Vekja athygli á gildi barnabóka Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 4. október 2017 09:15 Gunnar Helgason segir það vandamál hversu illa barnabækur komist til skila til barnanna, meðal annars vegna þess hversu fjársvelt bókasöfnin eru. Vísir/Eyþór Árnason „Okkur finnst skrítið að í öllu þessu tali um vanda íslenskunnar, minnkandi læsi og bóksölu er aldrei talað um barnabókina. Því má líkja við að mæna upp á topp fjalls sem menn vilja komast á, en gefa ekki gaum að góðum bíl sem stendur við hliðina á þeim og vegi sem liggur upp,“ segir Gunnar Helgason, leikari og rithöfundur, og er mikið niðri fyrir. Gunnar verður fundarstjóri á málþingi í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag milli klukkan 14 og 17. Það þing snýst um barnabækur og gildi þeirra í lestrarleikni barna. „Við vonum að kennarar, bókasafnsstjórar, útgefendur og foreldrar, allir sem koma að menntun barna, komi á þingið og ég skora á stjórnmálamenn og væntanlega frambjóðendur að mæta. Ég sé að fulltrúar þriggja flokka hafa skráð sig og hinir hljóta að taka við sér,“ heldur Gunnar áfram. Þessi við sem hann talar um eru aðstandendur þingsins sem eru fólk í Samtökum íslenskra unglinga- og barnabókahöfunda (SÍUNG), Reykjavík Bókmenntaborg og Menntamálastofnun. Gunnar segir það vandamál hversu barnabækur komist illa til þeirra sem þær eru ætlaðar. Það seljist kannski 3.000 bækur en markhópurinn sé 25.000. „Það er bara einn áttundi sem fær bók, hinir þurfa að nálgast þær á bókasafni. En söfnin eru svo fjársvelt að þau geta ekki keypt bækur nema á bókamörkuðum og það eru bækur sem komu út fyrir fimm árum, sem krakkarnir hafa engan áhuga á. Við sem eldri erum viljum lesa nýjustu bækurnar og sjá nýjustu bíómyndirnar og börnin eru alveg eins. Sumar barnabækur verða vissulega sígildar en það kemur ekki í ljós strax. Það gerist á talsverðum tíma.“ Svo tilgreind séu örfá atriði á dagskrá málþingsins þá ætlar Margrét Tryggvadóttir rithöfundur að tala um barnabókina á tímum sífelldra truflana og Dröfn Vilhjálmsdóttir, frá skólabókasafni Seljaskóla, að ræða um stöðu skólasafna á Íslandi. „Svo er verið að undirbúa heilmikið prógramm í vetur sem snýst um að gera krakka að meiri og betri menningarneytendum með lestri og skrifum. Þeirri dagskrá lýkur með verðlaunahátíð í vor. Þetta skemmtilega átak mun Sindri Bergmann Þórarinsson hjá KrakkarRÚV kynna í dag,“ lýsir Gunnar. Pallborðsumræður um yndislestur hefjast eftir kaffihlé og lokaorðin ætlar svo hinn snjalli Ævar Þór Benediktsson að eiga. Menning Mest lesið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið VÆB opnar verslun í Kringlunni Lífið Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Tónlist Reyndi við þrjár milljónir Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið Fleiri fréttir Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
„Okkur finnst skrítið að í öllu þessu tali um vanda íslenskunnar, minnkandi læsi og bóksölu er aldrei talað um barnabókina. Því má líkja við að mæna upp á topp fjalls sem menn vilja komast á, en gefa ekki gaum að góðum bíl sem stendur við hliðina á þeim og vegi sem liggur upp,“ segir Gunnar Helgason, leikari og rithöfundur, og er mikið niðri fyrir. Gunnar verður fundarstjóri á málþingi í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag milli klukkan 14 og 17. Það þing snýst um barnabækur og gildi þeirra í lestrarleikni barna. „Við vonum að kennarar, bókasafnsstjórar, útgefendur og foreldrar, allir sem koma að menntun barna, komi á þingið og ég skora á stjórnmálamenn og væntanlega frambjóðendur að mæta. Ég sé að fulltrúar þriggja flokka hafa skráð sig og hinir hljóta að taka við sér,“ heldur Gunnar áfram. Þessi við sem hann talar um eru aðstandendur þingsins sem eru fólk í Samtökum íslenskra unglinga- og barnabókahöfunda (SÍUNG), Reykjavík Bókmenntaborg og Menntamálastofnun. Gunnar segir það vandamál hversu barnabækur komist illa til þeirra sem þær eru ætlaðar. Það seljist kannski 3.000 bækur en markhópurinn sé 25.000. „Það er bara einn áttundi sem fær bók, hinir þurfa að nálgast þær á bókasafni. En söfnin eru svo fjársvelt að þau geta ekki keypt bækur nema á bókamörkuðum og það eru bækur sem komu út fyrir fimm árum, sem krakkarnir hafa engan áhuga á. Við sem eldri erum viljum lesa nýjustu bækurnar og sjá nýjustu bíómyndirnar og börnin eru alveg eins. Sumar barnabækur verða vissulega sígildar en það kemur ekki í ljós strax. Það gerist á talsverðum tíma.“ Svo tilgreind séu örfá atriði á dagskrá málþingsins þá ætlar Margrét Tryggvadóttir rithöfundur að tala um barnabókina á tímum sífelldra truflana og Dröfn Vilhjálmsdóttir, frá skólabókasafni Seljaskóla, að ræða um stöðu skólasafna á Íslandi. „Svo er verið að undirbúa heilmikið prógramm í vetur sem snýst um að gera krakka að meiri og betri menningarneytendum með lestri og skrifum. Þeirri dagskrá lýkur með verðlaunahátíð í vor. Þetta skemmtilega átak mun Sindri Bergmann Þórarinsson hjá KrakkarRÚV kynna í dag,“ lýsir Gunnar. Pallborðsumræður um yndislestur hefjast eftir kaffihlé og lokaorðin ætlar svo hinn snjalli Ævar Þór Benediktsson að eiga.
Menning Mest lesið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið VÆB opnar verslun í Kringlunni Lífið Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Tónlist Reyndi við þrjár milljónir Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið Fleiri fréttir Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira