Ertu til í að vinna sex vikur á ári fyrir krónuna? Benedikt Jóhannesson skrifar 6. október 2017 07:00 Þjóðin og krónan hafa fylgst að í gegnum þykkt um þunnt. Krónuvinir telja hana öllum miðlum betri – sannkallaðan vin í raun. En hún er sjaldan vinur allra á sama tíma heldur sveiflast hún eins og strá í vindi. Allir gjaldmiðlar sveiflast innbyrðis, þó að víðast séu sveiflurnar miklu minni en hjá krónunni. Er hún þá verri en aðrar myntir? Svarið er já og skýringin felst í því að smæðarinnar vegna er vaxtakostnaður íslenskra heimila og fyrirtækja miklu hærri en í nágrannalöndum okkar. Það veldur því að ungt fólk á erfitt með að koma sér þaki yfir höfuðið. Berum saman ástandið hér á landi og annars staðar á Norðurlöndum. Meðal Íslendingurinn gæti tekið sér frí tæplega 40 daga á ári og verið jafn vel settur og nú, ef hér væru svipaðir vextir og þar. Þetta eru 5-6 vikur sem við vinnum aukalega vegna vaxtabyrðarinnar af krónunni. Með öðrum orðum gætum við lengt orlofið um helming með sama vaxtaumhverfi og annars staðar á Norðurlöndum. Skattafrídagurinn er haldinn hátíðlegur á vorin af þeim sem horfa á hve stóran hluta af launum við borgum til samfélagsins. Við getum líka horft á krónufrídaginn. Miðað við núverandi vexti gætum við tekið okkur frí frá áramótum til 8. febrúar. Eftir það vinnum við fyrir okkur sjálf. Frá því að Viðreisn komst í ríkisstjórn hafa vextir lækkað um 0,75 prósentustig. Þetta þýðir að við höfum létt af almenningi heilli viku í vaxtaþjónkun og fært krónufrídaginn fram sem því nemur. Með áframhaldandi ábyrgri hagstjórn, myntráði og gengisfestu getum við lækkað vexti enn meira. Hættum að vinna fyrir krónuna og vinnum fyrir okkur sjálf. Höfundur er fjármálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Benedikt Jóhannesson Birtist í Fréttablaðinu Íslenska krónan Kosningar 2017 Mest lesið Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Sjá meira
Þjóðin og krónan hafa fylgst að í gegnum þykkt um þunnt. Krónuvinir telja hana öllum miðlum betri – sannkallaðan vin í raun. En hún er sjaldan vinur allra á sama tíma heldur sveiflast hún eins og strá í vindi. Allir gjaldmiðlar sveiflast innbyrðis, þó að víðast séu sveiflurnar miklu minni en hjá krónunni. Er hún þá verri en aðrar myntir? Svarið er já og skýringin felst í því að smæðarinnar vegna er vaxtakostnaður íslenskra heimila og fyrirtækja miklu hærri en í nágrannalöndum okkar. Það veldur því að ungt fólk á erfitt með að koma sér þaki yfir höfuðið. Berum saman ástandið hér á landi og annars staðar á Norðurlöndum. Meðal Íslendingurinn gæti tekið sér frí tæplega 40 daga á ári og verið jafn vel settur og nú, ef hér væru svipaðir vextir og þar. Þetta eru 5-6 vikur sem við vinnum aukalega vegna vaxtabyrðarinnar af krónunni. Með öðrum orðum gætum við lengt orlofið um helming með sama vaxtaumhverfi og annars staðar á Norðurlöndum. Skattafrídagurinn er haldinn hátíðlegur á vorin af þeim sem horfa á hve stóran hluta af launum við borgum til samfélagsins. Við getum líka horft á krónufrídaginn. Miðað við núverandi vexti gætum við tekið okkur frí frá áramótum til 8. febrúar. Eftir það vinnum við fyrir okkur sjálf. Frá því að Viðreisn komst í ríkisstjórn hafa vextir lækkað um 0,75 prósentustig. Þetta þýðir að við höfum létt af almenningi heilli viku í vaxtaþjónkun og fært krónufrídaginn fram sem því nemur. Með áframhaldandi ábyrgri hagstjórn, myntráði og gengisfestu getum við lækkað vexti enn meira. Hættum að vinna fyrir krónuna og vinnum fyrir okkur sjálf. Höfundur er fjármálaráðherra.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar