Neitar því ekki að hafa kallað forsetann fávita Samúel Karl Ólason skrifar 4. október 2017 15:21 Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Vísir/AFP Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir fregnir um að hann hafi ætlað að segja af sér vera rangar. Hann hafi aldrei íhugað það. Hann vildi ekki ræða um það við blaðamenn hvort hann hefði kallað Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, fávita.NBC birti í morgun frétt þar sem því var haldið fram að Mike Pence, varaforseti, hefði þurft að grípa inn í þegar Tillerson hafi ætlað að segja upp í sumar. Nokkrum dögum áður hafi hann verið á fundi með þjóðaröryggisráði Trump og ráðgjöfum hans og hafi kallað forsetann fávita. Tillerson hélt óvæntan blaðamannafund í dag vegna fregnanna þar sem hann sagðist aldrei hafa íhugað að hætta í starfi sínu. Spenna er sögð hafa myndast á milli Tillerson og Trump sem hafa oft á tíðum verið ósammála opinberlega og þar á meðal um málefni Norður-Kóreu og Íran. Spennan mun hafa náð hámarki þegar Trump flutti umdeilda ræðu fyrir framan fjölmarga unga skáta í júlí. Tillerson, sem var eitt sinni yfirmaður skátahreyfingarinnar í Bandaríkjunum, mun þá hafa verið á sínum heimaslóðum í Texas og er hann sagður hafa hótað því að fara ekki aftur til Washington DC.Aðrar fréttastofur vestanhafs hafa einnig heimildir fyrir því að Tillerson hafi kallað Trump fávita og að Trump hafi komist að því. Tillerson sagðist ekki vilja ræða þær fregnir. Þegar hann var spurður hvort að Trump hefði farið fram á það Tillerson myndi neita þessum fregnum opinberlega sagðist Tillerson ekki hafa talað við forsetann í dag. Donald Trump tísti þó skömmu áður en blaðamannafundurinn hófst og þar skammaðist hann yfir NBC og CNN. Um leið og blaðamannafundur Tillerson var búinn tísti forsetinn aftur og sagði að NBC ætti að biðja „BANDARÍKIN“ afsökunar.NBC news is #FakeNews and more dishonest than even CNN. They are a disgrace to good reporting. No wonder their news ratings are way down!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 4, 2017 The @NBCNews story has just been totally refuted by Sec. Tillerson and @VP Pence. It is #FakeNews. They should issue an apology to AMERICA!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 4, 2017 Donald Trump Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan Innlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Sjá meira
Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir fregnir um að hann hafi ætlað að segja af sér vera rangar. Hann hafi aldrei íhugað það. Hann vildi ekki ræða um það við blaðamenn hvort hann hefði kallað Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, fávita.NBC birti í morgun frétt þar sem því var haldið fram að Mike Pence, varaforseti, hefði þurft að grípa inn í þegar Tillerson hafi ætlað að segja upp í sumar. Nokkrum dögum áður hafi hann verið á fundi með þjóðaröryggisráði Trump og ráðgjöfum hans og hafi kallað forsetann fávita. Tillerson hélt óvæntan blaðamannafund í dag vegna fregnanna þar sem hann sagðist aldrei hafa íhugað að hætta í starfi sínu. Spenna er sögð hafa myndast á milli Tillerson og Trump sem hafa oft á tíðum verið ósammála opinberlega og þar á meðal um málefni Norður-Kóreu og Íran. Spennan mun hafa náð hámarki þegar Trump flutti umdeilda ræðu fyrir framan fjölmarga unga skáta í júlí. Tillerson, sem var eitt sinni yfirmaður skátahreyfingarinnar í Bandaríkjunum, mun þá hafa verið á sínum heimaslóðum í Texas og er hann sagður hafa hótað því að fara ekki aftur til Washington DC.Aðrar fréttastofur vestanhafs hafa einnig heimildir fyrir því að Tillerson hafi kallað Trump fávita og að Trump hafi komist að því. Tillerson sagðist ekki vilja ræða þær fregnir. Þegar hann var spurður hvort að Trump hefði farið fram á það Tillerson myndi neita þessum fregnum opinberlega sagðist Tillerson ekki hafa talað við forsetann í dag. Donald Trump tísti þó skömmu áður en blaðamannafundurinn hófst og þar skammaðist hann yfir NBC og CNN. Um leið og blaðamannafundur Tillerson var búinn tísti forsetinn aftur og sagði að NBC ætti að biðja „BANDARÍKIN“ afsökunar.NBC news is #FakeNews and more dishonest than even CNN. They are a disgrace to good reporting. No wonder their news ratings are way down!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 4, 2017 The @NBCNews story has just been totally refuted by Sec. Tillerson and @VP Pence. It is #FakeNews. They should issue an apology to AMERICA!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 4, 2017
Donald Trump Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan Innlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Sjá meira