Fundu mikið vopnabúr heima hjá fjöldamorðingjanum Kjartan Kjartansson skrifar 2. október 2017 22:50 Byssumaðurinn braut glugga á herbergi sínu á Mandalay Bay-hótelinu og skaut þaðan út á tónleikagesti niðri á götu. Vísir/AFP Lögreglan í Nevada fann átján skotvopn, sprengiefni og þúsundir skotfæra á heimili mannsins sem drap að minnsta kosti 59 manns og særði á sjötta hundrað manna á tónleikum í Las Vegas í gærkvöldi. Á hótelherbergi þaðan sem hann skaut á fólkið fannst fjöldi byssa til viðbótar. Joe Lombardo, sýslumaðurinn í Clark-sýslu sem Las Vegas tilheyrir, segir að lögreglumenn einbeiti sér nú að fjórum stöðum í rannsókn sinni; heimili morðingjans í Mesquite, herbergi á Mandalay Bay-hótelinu þaðan sem hann skaut, tónleikastaðurinn og hús í norðurhluta Nevada. Þá fundust nokkur kíló af ammóníumnítrati sem er notað við sprengjugerð í bíl morðingjans. Ríkisstjóri Nevada hefur lýst yfir neyðarástandi í Clark-sýslu. CNN segir að fólk hafi beðið í allt að átta klukkustundir eftir að geta gefið blóð eftir að borgarstjóri Las Vegas óskaði eftir blóðgjöfum.Lögreglubílar lokuðu veginum að hverfi eldri borgara í bænum Mesquite þar sem fjöldamorðinginn bjó.Vísir/AFPMorðinginn heitir Stephen Paddock og var 64 ára gamall. Hann er talinn hafa stytt sér aldur eftir að hann myrti tugi manna og særði 527 á kántrítónleikum. Vitni lýstu skothríð sem stóð yfir í tíu til fimmtán mínútur og hljómaði eins og hún kæmi úr sjálfvirkum vopnum. Paddock skaut fólkið út um glugga á 32. hæð hótelsins. Talið er að hann hafi notast hamar til að brjóta gluggann. Skotárásin er sögð sú mannskæðasta í samtímasögu Bandaríkjanna.AP-fréttastofan hefur eftir tveimur embættismönnum að 17 skotvopn hafi fundist á hótelherberginu. Lombardo sagði fyrr í dag að tíu byssur hefðu fundist þar. Lögreglan vill enn ná tali af Marilou Carney, kærustu Paddock. Hún er stödd erlendis á ferðalagi. Skotárás í Las Vegas Tengdar fréttir Tugir látnir og hundruð særð eftir skotárás í Las Vegas 64 ára gamall karlmaður skaut á gesti tónlistarhátíðar í Las Vegas í nótt. 2. október 2017 08:39 Mannskæðasta skotárás í sögu Bandaríkjanna Að minnsta kosti 50 eru látnir og meira en 200 manns eru særðir. Óttast er að tala látinna eigi eftir að hækka. 2. október 2017 11:42 Íslendingur á Mandalay-hótelinu: "Skotunum rigndi yfir mannskapinn“ Jón Þorgrímur Stefánsson, forstjóri NetApp, segir það hafa verið hræðilegt að horfa upp á gesti tónlistarhátíðar í Las Vegas hlaupa og tvístrast eftir að maður hóf skotárás frá 32. hæð Mandalay-hótelsins. 2. október 2017 10:49 Morðinginn var fjárhættuspilari og sonur bankaræningja Faðir fjöldamorðingjans í Las Vegas var eitt sinn á lista tíu eftirlýstustu glæpamanna Bandaríkjanna. 2. október 2017 18:57 Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Fleiri fréttir Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Sjá meira
Lögreglan í Nevada fann átján skotvopn, sprengiefni og þúsundir skotfæra á heimili mannsins sem drap að minnsta kosti 59 manns og særði á sjötta hundrað manna á tónleikum í Las Vegas í gærkvöldi. Á hótelherbergi þaðan sem hann skaut á fólkið fannst fjöldi byssa til viðbótar. Joe Lombardo, sýslumaðurinn í Clark-sýslu sem Las Vegas tilheyrir, segir að lögreglumenn einbeiti sér nú að fjórum stöðum í rannsókn sinni; heimili morðingjans í Mesquite, herbergi á Mandalay Bay-hótelinu þaðan sem hann skaut, tónleikastaðurinn og hús í norðurhluta Nevada. Þá fundust nokkur kíló af ammóníumnítrati sem er notað við sprengjugerð í bíl morðingjans. Ríkisstjóri Nevada hefur lýst yfir neyðarástandi í Clark-sýslu. CNN segir að fólk hafi beðið í allt að átta klukkustundir eftir að geta gefið blóð eftir að borgarstjóri Las Vegas óskaði eftir blóðgjöfum.Lögreglubílar lokuðu veginum að hverfi eldri borgara í bænum Mesquite þar sem fjöldamorðinginn bjó.Vísir/AFPMorðinginn heitir Stephen Paddock og var 64 ára gamall. Hann er talinn hafa stytt sér aldur eftir að hann myrti tugi manna og særði 527 á kántrítónleikum. Vitni lýstu skothríð sem stóð yfir í tíu til fimmtán mínútur og hljómaði eins og hún kæmi úr sjálfvirkum vopnum. Paddock skaut fólkið út um glugga á 32. hæð hótelsins. Talið er að hann hafi notast hamar til að brjóta gluggann. Skotárásin er sögð sú mannskæðasta í samtímasögu Bandaríkjanna.AP-fréttastofan hefur eftir tveimur embættismönnum að 17 skotvopn hafi fundist á hótelherberginu. Lombardo sagði fyrr í dag að tíu byssur hefðu fundist þar. Lögreglan vill enn ná tali af Marilou Carney, kærustu Paddock. Hún er stödd erlendis á ferðalagi.
Skotárás í Las Vegas Tengdar fréttir Tugir látnir og hundruð særð eftir skotárás í Las Vegas 64 ára gamall karlmaður skaut á gesti tónlistarhátíðar í Las Vegas í nótt. 2. október 2017 08:39 Mannskæðasta skotárás í sögu Bandaríkjanna Að minnsta kosti 50 eru látnir og meira en 200 manns eru særðir. Óttast er að tala látinna eigi eftir að hækka. 2. október 2017 11:42 Íslendingur á Mandalay-hótelinu: "Skotunum rigndi yfir mannskapinn“ Jón Þorgrímur Stefánsson, forstjóri NetApp, segir það hafa verið hræðilegt að horfa upp á gesti tónlistarhátíðar í Las Vegas hlaupa og tvístrast eftir að maður hóf skotárás frá 32. hæð Mandalay-hótelsins. 2. október 2017 10:49 Morðinginn var fjárhættuspilari og sonur bankaræningja Faðir fjöldamorðingjans í Las Vegas var eitt sinn á lista tíu eftirlýstustu glæpamanna Bandaríkjanna. 2. október 2017 18:57 Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Fleiri fréttir Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Sjá meira
Tugir látnir og hundruð særð eftir skotárás í Las Vegas 64 ára gamall karlmaður skaut á gesti tónlistarhátíðar í Las Vegas í nótt. 2. október 2017 08:39
Mannskæðasta skotárás í sögu Bandaríkjanna Að minnsta kosti 50 eru látnir og meira en 200 manns eru særðir. Óttast er að tala látinna eigi eftir að hækka. 2. október 2017 11:42
Íslendingur á Mandalay-hótelinu: "Skotunum rigndi yfir mannskapinn“ Jón Þorgrímur Stefánsson, forstjóri NetApp, segir það hafa verið hræðilegt að horfa upp á gesti tónlistarhátíðar í Las Vegas hlaupa og tvístrast eftir að maður hóf skotárás frá 32. hæð Mandalay-hótelsins. 2. október 2017 10:49
Morðinginn var fjárhættuspilari og sonur bankaræningja Faðir fjöldamorðingjans í Las Vegas var eitt sinn á lista tíu eftirlýstustu glæpamanna Bandaríkjanna. 2. október 2017 18:57