Tarantino um Weinstein: „Ég hefði átt að grípa til aðgerða miðað við það sem ég vissi“ Ingvar Þór Björnsson skrifar 19. október 2017 22:25 Weinstein hélt trúlofunarveislu fyrir Tarantino fyrir nokkrum vikum. Vísir/AFP Leikstjórinn Quentin Tarantino segist hafa vitað af meintum kynferðisbrotum Harvey Weinstein í áratugi. Segist Tarantino skammast sín mikið fyrir að hafa ekki tekið skýrari afstöðu gegn Harvey og að hafa ekki hætt að vinna með honum. The New York Times greinir frá. Umræða um kynferðislegt áreiti í garð kvenna í kvikmyndaiðnaðinum hefur verið í hámæli undanfarna daga eftir að fjöldi kvenna steig fram og opnaði sig um áreiti leikstjórans Harveys Weinstein. Gífurlegur fjöldi kvenna hafa sakað framleiðandann um kynferðislega áreitni og jafnvel nauðgun. „Ég hefði átt að grípa til aðgerða miðað við það sem ég vissi,“ sagði Tarantino. „Þetta voru ekki hefðbundnir orðrómar sem ég heyrði um hann. Frásagnirnar komu ekki til mín í gegnum þriðja aðila. Ég veit fyrir víst að hann gerði margt af þessu.“ Fyrrverandi kærasta Tarantino áreitt af Weinstein Leikstjórinn segir einnig að fyrrverandi kærasta hans, Mira Sorvino, hafi sagt honum að Harvey hafi áreitt sig. Tarantino hélt að um einstakt tilvik væri að ræða í það skiptið. Að framleiðandinn hafi „bara verið svo yfir sig hrifinn af Mira.“ Þrátt fyrir að heyra sífellt fleiri sögur um kynferðislegt áreiti framleiðandans í gegnum árin hélt hann áfram að að búa til myndir með Weinstein, ákvörðun sem hann segist sjá eftir núna. Tarantino og Weinstein hafa unnið saman að fjölda kvikmynda. Má til að mynda nefna myndirnar Reservoir Dogs, Pulp Fiction, Kill Bill og Inglorious Bastards. Þá hélt Weinstein einnig trúlofunarveislu fyrir Tarantino fyrir nokkrum vikum. Mál Harvey Weinstein Bandaríkin MeToo Hollywood Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Fleiri fréttir „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Sjá meira
Leikstjórinn Quentin Tarantino segist hafa vitað af meintum kynferðisbrotum Harvey Weinstein í áratugi. Segist Tarantino skammast sín mikið fyrir að hafa ekki tekið skýrari afstöðu gegn Harvey og að hafa ekki hætt að vinna með honum. The New York Times greinir frá. Umræða um kynferðislegt áreiti í garð kvenna í kvikmyndaiðnaðinum hefur verið í hámæli undanfarna daga eftir að fjöldi kvenna steig fram og opnaði sig um áreiti leikstjórans Harveys Weinstein. Gífurlegur fjöldi kvenna hafa sakað framleiðandann um kynferðislega áreitni og jafnvel nauðgun. „Ég hefði átt að grípa til aðgerða miðað við það sem ég vissi,“ sagði Tarantino. „Þetta voru ekki hefðbundnir orðrómar sem ég heyrði um hann. Frásagnirnar komu ekki til mín í gegnum þriðja aðila. Ég veit fyrir víst að hann gerði margt af þessu.“ Fyrrverandi kærasta Tarantino áreitt af Weinstein Leikstjórinn segir einnig að fyrrverandi kærasta hans, Mira Sorvino, hafi sagt honum að Harvey hafi áreitt sig. Tarantino hélt að um einstakt tilvik væri að ræða í það skiptið. Að framleiðandinn hafi „bara verið svo yfir sig hrifinn af Mira.“ Þrátt fyrir að heyra sífellt fleiri sögur um kynferðislegt áreiti framleiðandans í gegnum árin hélt hann áfram að að búa til myndir með Weinstein, ákvörðun sem hann segist sjá eftir núna. Tarantino og Weinstein hafa unnið saman að fjölda kvikmynda. Má til að mynda nefna myndirnar Reservoir Dogs, Pulp Fiction, Kill Bill og Inglorious Bastards. Þá hélt Weinstein einnig trúlofunarveislu fyrir Tarantino fyrir nokkrum vikum.
Mál Harvey Weinstein Bandaríkin MeToo Hollywood Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Fleiri fréttir „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Sjá meira