Erlent

Lést eftir að hafa kramist undir lyftingabúnaði

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Shaw var að reyna að lyfta 100 kílóum í bekkpressu þegar slysið varð og búnaðurinn féll á hann.
Shaw var að reyna að lyfta 100 kílóum í bekkpressu þegar slysið varð og búnaðurinn féll á hann. vísir/getty
15 ára ástralskur piltur, Ben Shaw, lést á spítala á laugardag eftir að hafa kramist undir lyftingabúnaði í líkamsræktarstöð í Brisbane síðastliðinn þriðjudag.

Shaw var að reyna að lyfta 100 kílóum í bekkpressu þegar slysið varð og búnaðurinn féll á hann en ekki er ljóst hversu lengi hann lá undir búnaðinum áður en einhver kom honum til aðstoðar.

Í yfirlýsingu sem foreldrar hans sendu frá sér um helgina kom fram að Shaw hefði gefið líffæri sín og því hefði hann skilið eftir sig arfleið með því að bjarga lífum annarra.

Yfirvöld hafa hafið rannsókn á slysinu en segja of snemmt að segja til um hvort einhver muni sæta ákæru vegna slyssins. Samkvæmt reglum líkamsræktarstöðvarinnar þar sem Shaw æfði mega einstaklingar yngri en 16 ára ekki lyfta lóðum nema undir leiðsögn þjálfara.  




Fleiri fréttir

Sjá meira


×