Kazuo Ishiguro hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 5. október 2017 11:12 Kazuo Ishiguro. Vísir/Getty Breski rithöfundurinn Kazuo Ishiguro hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels árið 2017. Hann er þekktastur fyrir skáldsögu sína The Remains of the Day, eða Dreggjar dagsins, en fyrir hana hlaut hann Man Booker verðlaunin árið 1989. Nýjasta skáldsaga Ishiguro, The Buried Giant, kom út árið 2015. Í rökstuðningi sænsku akademíunnar segir að í bókum hans, sem einkennast af miklum tilfinningalegum krafti, hafi hann svipt hulunni af „hyldýpinu sem leynist undir blekkjand sýn okkar og tengingu við heiminn.“ Hann hefur alls skrifað sjö skáldsögur og hafa þrjár þeirra verið kvikmyndaðar. Þar á meðal er bókin Never Let Me Go, eða Sleppptu mér aldrei, sem kom út árið 2005 og var tilnefnd til Man Booker verðlaunanna árið 2006. Kvikmynd byggð á bókinni kom út árið 2010 með þeim Carey Mulligan, Andrew Garfield og Kieru Knightley í aðalhlutverkum. Ishiguro hefur einnig skrifað fjögur handrit fyrir sjónvarp og kvikmyndir og sjónvarp sem og nokkrar smásögur. „Ef þú blandar saman Jane Austen og Franz Kafka ertu komin með Ishiguro í hnotskurn. En þú þarft að blanda smá Marcel Proust við og þá ertu komin með verk hans,“ sagði fulltrúi sænsku akademíunnar í viðtali við fjölmiðla að loknum blaðamannafundi í Stokkhólmi. Bandaríska tónskáldið Bob Dylan hlaut Nóbelsverðlaunin í bókmenntum í fyrra fyrir textasmíð sína og framlag sitt til bandarískrar dægurtónlistar. Halldór Laxness, einn helsti íslenski rithöfundur á 20. öld, var sæmdur bókmenntaverðlaunum Nóbels árið 1955. Hann er eini Íslendingurinn sem hlotið hefur Nóbelsverðlaun. Nóbelsverðlaun Mest lesið Sinfónía í sundi slegin af borðinu vegna kjötsúpu Lífið Björn heill heilsu eftir heilaskurðagerð Lífið Fyrsti Íslandsmeistarinn í fjórtán ár Lífið Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Tónlist Vill opna á umræðuna um átröskun Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið Ari Eldjárn er bæjarlistamaður Seltjarnarnes Lífið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Breski rithöfundurinn Kazuo Ishiguro hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels árið 2017. Hann er þekktastur fyrir skáldsögu sína The Remains of the Day, eða Dreggjar dagsins, en fyrir hana hlaut hann Man Booker verðlaunin árið 1989. Nýjasta skáldsaga Ishiguro, The Buried Giant, kom út árið 2015. Í rökstuðningi sænsku akademíunnar segir að í bókum hans, sem einkennast af miklum tilfinningalegum krafti, hafi hann svipt hulunni af „hyldýpinu sem leynist undir blekkjand sýn okkar og tengingu við heiminn.“ Hann hefur alls skrifað sjö skáldsögur og hafa þrjár þeirra verið kvikmyndaðar. Þar á meðal er bókin Never Let Me Go, eða Sleppptu mér aldrei, sem kom út árið 2005 og var tilnefnd til Man Booker verðlaunanna árið 2006. Kvikmynd byggð á bókinni kom út árið 2010 með þeim Carey Mulligan, Andrew Garfield og Kieru Knightley í aðalhlutverkum. Ishiguro hefur einnig skrifað fjögur handrit fyrir sjónvarp og kvikmyndir og sjónvarp sem og nokkrar smásögur. „Ef þú blandar saman Jane Austen og Franz Kafka ertu komin með Ishiguro í hnotskurn. En þú þarft að blanda smá Marcel Proust við og þá ertu komin með verk hans,“ sagði fulltrúi sænsku akademíunnar í viðtali við fjölmiðla að loknum blaðamannafundi í Stokkhólmi. Bandaríska tónskáldið Bob Dylan hlaut Nóbelsverðlaunin í bókmenntum í fyrra fyrir textasmíð sína og framlag sitt til bandarískrar dægurtónlistar. Halldór Laxness, einn helsti íslenski rithöfundur á 20. öld, var sæmdur bókmenntaverðlaunum Nóbels árið 1955. Hann er eini Íslendingurinn sem hlotið hefur Nóbelsverðlaun.
Nóbelsverðlaun Mest lesið Sinfónía í sundi slegin af borðinu vegna kjötsúpu Lífið Björn heill heilsu eftir heilaskurðagerð Lífið Fyrsti Íslandsmeistarinn í fjórtán ár Lífið Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Tónlist Vill opna á umræðuna um átröskun Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið Ari Eldjárn er bæjarlistamaður Seltjarnarnes Lífið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira