Óttast að rannsókn staðfesti einelti og áreitni innan lögreglunnar Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 19. október 2017 06:00 Ég held því miður að rannsóknin muni staðfesta þá mynd sem við höfum af stöðunni og að einelti og áreitni viðgangist enn segir Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins. vísir/ernir „Ég hef ekki upplýsingar um hvaða lögreglumann var um að ræða eða hvort hann er enn í starfi,“ segir Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins, um frásögn Margrétar Gauju Magnúsdóttur, bæjarfulltrúa í Hafnarfirði. Hún greindi frá kynferðislegri áreitni sem hún varð fyrir þegar hún starfaði í lögreglunni fyrir 17 árum í tengslum við vakningu á samfélagsmiðlum undir myllumerkinu #metoo. Margrét Gauja lýsti áreitninni á Facebook-síðu sinni. Í frásögninni kom meðal annars fram að gerandinn hefði lýst kynlífsórum sínum sem fólu í sér kynlíf með henni. „Fram kom hjá Margréti Gauju að sautján ár eru liðin frá því að umræddir atburðir gerðust. Ég hafði hins vegar samband við Margréti Gauju daginn sem hún birti frásögn sína og hrósaði henni fyrir það hugrekki sem hún sýndi með því að stíga fram og skýra frá reynslu sinni,“ segir Sigríður Björk. Á þeim tíma sem Margrét Gauja varð fyrir kynferðislegri áreitni hafi ekki verið nógu skýrt með hvaða hætti skyldi taka á frásögnum. En frá árinu 2015 hafi verið starfandi sérstakt fagráð fyrir lögregluna.Sjá einnig: Varð fyrir áreitni sem ungur skattastjóri og jafnvel sýslumaður „Fagráðið er óháð stjórnendum lögreglunnar. Það er skipað utanaðkomandi aðilum sem fólk getur snúið sér til með kvartanir vegna mála eins og eineltis og kynferðislegrar áreitni. Hugmyndin er sú að þú þurfir ekki að leita til næsta yfirmanns með þín mál heldur geti lögreglumenn leitað út fyrir sitt nánasta starfsumhverfi. Fagráðið er bundið trúnaði en leggur hlutlaust mat á erindi og leiðbeinir þeim, sem til þess leita, um rétt þeirra og í hvaða farveg mál skuli fara. Það eru enn sem komið er allt of fáir sem nýta sér þessa leið, sem er mjög miður. Það fréttist stundum af árekstrum í samskiptum innan embættisins en þau mál rata ekki í þessa meðferð því að fólk treystir því ekki að því verði ekki refsað einhvers staðar fyrir að kvarta,“ segir Sigríður Björk.„Ég held því miður að rannsóknin muni staðfesta þá mynd sem við höfum af stöðunni og að einelti og áreitni við- gangist enn,“ segir Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisinsVísir/ErnirHún segist vilja taka á litlu trausti í samskiptum stjórnenda og starfsmanna embættisins. „Við erum nú með framhaldsrannsókn í gangi á vinnustaðamenningu lögreglunnar. Ég held því miður að rannsóknin muni staðfesta þá mynd sem við höfum af stöðunni og að einelti og áreitni viðgangist enn. Það er hins vegar lykilatriði í átt til úrbóta að framkvæma mælingar sem þessar. Það eru líka ýmsir jákvæðir hlutir að gerast sem gefa tilefni til bjartsýni um batnandi starfsanda í lögreglunni,“ segir Sigríður Björk sem segir að bætt kjör og starfsumhverfi muni skipta lykilmáli í þeim efnum. „Ég heyri að stjórnmálamenn eru farnir að kveikja á þörfinni fyrir að fjölga lögreglumönnum og leiðrétta laun þeirra um leið,“ segir hún. Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, segir engan hafa leitað til sambandsins vegna kynferðislegrar áreitni síðustu ár. Það þýði alls ekki að hún sé ekki fyrir hendi og bendir á skýrslu sem Ríkislögreglustjóri lét vinna og gaf út árið 2013 undir heitinu: Vinnumenning og kynjatengsl lögreglunnar – Af hverju eru konur svo fámennar meðal lögreglumanna. „Í skýrslunni kom meðal annars fram að 30,8% kvenna og 4% karla í lögreglunni töldu sig þolendur kynferðislegrar áreitni innan lögreglunnar. Gerendur kynferðislegu áreitninnar eru karlkyns samstarfsmenn og karlkyns yfirmenn,“ segir Snorri. Talsvert var fjallað um útkomu skýrslunnar á sínum tíma í fjölmiðlum. „Við aðstoðum félagsmenn okkar eftir bestu getu hverju sinni, með stuðningi og aðstoð á borð t.d. við sálfræðinga, lögmenn og aðra sérfræðinga eftir þörfum hverju sinni,“ segir Snorri og segir þá sama hvort um sé að ræða kynferðislega áreitni eða einelti eða hvers konar aðra áreitni eða ofbeldi. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Margrét Gauja stígur fram: Tók svefntöflur eftir kynferðislega áreitni innan lögreglunnar Var föst í lögreglubíl á vakt með manni sem áreitti hana látlaust. 16. október 2017 10:35 Myllumerkið Me Too tekur yfir samfélagsmiðla: „Sannast enn og aftur hversu stórt samfélagslegt vandamál kynferðisofbeldi er“ Fjölmargar konur, íslenskar og erlendar, hafa síðasta sólarhringinn stigið fram og sagt frá kynferðislegu áreiti sem þær hafa orðið fyrir í gegnum tíðina undir myllumerkinu #MeToo, eða „Ég líka.“ 16. október 2017 13:04 Sannkölluð sprenging varð á samfélagsmiðlum í dag og fjölmargir greindu frá reynslu af kynferðislegri áreitni Fjölmargir hafa stigið fram og greint frá reynslu sinni af kynferðislegri áreitni og kynferðisofbeldi á síðasta sólarhring 16. október 2017 22:15 Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Erlent Fleiri fréttir Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Sjá meira
„Ég hef ekki upplýsingar um hvaða lögreglumann var um að ræða eða hvort hann er enn í starfi,“ segir Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins, um frásögn Margrétar Gauju Magnúsdóttur, bæjarfulltrúa í Hafnarfirði. Hún greindi frá kynferðislegri áreitni sem hún varð fyrir þegar hún starfaði í lögreglunni fyrir 17 árum í tengslum við vakningu á samfélagsmiðlum undir myllumerkinu #metoo. Margrét Gauja lýsti áreitninni á Facebook-síðu sinni. Í frásögninni kom meðal annars fram að gerandinn hefði lýst kynlífsórum sínum sem fólu í sér kynlíf með henni. „Fram kom hjá Margréti Gauju að sautján ár eru liðin frá því að umræddir atburðir gerðust. Ég hafði hins vegar samband við Margréti Gauju daginn sem hún birti frásögn sína og hrósaði henni fyrir það hugrekki sem hún sýndi með því að stíga fram og skýra frá reynslu sinni,“ segir Sigríður Björk. Á þeim tíma sem Margrét Gauja varð fyrir kynferðislegri áreitni hafi ekki verið nógu skýrt með hvaða hætti skyldi taka á frásögnum. En frá árinu 2015 hafi verið starfandi sérstakt fagráð fyrir lögregluna.Sjá einnig: Varð fyrir áreitni sem ungur skattastjóri og jafnvel sýslumaður „Fagráðið er óháð stjórnendum lögreglunnar. Það er skipað utanaðkomandi aðilum sem fólk getur snúið sér til með kvartanir vegna mála eins og eineltis og kynferðislegrar áreitni. Hugmyndin er sú að þú þurfir ekki að leita til næsta yfirmanns með þín mál heldur geti lögreglumenn leitað út fyrir sitt nánasta starfsumhverfi. Fagráðið er bundið trúnaði en leggur hlutlaust mat á erindi og leiðbeinir þeim, sem til þess leita, um rétt þeirra og í hvaða farveg mál skuli fara. Það eru enn sem komið er allt of fáir sem nýta sér þessa leið, sem er mjög miður. Það fréttist stundum af árekstrum í samskiptum innan embættisins en þau mál rata ekki í þessa meðferð því að fólk treystir því ekki að því verði ekki refsað einhvers staðar fyrir að kvarta,“ segir Sigríður Björk.