Framfarir í stað niðurskurðar og aðhalds Ari Trausti Guðmundsson skrifar 5. október 2017 07:00 Fráfarandi ríkisstjórn var gagnrýnd með gildum og viðamiklum rökum. Það á til dæmis við sveltistefnu stjórnarflokkanna þriggja sem afhjúpast í fjárlagafrumvarpi þeirra. Á tveimur málasviðum, vísindum og nýsköpun annars vegar og aðgerðum í loftslagsmálum hins vegar, blasir við aðhald eða niðurskurður. Vissulega ekki alls staðar en allt of víða. Í greiningu minni á frumvarpinu og þingræðu kom þetta fram, þvert ofan í orð ráðherra málasviðanna um sókn: Framlög til samkeppnissjóða í vísindarannsóknum, tækni- og þekkingargreinum eiga að lækka. Framlög til rannsókna í landbúnaði og tengdum greinum sömuleiðis. Framlög til Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands lækka ásamt styrkjum til nýsköpunarfyrirtækja. Rannsóknastarfsemi allra háskóla er skorin niður, að vísu aðeins um 0,6% en þar er þörf á allt öðru. Framlög til Byggðaþróunarsjóðs og Sóknaráætlunar byggða lækka í heild, en með þeirra tilstyrk fer m.a. fram nýsköpun og andóf gegn veðurfarshlýnuninni. Fjárheimildir til uppbyggingar allra innviða í umhverfisgeiranum eru auknar um aðeins 5% (200 milljónir kr.). Sérframlög til gestastofa tveggja þjóðgarða, Vatnajökuls og Snæfellsjökuls, eiga að falla tímabundið niður og mynda óbundna fjárlagaheimild. Hluti framlags til Hekluskóga er felldur niður og framlag til Skógræktar ríkisins lækkað. Fjárheimildir til rannsókna og vöktunar náttúru standa nánast í stað. Styrkir til uppbyggingar á innviðum rafbíla eru óbreyttir og of lágir. Framlög til orkuskipta með öðrum orkugjöfum í samgöngum eða útgerð finnast ekki. Framlög til staðbundinna náttúrustofa lækka, en þar fer fram mikilvæg gagnasöfnun vegna loftslagsbreytinga og stofurnar eru afar mikilvægar stoðir byggðafestu. Málefnaleg gagnrýni er undirstaða stjórnmálaumræðunnar. Hana verður að stunda ærlega og af kappi. Það voru einkenni bæði kosningastarfs VG 2016 og starfa þingflokksins á síðasta þingi. Nú blasir við að gera verður mun betur á ofangreindum málasviðum. Vísindi, rannsóknir og nýsköpun, ásamt loftslagsmálum, eiga að vera framarlega í áhersluröðinni. Hverjum treystir þú? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Fráfarandi ríkisstjórn var gagnrýnd með gildum og viðamiklum rökum. Það á til dæmis við sveltistefnu stjórnarflokkanna þriggja sem afhjúpast í fjárlagafrumvarpi þeirra. Á tveimur málasviðum, vísindum og nýsköpun annars vegar og aðgerðum í loftslagsmálum hins vegar, blasir við aðhald eða niðurskurður. Vissulega ekki alls staðar en allt of víða. Í greiningu minni á frumvarpinu og þingræðu kom þetta fram, þvert ofan í orð ráðherra málasviðanna um sókn: Framlög til samkeppnissjóða í vísindarannsóknum, tækni- og þekkingargreinum eiga að lækka. Framlög til rannsókna í landbúnaði og tengdum greinum sömuleiðis. Framlög til Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands lækka ásamt styrkjum til nýsköpunarfyrirtækja. Rannsóknastarfsemi allra háskóla er skorin niður, að vísu aðeins um 0,6% en þar er þörf á allt öðru. Framlög til Byggðaþróunarsjóðs og Sóknaráætlunar byggða lækka í heild, en með þeirra tilstyrk fer m.a. fram nýsköpun og andóf gegn veðurfarshlýnuninni. Fjárheimildir til uppbyggingar allra innviða í umhverfisgeiranum eru auknar um aðeins 5% (200 milljónir kr.). Sérframlög til gestastofa tveggja þjóðgarða, Vatnajökuls og Snæfellsjökuls, eiga að falla tímabundið niður og mynda óbundna fjárlagaheimild. Hluti framlags til Hekluskóga er felldur niður og framlag til Skógræktar ríkisins lækkað. Fjárheimildir til rannsókna og vöktunar náttúru standa nánast í stað. Styrkir til uppbyggingar á innviðum rafbíla eru óbreyttir og of lágir. Framlög til orkuskipta með öðrum orkugjöfum í samgöngum eða útgerð finnast ekki. Framlög til staðbundinna náttúrustofa lækka, en þar fer fram mikilvæg gagnasöfnun vegna loftslagsbreytinga og stofurnar eru afar mikilvægar stoðir byggðafestu. Málefnaleg gagnrýni er undirstaða stjórnmálaumræðunnar. Hana verður að stunda ærlega og af kappi. Það voru einkenni bæði kosningastarfs VG 2016 og starfa þingflokksins á síðasta þingi. Nú blasir við að gera verður mun betur á ofangreindum málasviðum. Vísindi, rannsóknir og nýsköpun, ásamt loftslagsmálum, eiga að vera framarlega í áhersluröðinni. Hverjum treystir þú?
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar