Tom Petty látinn Stefán Ó. Jónsson skrifar 3. október 2017 05:52 Tom Petty kom fram allt til síðasta dags. Hér er hann á sviði í Kaliforníu fyrir um tveimur vikum síðan. Tónlistarmaðurinn Tom Petty er látinn, 66 ára að aldri. Banamein hans var hjartaáfall. Petty fannst meðvitundarlaus á heimili sínu í Los Angeles og var hann fluttur á sjúkrahús þar sem hann lést skömmu síðar. Greint var frá því í gærkvöldi að hann væri þungt haldinn og að einhverjir miðlar hefðu hlaupið á sig með andlátstilkynninguna.Í yfirlýsingu á vefsíðu söngvarans, undirritaðri af umboðsmanni hans og fjölskyldu, er greint frá fráfalli hans. Er það sagt að hann hafi látist klukkan 20:40 að staðartíma, klukkan 03:40 að íslenskum, í faðmi fjölskyldu, hljómsveitarmeðlima og vina. Tilkynninguna má sjá hér að neðan.Andlátstilkynningin á vef söngvarans.tompetty.comFerill Petty spannaði nokkra áratugi, en hann rataði fyrst í sviðsljósið þegar hann kom fram með bandinu The Heartbreakers á sjöunda áratug síðustu aldar. Á meðal þekktustu laga hans eru Free Fallin´, I Won´t Back Down, Don´t do me like that og Learning to fly. Tom Petty & The Heartbreakers sendu frá sér sína fyrstu plötu árið 1976 og störfuðu saman næstu fjóra áratugina. Petty spilaði á sínum síðustu tónleikum fyrir viku í Hollywood Bowl en þar hafði selst upp á þrennum tónleikum sveitarinnar til að fagna fjörutíu ára starfsafmæli hennar. Afmælistónleikaferð sveitarinnar taldi 53 tónleika í 24 ríkjum Bandaríkjanna. Petty starfaði einn um tíma og þá var hann einni í súpergrúppunni Travelling Wilburys ásamt Bob Dylan, George Harrison, Roy Orbison og Jeff Lynne. Tengdar fréttir Tom Petty þungt haldinn Fannst meðvitundarlaus á heimili sínu. 2. október 2017 20:21 Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Fleiri fréttir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Tom Petty er látinn, 66 ára að aldri. Banamein hans var hjartaáfall. Petty fannst meðvitundarlaus á heimili sínu í Los Angeles og var hann fluttur á sjúkrahús þar sem hann lést skömmu síðar. Greint var frá því í gærkvöldi að hann væri þungt haldinn og að einhverjir miðlar hefðu hlaupið á sig með andlátstilkynninguna.Í yfirlýsingu á vefsíðu söngvarans, undirritaðri af umboðsmanni hans og fjölskyldu, er greint frá fráfalli hans. Er það sagt að hann hafi látist klukkan 20:40 að staðartíma, klukkan 03:40 að íslenskum, í faðmi fjölskyldu, hljómsveitarmeðlima og vina. Tilkynninguna má sjá hér að neðan.Andlátstilkynningin á vef söngvarans.tompetty.comFerill Petty spannaði nokkra áratugi, en hann rataði fyrst í sviðsljósið þegar hann kom fram með bandinu The Heartbreakers á sjöunda áratug síðustu aldar. Á meðal þekktustu laga hans eru Free Fallin´, I Won´t Back Down, Don´t do me like that og Learning to fly. Tom Petty & The Heartbreakers sendu frá sér sína fyrstu plötu árið 1976 og störfuðu saman næstu fjóra áratugina. Petty spilaði á sínum síðustu tónleikum fyrir viku í Hollywood Bowl en þar hafði selst upp á þrennum tónleikum sveitarinnar til að fagna fjörutíu ára starfsafmæli hennar. Afmælistónleikaferð sveitarinnar taldi 53 tónleika í 24 ríkjum Bandaríkjanna. Petty starfaði einn um tíma og þá var hann einni í súpergrúppunni Travelling Wilburys ásamt Bob Dylan, George Harrison, Roy Orbison og Jeff Lynne.
Tengdar fréttir Tom Petty þungt haldinn Fannst meðvitundarlaus á heimili sínu. 2. október 2017 20:21 Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Fleiri fréttir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Sjá meira