Fyrrvarandi formaður Hjólreiðafélags Akureyrar hefur verið ákærður fyrir hafa tekið ófrjálsri hendi tæplega þrjár milljónir króna.
Maðurinn er sagður hafa millifært af reikningi hjólreiðafélagsins yfir á sinn reikning rúmlega tvær og hálfa milljón króna í 53 færslum á árinu 2016. Einnig er hann ákærður fyrir eitt hundrað þúsund króna reikning frá Olís og fyrir viðskipti til eigin nota upp á 225 þúsund krónur með úttektarkorti hjá Olís á nafni hjólreiðafélagsins.
Leiðrétting: Fréttin hefur verið leiðrétt. Sá ákærði er fyrrverandi formaður félagsins og kemur ekki lengur að störfum félagsins.
Ákæra fyrrum formann Hjólreiðafélags Akureyrar
Sveinn Arnarsson skrifar

Mest lesið




Banaslys varð í Vík í Mýrdal
Innlent


Hvernig skiptast fylkingarnar?
Innlent




„Við gefumst ekki upp á ykkur“
Innlent