England er komið á HM í fótbolta eftir 1-0 sigur á Slóveníu á Wembley í F-riðli undankeppninnar.
Harry Kane, sem var fyrirliði enska liðsins í kvöld, skoraði eina mark leiksins í uppbótartíma. Hann stýrði þá fyrirgjöf Kyles Walker framhjá Jan Oblak í marki Slóvena. Þetta var ellefta mark Kanes fyrir England.
Leikurinn var annars mjög tíðindalítill og leiðinlegur á að horfa.
England hefur unnið sjö af níu leikjum sínum í undankeppninni og gert tvö jafntefli. Englendingar mæta Litháum í lokaleik sínum í undankeppninni.
Englendingar komnir á HM | Sjáðu markið
Tengdar fréttir

Heimsmeistararnir komnir til Rússlands | Öll úrslit dagsins í undankeppni HM
Níu leikir fóru fram í Evrópuhluta undankeppni HM 2018 í kvöld.