Endurskoða þarf reglur um lögbann á fjölmiðla Finnur Beck skrifar 19. október 2017 14:00 Umfjöllun Stundarinnar um málefni forsætisráðherra og lögbann á tiltekinn fréttaflutning blaðsins vekur óhug meðal almennings og er til þess fallið að skapa tortryggni í samfélaginu. Frjálsir fjölmiðlar eru grundvallarstoð í okkar samfélagi og hlutverk þeirra ekki síst þýðingarmikið í aðdraganda kosninga. Þeir eru hins vegar ekki óskeikulir og hafa enda ekki færst undan ábyrgð sinni og kröfum um að standa við fréttir sína þegar því er haldið fram að þeir hafi borist af leið. Dómstólar munu skera úr um lögmæti lögbannsins gagnvart Stundinni, bæði að efni og formi, en tilvist þess og mögulega heimil beiting þess gefur enga að síður tilefni til almennrar skoðunar á heimildum einstaklinga og fyrirtækja til að freista þessa að stöðva tiltekinn fréttaflutning með víðtækum hætti. Fjölmiðlar bera ábyrgð Ólíkt því sem margir kynnu að halda eru fjölmiðlar og eftir atvikum starfsmenn þeirra ábyrgir gagnvart þeim sem þeir kunna að brjóta gegn með umfjöllun sinni. Þannig standa blaðamenn á hverjum degi andspænis því að kunna að sæta málshöfðunum þar sem gerð er krafa um refsi- eða fébótaábyrgð vegna starfa þeirra. Ábyrgð þeirra er mikil og þeir eiga allt undir því að rækja hlutverk sitt innan marka stjórnarskrárvarins tjáningarfrelsisins. Lögbann er í eðli sínu réttarfarshagræði þar sem talið er að í tilteknum tilfellum verði að grípa óvenju hratt inn í og leggja bann við byrjaðri eða yfirvofandi athöfn. Sá sem krefst þess verður enda að leggja fram fjárhagslega tryggingu ef sá sem sætir lögbanni skyldi bíða fjárhagslegt tjón af völdum bannsins. Hann á þannig rétt til bóta ef skilyrði lögbanns voru ekki uppfyllt. Tjónið er í mörgum tilfellum auðvelt að reikna s.s. ef fyrirtæki eiga í ágreiningi um hvort tiltekna vöru megi setja á markað vegna ágreinings um vörumerki. En þegar um er að ræða rétt fjölmiðils til að flytja fréttir og rétt almennings til upplýsinganna sem þar koma fram getur tjónið verið ómetanlegt, og alls ekki metið til fjár. Lögbann, sem veitt er á þeim hraða sem lögbannsúrræðið felur í sér, er því alls ekki heppilegt úrræði þegar kemur að fjölmiðlum og starfsemi þeirra. Tilefni til endurskoðunar Lögbann á Stundina gefur því fullt tilefni til að skoða hvort unnt sé að breyta lögum á þann veg að dómstólar komi á fyrsta stigi að mati á því hvort skilyrði þess séu uppfyllt í stað þess að það sé í höndum embættis sýslumanns. Þannig mætti tryggja vandaðri meðferð máls og ekki síst að viðkomandi fjölmiðill kæmi að fullum vörnum við afgreiðslu málsins. Höfundur er lögfræðingur, fyrrum fréttamaður og frambjóðandi í 4. sæti Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölmiðlar Kosningar 2017 Finnur Beck Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Ákalli um samræmingu í eftirliti svarað Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ekkert heilbrigðiseftirlit á Íslandi? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Sjá meira
Umfjöllun Stundarinnar um málefni forsætisráðherra og lögbann á tiltekinn fréttaflutning blaðsins vekur óhug meðal almennings og er til þess fallið að skapa tortryggni í samfélaginu. Frjálsir fjölmiðlar eru grundvallarstoð í okkar samfélagi og hlutverk þeirra ekki síst þýðingarmikið í aðdraganda kosninga. Þeir eru hins vegar ekki óskeikulir og hafa enda ekki færst undan ábyrgð sinni og kröfum um að standa við fréttir sína þegar því er haldið fram að þeir hafi borist af leið. Dómstólar munu skera úr um lögmæti lögbannsins gagnvart Stundinni, bæði að efni og formi, en tilvist þess og mögulega heimil beiting þess gefur enga að síður tilefni til almennrar skoðunar á heimildum einstaklinga og fyrirtækja til að freista þessa að stöðva tiltekinn fréttaflutning með víðtækum hætti. Fjölmiðlar bera ábyrgð Ólíkt því sem margir kynnu að halda eru fjölmiðlar og eftir atvikum starfsmenn þeirra ábyrgir gagnvart þeim sem þeir kunna að brjóta gegn með umfjöllun sinni. Þannig standa blaðamenn á hverjum degi andspænis því að kunna að sæta málshöfðunum þar sem gerð er krafa um refsi- eða fébótaábyrgð vegna starfa þeirra. Ábyrgð þeirra er mikil og þeir eiga allt undir því að rækja hlutverk sitt innan marka stjórnarskrárvarins tjáningarfrelsisins. Lögbann er í eðli sínu réttarfarshagræði þar sem talið er að í tilteknum tilfellum verði að grípa óvenju hratt inn í og leggja bann við byrjaðri eða yfirvofandi athöfn. Sá sem krefst þess verður enda að leggja fram fjárhagslega tryggingu ef sá sem sætir lögbanni skyldi bíða fjárhagslegt tjón af völdum bannsins. Hann á þannig rétt til bóta ef skilyrði lögbanns voru ekki uppfyllt. Tjónið er í mörgum tilfellum auðvelt að reikna s.s. ef fyrirtæki eiga í ágreiningi um hvort tiltekna vöru megi setja á markað vegna ágreinings um vörumerki. En þegar um er að ræða rétt fjölmiðils til að flytja fréttir og rétt almennings til upplýsinganna sem þar koma fram getur tjónið verið ómetanlegt, og alls ekki metið til fjár. Lögbann, sem veitt er á þeim hraða sem lögbannsúrræðið felur í sér, er því alls ekki heppilegt úrræði þegar kemur að fjölmiðlum og starfsemi þeirra. Tilefni til endurskoðunar Lögbann á Stundina gefur því fullt tilefni til að skoða hvort unnt sé að breyta lögum á þann veg að dómstólar komi á fyrsta stigi að mati á því hvort skilyrði þess séu uppfyllt í stað þess að það sé í höndum embættis sýslumanns. Þannig mætti tryggja vandaðri meðferð máls og ekki síst að viðkomandi fjölmiðill kæmi að fullum vörnum við afgreiðslu málsins. Höfundur er lögfræðingur, fyrrum fréttamaður og frambjóðandi í 4. sæti Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi.
Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar