Takast á við landslag og tákn á sinn hátt Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 7. október 2017 09:45 Einar Garibaldi við eina af fjórtán myndum í seríunni Reykjavík. Vísir/Hanna Þeir Einar Garibaldi og Kristján Steingrímur sem sameinast um sýninguna Staðsetningar í Gerðarsafni eru báðir trúir málverkinu. En eins og sýngarstjóri þeirra, Jón Proppé, bendir á eru aðferðir þeirra sérstakar. Því segir hann sýninguna verða í tveimur hlutum. „Sú sem við opnum núna er elegant en svo lokum við henni, breytum öllu og sýnum eldri verk og skyssur, förum nær vinnuferlinu og aðferðunum.“ Verk Kristjáns Steingríms eru úr jarðefnum sem hann tekur á ákveðnum stöðum. „Ég bý til litaduft úr jarðefnunum, set í þau línoleum og svo mála ég. Þannig vísa ég í upprunastað efnisins og sögu,“ segir hann og bendir til dæmis á seríu á gafli salarins. „Þessar myndir eru úr almenningsgörðum, flestum erlendis en ein úr Lystigarðinum á Akureyri þar sem ég ólst eiginlega upp því pabbi var garðyrkjustjóri á Akureyri.“Smáagnir og jarðefni úr garði í París er uppistaða þessa verks sem Kristján Steingrímur stillir sér upp við.Eitt ljóst málverk minnir á suðræna strönd en er frá Bleikjuholti á Ströndum. Annað dumbrautt, úr Seyðishólum. Stórt verk, málað 2004, nefnist Undir vatni. Í því eru jarðefni frá Sauðárgígum sem nú eru komnir undir Hálslón, minnisvarði um farið land. Kristján Steingrímur tekur einnig agnir úr umhverfinu sem eru nánast ósýnilegar þar til hann setur þær í víðsjá og málar þær. „Þannig upphef ég þær og bý til sýnilegan heim,“ útskýrir hann og bendir á þriggja mynda seríu. Líka stórt verk, gert úr ögnum úr garði í París. Kristján Steingrímur og Einar Garibaldi með Jón Proppé sýningarstjóra á milli sín. Vísir/HannaÍ salnum sem Einar Garibaldi hefur til umráða sýnir hann eitt verk, Höfuðborg. Það er í 14 hlutum. Annars vegar búið til úr þekktum texta, pönkhljómsveitarinnar Vonbrigði, Ó Reykjavík, ó Reykjavík… og hins vegar korti, ætluðu til að vísa ferðamönnum á áhugaverða staði í borginni. Þar eru myndir af myndum, hver ofan í annari. Af hverju? „Kannski tengist það upplýsingaflæði samtímans sem hefur gert það að verkum að við erum hætt að sjá raunveruleikann fyrir þeim myndum sem búnar eru til af honum – týnd inni í korti og göngum þar milli tákna til að reyna að sjá hið upprunalega?“ svarar hann. Segir verkið Höfuðborg vera spurningarmerki frekar en yfirlýsingu. „Málverkið er í mínum huga leið til að reyna að skilja raunveruleikann, að átta mig á þeim römmum sem stjórna sýn okkar á heiminn og þar með annmörkum tilverunnar.“ Menning Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Lífið Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Menning Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Lífið Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Útgefandi Walliams lætur hann róa Lífið Laufey á lista Obama Lífið Fleiri fréttir Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Sjá meira
Þeir Einar Garibaldi og Kristján Steingrímur sem sameinast um sýninguna Staðsetningar í Gerðarsafni eru báðir trúir málverkinu. En eins og sýngarstjóri þeirra, Jón Proppé, bendir á eru aðferðir þeirra sérstakar. Því segir hann sýninguna verða í tveimur hlutum. „Sú sem við opnum núna er elegant en svo lokum við henni, breytum öllu og sýnum eldri verk og skyssur, förum nær vinnuferlinu og aðferðunum.“ Verk Kristjáns Steingríms eru úr jarðefnum sem hann tekur á ákveðnum stöðum. „Ég bý til litaduft úr jarðefnunum, set í þau línoleum og svo mála ég. Þannig vísa ég í upprunastað efnisins og sögu,“ segir hann og bendir til dæmis á seríu á gafli salarins. „Þessar myndir eru úr almenningsgörðum, flestum erlendis en ein úr Lystigarðinum á Akureyri þar sem ég ólst eiginlega upp því pabbi var garðyrkjustjóri á Akureyri.“Smáagnir og jarðefni úr garði í París er uppistaða þessa verks sem Kristján Steingrímur stillir sér upp við.Eitt ljóst málverk minnir á suðræna strönd en er frá Bleikjuholti á Ströndum. Annað dumbrautt, úr Seyðishólum. Stórt verk, málað 2004, nefnist Undir vatni. Í því eru jarðefni frá Sauðárgígum sem nú eru komnir undir Hálslón, minnisvarði um farið land. Kristján Steingrímur tekur einnig agnir úr umhverfinu sem eru nánast ósýnilegar þar til hann setur þær í víðsjá og málar þær. „Þannig upphef ég þær og bý til sýnilegan heim,“ útskýrir hann og bendir á þriggja mynda seríu. Líka stórt verk, gert úr ögnum úr garði í París. Kristján Steingrímur og Einar Garibaldi með Jón Proppé sýningarstjóra á milli sín. Vísir/HannaÍ salnum sem Einar Garibaldi hefur til umráða sýnir hann eitt verk, Höfuðborg. Það er í 14 hlutum. Annars vegar búið til úr þekktum texta, pönkhljómsveitarinnar Vonbrigði, Ó Reykjavík, ó Reykjavík… og hins vegar korti, ætluðu til að vísa ferðamönnum á áhugaverða staði í borginni. Þar eru myndir af myndum, hver ofan í annari. Af hverju? „Kannski tengist það upplýsingaflæði samtímans sem hefur gert það að verkum að við erum hætt að sjá raunveruleikann fyrir þeim myndum sem búnar eru til af honum – týnd inni í korti og göngum þar milli tákna til að reyna að sjá hið upprunalega?“ svarar hann. Segir verkið Höfuðborg vera spurningarmerki frekar en yfirlýsingu. „Málverkið er í mínum huga leið til að reyna að skilja raunveruleikann, að átta mig á þeim römmum sem stjórna sýn okkar á heiminn og þar með annmörkum tilverunnar.“
Menning Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Lífið Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Menning Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Lífið Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Útgefandi Walliams lætur hann róa Lífið Laufey á lista Obama Lífið Fleiri fréttir Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Sjá meira