„Ég held því miður að rannsóknin muni staðfesta þá mynd sem við höfum af stöðunni og að einelti og áreitni við- gangist enn,“ segir Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisinsVísir/ErnirHún segist vilja taka á litlu trausti í samskiptum stjórnenda og starfsmanna embættisins. „Við erum nú með framhaldsrannsókn í gangi á vinnustaðamenningu lögreglunnar. Ég held því miður að rannsóknin muni staðfesta þá mynd sem við höfum af stöðunni og að einelti og áreitni viðgangist enn. Það er hins vegar lykilatriði í átt til úrbóta að framkvæma mælingar sem þessar. Það eru líka ýmsir jákvæðir hlutir að gerast sem gefa tilefni til bjartsýni um batnandi starfsanda í lögreglunni,“ segir Sigríður Björk sem segir að bætt kjör og starfsumhverfi muni skipta lykilmáli í þeim efnum. „Ég heyri að stjórnmálamenn eru farnir að kveikja á þörfinni fyrir að fjölga lögreglumönnum og leiðrétta laun þeirra um leið,“ segir hún. Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, segir engan hafa leitað til sambandsins vegna kynferðislegrar áreitni síðustu ár. Það þýði alls ekki að hún sé ekki fyrir hendi og bendir á skýrslu sem Ríkislögreglustjóri lét vinna og gaf út árið 2013 undir heitinu: Vinnumenning og kynjatengsl lögreglunnar – Af hverju eru konur svo fámennar meðal lögreglumanna. „Í skýrslunni kom meðal annars fram að 30,8% kvenna og 4% karla í lögreglunni töldu sig þolendur kynferðislegrar áreitni innan lögreglunnar. Gerendur kynferðislegu áreitninnar eru karlkyns samstarfsmenn og karlkyns yfirmenn,“ segir Snorri. Talsvert var fjallað um útkomu skýrslunnar á sínum tíma í fjölmiðlum. „Við aðstoðum félagsmenn okkar eftir bestu getu hverju sinni, með stuðningi og aðstoð á borð t.d. við sálfræðinga, lögmenn og aðra sérfræðinga eftir þörfum hverju sinni,“ segir Snorri og segir þá sama hvort um sé að ræða kynferðislega áreitni eða einelti eða hvers konar aðra áreitni eða ofbeldi.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Margrét Gauja stígur fram: Tók svefntöflur eftir kynferðislega áreitni innan lögreglunnar Var föst í lögreglubíl á vakt með manni sem áreitti hana látlaust. 16. október 2017 10:35 Myllumerkið Me Too tekur yfir samfélagsmiðla: „Sannast enn og aftur hversu stórt samfélagslegt vandamál kynferðisofbeldi er“ Fjölmargar konur, íslenskar og erlendar, hafa síðasta sólarhringinn stigið fram og sagt frá kynferðislegu áreiti sem þær hafa orðið fyrir í gegnum tíðina undir myllumerkinu #MeToo, eða „Ég líka.“ 16. október 2017 13:04 Sannkölluð sprenging varð á samfélagsmiðlum í dag og fjölmargir greindu frá reynslu af kynferðislegri áreitni Fjölmargir hafa stigið fram og greint frá reynslu sinni af kynferðislegri áreitni og kynferðisofbeldi á síðasta sólarhring 16. október 2017 22:15 Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Erlent Fleiri fréttir Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Sjá meira
Margrét Gauja stígur fram: Tók svefntöflur eftir kynferðislega áreitni innan lögreglunnar Var föst í lögreglubíl á vakt með manni sem áreitti hana látlaust. 16. október 2017 10:35
Myllumerkið Me Too tekur yfir samfélagsmiðla: „Sannast enn og aftur hversu stórt samfélagslegt vandamál kynferðisofbeldi er“ Fjölmargar konur, íslenskar og erlendar, hafa síðasta sólarhringinn stigið fram og sagt frá kynferðislegu áreiti sem þær hafa orðið fyrir í gegnum tíðina undir myllumerkinu #MeToo, eða „Ég líka.“ 16. október 2017 13:04
Sannkölluð sprenging varð á samfélagsmiðlum í dag og fjölmargir greindu frá reynslu af kynferðislegri áreitni Fjölmargir hafa stigið fram og greint frá reynslu sinni af kynferðislegri áreitni og kynferðisofbeldi á síðasta sólarhring 16. október 2017 22:15