Vilja vindorkugarð á sauðfjárbú í Dalabyggð Haraldur Guðmundsson skrifar 18. október 2017 06:00 Sveitarfélagið Dalabyggð og eigendur einkahlutafélagsins Storm Orku hafa undirritað viljayfirlýsingu um vindorkugarð með allt að 40 vindmyllum. Eigendur félagsins keyptu í byrjun ágúst jörðina Hróðnýjarstaði, skammt frá Búðardal, og stefna að íbúafundi í nóvember þar sem áformin verða kynnt. „Viljayfirlýsingin var undirrituð í september en hún er almenns eðlis og snýst aðallega um skipulagsmál. Samhliða var ákveðið að halda íbúafund þar sem þetta fyrirtæki myndi kynna sín áform,“ segir Sveinn Pálsson, sveitarstjóri Dalabyggðar. Storm Orka er í eigu Magnúsar B. Jóhannessonar, framkvæmdastjóra hjá bandaríska fyrirtækinu America Renewables. Magnús og fjölskylda hans eiga Hróðnýjarstaði en um er að ræða 26 hektara jörð af ræktuðu landi ásamt fjárstofni, um 1.000 fjár. Samkvæmt þeim upplýsingum sem sveitarfélagið hefur gæti fullkláraður vindorkugarðurinn framleitt allt að 160 megavött af raforku. „Þeir virðast hafa þá trú á þessu að þeir keyptu jörðina og það var skref sem byrjað var á áður en skrifað var undir þessa viljayfirlýsingu. Þeim er reyndar alveg ljóst að þetta getur farið á hvorn veginn sem er. Á svona frumstigi liggur ekki fyrir mikið af gögnum en engu að síður liggja fyrir upplýsingar um áformað afl og fjölda vindmylla. Viljayfirlýsingin snýr að því að við ætlum að vinna skipulagsvinnuna með eðlilegum hætti og tíma. Öll gögn varðandi umhverfismat og fleira því um líkt kemur á síðari stigum,“ segir Sveinn. Magnús vildi ekki tjá sig um áform Storm Orku þegar blaðamaður náði tali af honum í gær. Félagið hét þangað til í mars síðastliðnum MJDB ehf. Fréttablaðið greindi í ársbyrjun frá tilraunum þess til að kaupa Hellisheiðarvirkjun af Orkuveitu Reykjavíkur. Reykjavíkurborg, Akraneskaupstaður og Borgarbyggð fengu þá einnig tilboð í eignarhluti sína í virkjuninni. Magnús vildi þá ekki tjá sig um tilboðið, sem var síðar hafnað, eða þá hvort aðrir innlendir eða erlendir fjárfestar hefðu komið að því. Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Sjá meira
Sveitarfélagið Dalabyggð og eigendur einkahlutafélagsins Storm Orku hafa undirritað viljayfirlýsingu um vindorkugarð með allt að 40 vindmyllum. Eigendur félagsins keyptu í byrjun ágúst jörðina Hróðnýjarstaði, skammt frá Búðardal, og stefna að íbúafundi í nóvember þar sem áformin verða kynnt. „Viljayfirlýsingin var undirrituð í september en hún er almenns eðlis og snýst aðallega um skipulagsmál. Samhliða var ákveðið að halda íbúafund þar sem þetta fyrirtæki myndi kynna sín áform,“ segir Sveinn Pálsson, sveitarstjóri Dalabyggðar. Storm Orka er í eigu Magnúsar B. Jóhannessonar, framkvæmdastjóra hjá bandaríska fyrirtækinu America Renewables. Magnús og fjölskylda hans eiga Hróðnýjarstaði en um er að ræða 26 hektara jörð af ræktuðu landi ásamt fjárstofni, um 1.000 fjár. Samkvæmt þeim upplýsingum sem sveitarfélagið hefur gæti fullkláraður vindorkugarðurinn framleitt allt að 160 megavött af raforku. „Þeir virðast hafa þá trú á þessu að þeir keyptu jörðina og það var skref sem byrjað var á áður en skrifað var undir þessa viljayfirlýsingu. Þeim er reyndar alveg ljóst að þetta getur farið á hvorn veginn sem er. Á svona frumstigi liggur ekki fyrir mikið af gögnum en engu að síður liggja fyrir upplýsingar um áformað afl og fjölda vindmylla. Viljayfirlýsingin snýr að því að við ætlum að vinna skipulagsvinnuna með eðlilegum hætti og tíma. Öll gögn varðandi umhverfismat og fleira því um líkt kemur á síðari stigum,“ segir Sveinn. Magnús vildi ekki tjá sig um áform Storm Orku þegar blaðamaður náði tali af honum í gær. Félagið hét þangað til í mars síðastliðnum MJDB ehf. Fréttablaðið greindi í ársbyrjun frá tilraunum þess til að kaupa Hellisheiðarvirkjun af Orkuveitu Reykjavíkur. Reykjavíkurborg, Akraneskaupstaður og Borgarbyggð fengu þá einnig tilboð í eignarhluti sína í virkjuninni. Magnús vildi þá ekki tjá sig um tilboðið, sem var síðar hafnað, eða þá hvort aðrir innlendir eða erlendir fjárfestar hefðu komið að því.
Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Sjá meira