Málþingið er hluti af dagskrá RIFF, Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík, en aðrir frummælendur eru Leon Forde, sem rannsakar áhrif kvikmynda á komu ferðamanna til viðkomandi staða (screen tourism); Thomas Gammeltoft, sem stýrir kvikmyndastjóri í Kaupmannahöfn sem styrkir eingöngu myndir sem teknar eru í borginni; Sveinn Birkir Björnsson, frá Film in Iceland, og Ragnheiður Elín Árnadóttir, fyrrverandi iðnaðarráðherra.
Við pallborðið sitja m.a. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri; Kristinn Þórðarson, formaður SÍK; Ragnheiður Elín Árnadóttir, fyrrum iðnaðarráðherra; Thierry Potok, stjórnarformaður ISOLD, framleiðandi og fyrrum forstjóri Babelsberg kvikmyndaversins í Berlín og MPN kvikmyndaversins í Köln.
Umræðustýra er Laufey Guðjónsdóttir, forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar Íslands. Málþingið fer fram á ensku og má fylgjast með því í spilaranum hér fyrir neðan.