Úrslitin réðust í E- og F-riðli Evrópuhluta undankeppni HM 2018 í dag.
Pólverjar unnu 4-2 sigur á Svartfellingum í Varsjá. Pólland vann E-riðil og er því komið á HM í fyrsta sinn síðan 2006.
Robert Lewandowski skoraði eitt marka Pólverja en hann er markahæstur í undankeppninni með 16 mörk.
Danir gerðu 1-1 jafntefli við Rúmena á Parken. Þeir enduðu í 2. sæti E-riðils og eru öruggir með sæti í umspili um sæti á HM. Christian Eriksen skoraði mark danska liðsins en hann hefur nú skorað í sex landsleikjum í röð.
Í þriðja leik E-riðils gerðu Kasakstan og Armenía 1-1 jafntefli.
England bar sigurorð af Litháen, 0-1, í F-riðli. Harry Kane skoraði eina mark leiksins af vítapunktinum. Englendingar unnu riðilinn örugglega og eru komnir á HM.
Slóvakar, sem unnu Maltverja 3-0, tóku 2. sætið en þurfa að bíða eftir úrslitum úr öðrum riðlum til að vita hvort þeir komist í umspilið.
Í Ljubljana gerðu Slóvenía og Skotland 2-2 jafntefli. Skotar fengu jafn mörg stig og Slóvakar en urðu að sætta sig við 3. sætið í riðlinum vegna lakari markatölu.
E-riðill:
Pólland 4-2 Svartfjallaland
1-0 Krzysztof Maczynski (6.), 2-0 Kamil Grosicki (16.), 2-1 Stefan Mugosa (78.), 2-2 Zarko Tomasevic (83.), 3-2 Robert Lewandowski (85.), 4-2 Filip Stojkovic, sjálfsmark (87.).
Danmörk 1-1 Rúmenía
1-0 Christian Eriksen, víti (59.), 1-1 Ciprian Ioan Deac (88.).
Rautt spjald: Cristian Ganea, Rúmenía (63.).
Kasakstan 1-1 Armenía
0-1 Henrikh Mkhitaryan (26.), 1-1 Baurzhan Turysbek (62.).
F-riðill:
Litháen 0-1 England
0-1 Harry Kane, víti (27.).
Slóvenía 2-2 Skotland
0-1 Leigh Griffiths (32.), 1-1 Roman Bezjak (52.), 2-1 Bezjak (72.), 2-2 Robert Snodgrass (88.).
Rautt spjald: Bostjan Cesar, Slóvenía (90+2.).
Slóvakía 3-0 Malta
1-0 Adam Nemec (33.), 2-0 Nemec (62.), 3-0 Ondrej Duda (69.).
