Telja heimilt að taka bílastæðagjald við Hraunfossa Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. október 2017 15:06 Til stóð að hefja gjaldtöku við Hraunfossa þann 1. júlí en henni var frestað. Hún hófst síðan í morgun. Vísir/Vilhelm Forsvarsmenn H-fossa ehf. sem hafa tekið á leigu hluta landsins Hraunsás gegnt Hraunfossum telja sér heimilt að innheimta gjald á bílastæði við fossana sem eru hluti þess lands sem þeir eru með á leigu. Lögmaður þeirra, Eva B. Helgadóttir, sendi bréf til Umhverfisstofnunar í lok september vegna áskorunar sem stofnunin sendi landeigendum í júní en stofnunin telur gjaldtökuna ólögmæta. Skorað var á þá að láta af fyrirhugaðri gjaldtöku á bílastæðinu að viðlögðum dagsektum en í bréfi lögmannsins til Umhverfisstofnunar segir að forsvarsmenn H-fossa ehf. telji stjórnsýslu stofnunarinnar vegna málsins ekki standast meginreglur stjórnsýsluréttar að neinu leyti. Þá telja þeir að heimildir Umhverfisstofnunar til að takmarka rétt á gjaldtöku verði ekki reistar á lögum um náttúruvernd en landið er friðlýst. „Þetta er skrýtin stjórnsýsla hjá Umhverfisstofnun. Stjórnvöld verða að fara eftir þeim reglum sem um þau gilda og byggja ákvarðanir sínar á lögum og skýrum lagaheimildum. Þarna sendir Umhverfisstofnun einhverja áskorun á Kristján Guðlaugsson, sem vissulega er forsvarsmaður í H-fossum, en þessi áskorun beinist ekki einu sinni að réttum, löglegum aðila. Þetta getur ekki verið gild stjórnsýsluákvörðun,“ segir Eva í samtali við Vísi. Eva segir að Umhverfisstofnun geti ákveðið að friðlýsa landsvæði en þar með eigi stofnunin landsvæðið þó ekki og geti ekki farið fram eins og eigandi eða hafi yfir þeim einhvern yfirráðarétt. Það sé eitt að friðlýsa svæði og annað að taka land eignarnámi. „Ég er að fara fram á það fyrir hönd minna umbjóðenda að Umhverfisstofnun sjái að sér og viðurkenni það að þeir hafi ekkert um það að segja hvort það verði gjald rukkað af þessu eða ekki. Ef þeir telja sig hafa eitthvað um það að segja þá verði þeir að taka ákvörðun eftir lögformlegum leiðum og í samræmi við lögin,“ segir Eva. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Umhverfisstofnun óskaði eftir aðstoð lögreglu við að stöðva gjaldtöku við Hraunfossa Landeigendur ætluðu að hefja gjaldtöku í sumar en frestuðu henni. 6. október 2017 13:20 Mest lesið Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent B sé ekki best Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Fleiri fréttir Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Sjá meira
Forsvarsmenn H-fossa ehf. sem hafa tekið á leigu hluta landsins Hraunsás gegnt Hraunfossum telja sér heimilt að innheimta gjald á bílastæði við fossana sem eru hluti þess lands sem þeir eru með á leigu. Lögmaður þeirra, Eva B. Helgadóttir, sendi bréf til Umhverfisstofnunar í lok september vegna áskorunar sem stofnunin sendi landeigendum í júní en stofnunin telur gjaldtökuna ólögmæta. Skorað var á þá að láta af fyrirhugaðri gjaldtöku á bílastæðinu að viðlögðum dagsektum en í bréfi lögmannsins til Umhverfisstofnunar segir að forsvarsmenn H-fossa ehf. telji stjórnsýslu stofnunarinnar vegna málsins ekki standast meginreglur stjórnsýsluréttar að neinu leyti. Þá telja þeir að heimildir Umhverfisstofnunar til að takmarka rétt á gjaldtöku verði ekki reistar á lögum um náttúruvernd en landið er friðlýst. „Þetta er skrýtin stjórnsýsla hjá Umhverfisstofnun. Stjórnvöld verða að fara eftir þeim reglum sem um þau gilda og byggja ákvarðanir sínar á lögum og skýrum lagaheimildum. Þarna sendir Umhverfisstofnun einhverja áskorun á Kristján Guðlaugsson, sem vissulega er forsvarsmaður í H-fossum, en þessi áskorun beinist ekki einu sinni að réttum, löglegum aðila. Þetta getur ekki verið gild stjórnsýsluákvörðun,“ segir Eva í samtali við Vísi. Eva segir að Umhverfisstofnun geti ákveðið að friðlýsa landsvæði en þar með eigi stofnunin landsvæðið þó ekki og geti ekki farið fram eins og eigandi eða hafi yfir þeim einhvern yfirráðarétt. Það sé eitt að friðlýsa svæði og annað að taka land eignarnámi. „Ég er að fara fram á það fyrir hönd minna umbjóðenda að Umhverfisstofnun sjái að sér og viðurkenni það að þeir hafi ekkert um það að segja hvort það verði gjald rukkað af þessu eða ekki. Ef þeir telja sig hafa eitthvað um það að segja þá verði þeir að taka ákvörðun eftir lögformlegum leiðum og í samræmi við lögin,“ segir Eva.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Umhverfisstofnun óskaði eftir aðstoð lögreglu við að stöðva gjaldtöku við Hraunfossa Landeigendur ætluðu að hefja gjaldtöku í sumar en frestuðu henni. 6. október 2017 13:20 Mest lesið Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent B sé ekki best Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Fleiri fréttir Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Sjá meira
Umhverfisstofnun óskaði eftir aðstoð lögreglu við að stöðva gjaldtöku við Hraunfossa Landeigendur ætluðu að hefja gjaldtöku í sumar en frestuðu henni. 6. október 2017 13:20