Erlendir fjölmiðlar um sigur Íslands: Björk, Sigur Rós og stóri gaurinn úr Ófærð, slakið á og dáist að þessum úrslitum Birgir Olgeirsson skrifar 6. október 2017 21:22 Íslensku leikmennirnir fagna einu af mörkunum þremur gegn Tyrklandi í kvöld. Vísir/EPA „Ísland með sláandi sigur í Tyrklandi,“ skrifar breska dagblaðið The Guardian um þriggja marka sigur karlalandsliðs Íslands á Tyrkjum á heimavelli þeirra nú í kvöld. Með sigrinum tyllti íslenska liðið sér á topp síns riðils í undankeppni Heimsmeistaramótsins í knattspyrnu og getur með sigri á Kósavó á Laugardalsvelli næstkomandi mánudagskvöld tryggt sér farseðilinn á HM í Rússlandi á næsta ári. Lýsing Guardian á sigri íslenska liðsins var ansi skrautleg. „Björk, Sigur Rós, og stóri gaurinn úr virkilega góðu en drungalegu dramaþáttunum á BBC 4, slakið bara á og dáist að þessum úrslitum,“ segir í lýsingunni en stóri gaurinn úr drungalegu en góðu dramaþáttunum er að sjálfsögðu leikarinn Ólafur Darri Ólafsson og verið að vísa í leik hans í Ófærð sem sýnd var undir enska heitinu Trapped á BBC 4 á Englandi. Breska ríkisútvarpið BBC gerir grín að fyrrverandi landsliðsþjálfara enska karlalandsliðsins, Roy Hodgson, sem lutu í lægra haldi fyrir íslenska liðinu í sextán liða úrslitum á EM í fótbolta í fyrra. Úrslit sem þóttu ansi skammarleg fyrir Breta og þá sérstaklega þjálfarann.BBC skýtur á Roy Hodgson eftir sigur Íslands á Tyrklandi í kvöld.EPA„Eins og staðan er núna er Ísland með tveggja stiga forystu á toppi I-riðils. Getur liðið komist á HM? Gerið Roy Hodgson kláran til að gefa sitt álit.“„Ísland er með yfirhöndina þegar það mætir Kósóvó í síðasta leiknum, á meðan Króatía þarf að fara til Úkraínu í erfiðan leik,“ skrifar Washington Post um stöðuna í riðli Íslands. Washington Post bendir á að komist Ísland í úrslitakeppni HM verði það fámennasta þjóðin til að gera það. Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira
„Ísland með sláandi sigur í Tyrklandi,“ skrifar breska dagblaðið The Guardian um þriggja marka sigur karlalandsliðs Íslands á Tyrkjum á heimavelli þeirra nú í kvöld. Með sigrinum tyllti íslenska liðið sér á topp síns riðils í undankeppni Heimsmeistaramótsins í knattspyrnu og getur með sigri á Kósavó á Laugardalsvelli næstkomandi mánudagskvöld tryggt sér farseðilinn á HM í Rússlandi á næsta ári. Lýsing Guardian á sigri íslenska liðsins var ansi skrautleg. „Björk, Sigur Rós, og stóri gaurinn úr virkilega góðu en drungalegu dramaþáttunum á BBC 4, slakið bara á og dáist að þessum úrslitum,“ segir í lýsingunni en stóri gaurinn úr drungalegu en góðu dramaþáttunum er að sjálfsögðu leikarinn Ólafur Darri Ólafsson og verið að vísa í leik hans í Ófærð sem sýnd var undir enska heitinu Trapped á BBC 4 á Englandi. Breska ríkisútvarpið BBC gerir grín að fyrrverandi landsliðsþjálfara enska karlalandsliðsins, Roy Hodgson, sem lutu í lægra haldi fyrir íslenska liðinu í sextán liða úrslitum á EM í fótbolta í fyrra. Úrslit sem þóttu ansi skammarleg fyrir Breta og þá sérstaklega þjálfarann.BBC skýtur á Roy Hodgson eftir sigur Íslands á Tyrklandi í kvöld.EPA„Eins og staðan er núna er Ísland með tveggja stiga forystu á toppi I-riðils. Getur liðið komist á HM? Gerið Roy Hodgson kláran til að gefa sitt álit.“„Ísland er með yfirhöndina þegar það mætir Kósóvó í síðasta leiknum, á meðan Króatía þarf að fara til Úkraínu í erfiðan leik,“ skrifar Washington Post um stöðuna í riðli Íslands. Washington Post bendir á að komist Ísland í úrslitakeppni HM verði það fámennasta þjóðin til að gera það.
Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira