að dagvinnuvinnutími á viku sé 40 stundir og bera saman við 37 eða 37,5 stundir í Danmörku og Noregi. Þetta er ekki rétt því dagvinnutími verður lengstur 37 stundir á Íslandi. Vinnutími er sá tími sem starfsmaður er við störf og til taks fyrir vinnuveitandann. Umsamdir kaffitímar, 3 klukkustundir á viku, eiga þannig ekki að reiknast til vinnutíma þótt þeir séu greiddir. Kaffitímarnir eru eigin tími starfsmanna og þeim er yfirleitt frjálst að yfirgefa vinnustaðinn á meðan á þeim stendur. Umsaminn ársvinnutími á Íslandi er hvergi styttri í Evrópu, að Frakklandi undanskyldu. Árlegar vinnustundir sem standa vinnuveitendum til ráðstöfunar á dagvinnukaupi eru 1.632 og er þá miðað við 37 stundir á viku, 28 daga meðalorlof og 11,4 sérstaka frídaga.Ósveigjanlegir kjarasamningar Mikill munur er á greiddum vinnustundum og raunverulega unnum stundum hér á landi. Ísland sker sig frá öðrum löndum vegna þess hversu stór hluti launagreiðslna er í formi yfirvinnugreiðslna. Skýringin liggur í ósveigjanlegum ákvæðum kjarasamninga um vinnutíma. Samanburður kjarasamninga á Íslandi og öðrum Norðurlöndum leiðir berlega í ljós hversu ósveigjanlegir íslensku kjarasamningarnir eru varðandi skipulag vinnutíma. Á Norðurlöndum eru víða miklir möguleikar á því að jafna vinnustundum milli daga og vikna og gera vinnutímann upp á lengri tímabilum, t.d. mánuði eða jafnvel enn lengri tímabilum. Þannig er vinnustundum umfram vinnuskyldu á einu tímabili mætt með færri vinnustundum á síðara tímabili. Slíkur sveigjanleiki dregur mjög úr yfirvinnugreiðslum enda eru þær til dæmis aðeins 1% launagreiðslna í Danmörku en 15% á Íslandi. Skynsamt fólk lærir af mistökum sínum og annarra. Lögin frá 1972 um 40 stunda vinnuviku (í raun 37 stundir) hafði óveruleg áhrif á heildarvinnutíma þótt þau styttu dagvinnutíma um fjórar stundir á viku. Áhrif laganna voru fyrst og fremst að hækka launakostnað atvinnulífsins. Áhrifin af umsaminni styttingu dagvinnutímabils verslunarmannafélaga árið 2000 drógu ekki úr heildarvinnutíma verslunarmanna, en hlutur yfirvinnutekna í heildarlaunum jókst og þar með launakostnaður.Miðstýring eykur ekki framleiðni Ofmat á vinnustundum á Íslandi veldur því að afköst mælast léleg í alþjóðlegum samanburði og margir trúa því að þau taki stökkbreytingu með pennastriksaðferð sem gengur undir heitinu „stytting vinnutíma“. Framleiðni á Íslandi er vanmetin vegna þess ofmats á vinnutíma sem felst í því að taldir eru greiddir tíma en ekki unnar vinnustundir. Í veruleikanum eykst framleiðni jafnt og þétt í hægum skrefum með sífelldum og smáum umbótum þúsunda aðila. Mældur (og ofmetinn) vinnutími hefur styst hér á landi um fjórar klukkustundir á viku á undanförnum tveimur áratugum og um 12-14 stundir sé litið til undangenginna fjögurra áratuga. Þetta er mikil breyting og er til marks um aukin afköst og bætt lífskjör þar sem svigrúm hefur skapast fyrir mun styttri vinnutíma en áður. Aukin framleiðni í atvinnulífinu hefur knúið þessa þróun áfram. Svigrúminu sem framleiðniaukning hefur skapað til bættra lífskjara hefur verið skipt milli beinnar kaupmáttaraukningar og styttri vinnutíma. Sveigjanlegri ákvæði kjarasamninga en nú eru geta hvatt atvinnulífið til aukningar framleiðni og stuðlað að bættum kjörum, en það geta einfaldar pennastriksaðferðir ekki.Höfundur er aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Markaðir Mest lesið Halldór 17.05.2025 Halldór Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Sjá meira
Hugmyndir og tillögur um styttingu vinnutíma á Íslandi markast af röngum upplýsingum og þar af leiðandi röngum ályktunum. Flestir halda að dagvinnuvinnutími á viku sé 40 stundir og bera saman við 37 eða 37,5 stundir í Danmörku og Noregi. Þetta er ekki rétt því dagvinnutími verður lengstur 37 stundir á Íslandi. Vinnutími er sá tími sem starfsmaður er við störf og til taks fyrir vinnuveitandann. Umsamdir kaffitímar, 3 klukkustundir á viku, eiga þannig ekki að reiknast til vinnutíma þótt þeir séu greiddir. Kaffitímarnir eru eigin tími starfsmanna og þeim er yfirleitt frjálst að yfirgefa vinnustaðinn á meðan á þeim stendur. Umsaminn ársvinnutími á Íslandi er hvergi styttri í Evrópu, að Frakklandi undanskyldu. Árlegar vinnustundir sem standa vinnuveitendum til ráðstöfunar á dagvinnukaupi eru 1.632 og er þá miðað við 37 stundir á viku, 28 daga meðalorlof og 11,4 sérstaka frídaga.Ósveigjanlegir kjarasamningar Mikill munur er á greiddum vinnustundum og raunverulega unnum stundum hér á landi. Ísland sker sig frá öðrum löndum vegna þess hversu stór hluti launagreiðslna er í formi yfirvinnugreiðslna. Skýringin liggur í ósveigjanlegum ákvæðum kjarasamninga um vinnutíma. Samanburður kjarasamninga á Íslandi og öðrum Norðurlöndum leiðir berlega í ljós hversu ósveigjanlegir íslensku kjarasamningarnir eru varðandi skipulag vinnutíma. Á Norðurlöndum eru víða miklir möguleikar á því að jafna vinnustundum milli daga og vikna og gera vinnutímann upp á lengri tímabilum, t.d. mánuði eða jafnvel enn lengri tímabilum. Þannig er vinnustundum umfram vinnuskyldu á einu tímabili mætt með færri vinnustundum á síðara tímabili. Slíkur sveigjanleiki dregur mjög úr yfirvinnugreiðslum enda eru þær til dæmis aðeins 1% launagreiðslna í Danmörku en 15% á Íslandi. Skynsamt fólk lærir af mistökum sínum og annarra. Lögin frá 1972 um 40 stunda vinnuviku (í raun 37 stundir) hafði óveruleg áhrif á heildarvinnutíma þótt þau styttu dagvinnutíma um fjórar stundir á viku. Áhrif laganna voru fyrst og fremst að hækka launakostnað atvinnulífsins. Áhrifin af umsaminni styttingu dagvinnutímabils verslunarmannafélaga árið 2000 drógu ekki úr heildarvinnutíma verslunarmanna, en hlutur yfirvinnutekna í heildarlaunum jókst og þar með launakostnaður.Miðstýring eykur ekki framleiðni Ofmat á vinnustundum á Íslandi veldur því að afköst mælast léleg í alþjóðlegum samanburði og margir trúa því að þau taki stökkbreytingu með pennastriksaðferð sem gengur undir heitinu „stytting vinnutíma“. Framleiðni á Íslandi er vanmetin vegna þess ofmats á vinnutíma sem felst í því að taldir eru greiddir tíma en ekki unnar vinnustundir. Í veruleikanum eykst framleiðni jafnt og þétt í hægum skrefum með sífelldum og smáum umbótum þúsunda aðila. Mældur (og ofmetinn) vinnutími hefur styst hér á landi um fjórar klukkustundir á viku á undanförnum tveimur áratugum og um 12-14 stundir sé litið til undangenginna fjögurra áratuga. Þetta er mikil breyting og er til marks um aukin afköst og bætt lífskjör þar sem svigrúm hefur skapast fyrir mun styttri vinnutíma en áður. Aukin framleiðni í atvinnulífinu hefur knúið þessa þróun áfram. Svigrúminu sem framleiðniaukning hefur skapað til bættra lífskjara hefur verið skipt milli beinnar kaupmáttaraukningar og styttri vinnutíma. Sveigjanlegri ákvæði kjarasamninga en nú eru geta hvatt atvinnulífið til aukningar framleiðni og stuðlað að bættum kjörum, en það geta einfaldar pennastriksaðferðir ekki.Höfundur er aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun