Handbolti

Löwen á toppinn eftir fimmta sigurinn í röð

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Alexander Petersson skoraði tvö mörk.
Alexander Petersson skoraði tvö mörk. vísir/getty
Rhein-Neckar Löwen átti ekki í neinum vandræðum með að leggja Hannover-Burgdorf að velli, 35-23, í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag.

Þetta var fimmti sigur Löwen í röð en liðið er með 12 stig á toppi deildarinnar, jafn mörg og Hannover sem hefur tapað tveimur af síðustu þremur leikjum sínum eftir að hafa unnið fyrstu fimm.

Ljónin frá Mannheim byrjuðu leikinn frábærlega, komust í 6-0 og voru átta mörkum yfir í hálfleik, 17-9. Á endanum munaði 12 mörkum á liðunum, 35-23.

Guðjón Valur Sigurðsson skoraði sex mörk úr sjö skotum fyrir Löwen og gaf tvær stoðsendingar. Alexander Petersson skoraði tvö mörk úr jafn mörgum skotum og gaf tvær stoðsendingar.

Ekkert af þeim fimm skotum sem Rúnar Kárason reyndi í leiknum fór í mark Löwen. Hann gaf þó eina stoðsendingu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×