Telja heimilt að taka bílastæðagjald við Hraunfossa Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. október 2017 15:06 Til stóð að hefja gjaldtöku við Hraunfossa þann 1. júlí en henni var frestað. Hún hófst síðan í morgun. Vísir/Vilhelm Forsvarsmenn H-fossa ehf. sem hafa tekið á leigu hluta landsins Hraunsás gegnt Hraunfossum telja sér heimilt að innheimta gjald á bílastæði við fossana sem eru hluti þess lands sem þeir eru með á leigu. Lögmaður þeirra, Eva B. Helgadóttir, sendi bréf til Umhverfisstofnunar í lok september vegna áskorunar sem stofnunin sendi landeigendum í júní en stofnunin telur gjaldtökuna ólögmæta. Skorað var á þá að láta af fyrirhugaðri gjaldtöku á bílastæðinu að viðlögðum dagsektum en í bréfi lögmannsins til Umhverfisstofnunar segir að forsvarsmenn H-fossa ehf. telji stjórnsýslu stofnunarinnar vegna málsins ekki standast meginreglur stjórnsýsluréttar að neinu leyti. Þá telja þeir að heimildir Umhverfisstofnunar til að takmarka rétt á gjaldtöku verði ekki reistar á lögum um náttúruvernd en landið er friðlýst. „Þetta er skrýtin stjórnsýsla hjá Umhverfisstofnun. Stjórnvöld verða að fara eftir þeim reglum sem um þau gilda og byggja ákvarðanir sínar á lögum og skýrum lagaheimildum. Þarna sendir Umhverfisstofnun einhverja áskorun á Kristján Guðlaugsson, sem vissulega er forsvarsmaður í H-fossum, en þessi áskorun beinist ekki einu sinni að réttum, löglegum aðila. Þetta getur ekki verið gild stjórnsýsluákvörðun,“ segir Eva í samtali við Vísi. Eva segir að Umhverfisstofnun geti ákveðið að friðlýsa landsvæði en þar með eigi stofnunin landsvæðið þó ekki og geti ekki farið fram eins og eigandi eða hafi yfir þeim einhvern yfirráðarétt. Það sé eitt að friðlýsa svæði og annað að taka land eignarnámi. „Ég er að fara fram á það fyrir hönd minna umbjóðenda að Umhverfisstofnun sjái að sér og viðurkenni það að þeir hafi ekkert um það að segja hvort það verði gjald rukkað af þessu eða ekki. Ef þeir telja sig hafa eitthvað um það að segja þá verði þeir að taka ákvörðun eftir lögformlegum leiðum og í samræmi við lögin,“ segir Eva. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Umhverfisstofnun óskaði eftir aðstoð lögreglu við að stöðva gjaldtöku við Hraunfossa Landeigendur ætluðu að hefja gjaldtöku í sumar en frestuðu henni. 6. október 2017 13:20 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Fleiri fréttir Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Sjá meira
Forsvarsmenn H-fossa ehf. sem hafa tekið á leigu hluta landsins Hraunsás gegnt Hraunfossum telja sér heimilt að innheimta gjald á bílastæði við fossana sem eru hluti þess lands sem þeir eru með á leigu. Lögmaður þeirra, Eva B. Helgadóttir, sendi bréf til Umhverfisstofnunar í lok september vegna áskorunar sem stofnunin sendi landeigendum í júní en stofnunin telur gjaldtökuna ólögmæta. Skorað var á þá að láta af fyrirhugaðri gjaldtöku á bílastæðinu að viðlögðum dagsektum en í bréfi lögmannsins til Umhverfisstofnunar segir að forsvarsmenn H-fossa ehf. telji stjórnsýslu stofnunarinnar vegna málsins ekki standast meginreglur stjórnsýsluréttar að neinu leyti. Þá telja þeir að heimildir Umhverfisstofnunar til að takmarka rétt á gjaldtöku verði ekki reistar á lögum um náttúruvernd en landið er friðlýst. „Þetta er skrýtin stjórnsýsla hjá Umhverfisstofnun. Stjórnvöld verða að fara eftir þeim reglum sem um þau gilda og byggja ákvarðanir sínar á lögum og skýrum lagaheimildum. Þarna sendir Umhverfisstofnun einhverja áskorun á Kristján Guðlaugsson, sem vissulega er forsvarsmaður í H-fossum, en þessi áskorun beinist ekki einu sinni að réttum, löglegum aðila. Þetta getur ekki verið gild stjórnsýsluákvörðun,“ segir Eva í samtali við Vísi. Eva segir að Umhverfisstofnun geti ákveðið að friðlýsa landsvæði en þar með eigi stofnunin landsvæðið þó ekki og geti ekki farið fram eins og eigandi eða hafi yfir þeim einhvern yfirráðarétt. Það sé eitt að friðlýsa svæði og annað að taka land eignarnámi. „Ég er að fara fram á það fyrir hönd minna umbjóðenda að Umhverfisstofnun sjái að sér og viðurkenni það að þeir hafi ekkert um það að segja hvort það verði gjald rukkað af þessu eða ekki. Ef þeir telja sig hafa eitthvað um það að segja þá verði þeir að taka ákvörðun eftir lögformlegum leiðum og í samræmi við lögin,“ segir Eva.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Umhverfisstofnun óskaði eftir aðstoð lögreglu við að stöðva gjaldtöku við Hraunfossa Landeigendur ætluðu að hefja gjaldtöku í sumar en frestuðu henni. 6. október 2017 13:20 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Fleiri fréttir Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Sjá meira
Umhverfisstofnun óskaði eftir aðstoð lögreglu við að stöðva gjaldtöku við Hraunfossa Landeigendur ætluðu að hefja gjaldtöku í sumar en frestuðu henni. 6. október 2017 13:20