Fagnaðarfundir þegar sænskur eigandi hitti íslenska hestinn sinn í fyrsta sinn Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 7. október 2017 20:46 Það var falleg stund þegar Maria Anderberg, 54 ára Jazzsöngkona frá Svíþjóð mætti á hestamiðstöðina Hólaborg við Stokkseyri til að sjá í fyrsta skipti hest sem hún keypti á netinu. Hestinn sem átti að fara í sláturhús keypti Maria fyrir tveimur árum. Hún segir að augu hestsins hafi sagt henni að hún ætti að kaupa hann. Vikur, hesturinn hennar Mariu, undan heiðursverðlaunahestinum Stála frá Kjarri var úti í stóði þegar hana bar að garði. Ingimar Baldvinsson hjá hestamiðstöðinni Hólaborg fór á fjórhjólið, sótti stóðið og rak það heim í gerði. Þar var Vikur og þarna sá Maria í fyrsta skipti íslenska hestinn sem hún keypti eftir að hafa séð mynd af honum á netinu. Maria á fyrir fjóra sænska hesta, fimm ketti og þrjá hunda. Hún vinnur við markaðsmál og er jazzsöngkona í Svíþjóð. „Það var eitthvað í augnaráði hans sem benti sterklega til þess að hann passaði inn í mitt heimilislíf. Eitthvað sagði mér að hann væri mjög greindur og sjálfstæður. Þegar hestur, hundur eða köttur sýnir það getur maður bundist viðkomandi dýri sterkum tilfinningaböndum. Já, ég tel mig hafa haft á réttu að standa,“ segir Maria. „Hann lifir mjög góðu lífi hér og mér finnst ég næstum því vera grimm að fara með hann til Svíþjóðar. Það liggur samt ekkert á. Eftir að hafa verið á Íslandi finnst mér líklegt að ég komi hingað oft aftur. Ég hef orðið ástfangin af Íslandi.“ Ingimar á Hólaborg segir útlendinga undantekningalaust mjög hrifna af íslenskum hestum. „Já já, eru ótrúlega mikið með hross á Íslandi sem þau halda á Íslandi og rækta á Íslandi. Miklu meira en kannski margir halda. Skapa atvinnu í kringum þetta og hafa mjög gaman af því að geta verið á íslandi með ræktun og komist í úrvalið hjá okkur í staðinn fyrir að rækta heima,“ segir Ingimar. Hestar Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
Það var falleg stund þegar Maria Anderberg, 54 ára Jazzsöngkona frá Svíþjóð mætti á hestamiðstöðina Hólaborg við Stokkseyri til að sjá í fyrsta skipti hest sem hún keypti á netinu. Hestinn sem átti að fara í sláturhús keypti Maria fyrir tveimur árum. Hún segir að augu hestsins hafi sagt henni að hún ætti að kaupa hann. Vikur, hesturinn hennar Mariu, undan heiðursverðlaunahestinum Stála frá Kjarri var úti í stóði þegar hana bar að garði. Ingimar Baldvinsson hjá hestamiðstöðinni Hólaborg fór á fjórhjólið, sótti stóðið og rak það heim í gerði. Þar var Vikur og þarna sá Maria í fyrsta skipti íslenska hestinn sem hún keypti eftir að hafa séð mynd af honum á netinu. Maria á fyrir fjóra sænska hesta, fimm ketti og þrjá hunda. Hún vinnur við markaðsmál og er jazzsöngkona í Svíþjóð. „Það var eitthvað í augnaráði hans sem benti sterklega til þess að hann passaði inn í mitt heimilislíf. Eitthvað sagði mér að hann væri mjög greindur og sjálfstæður. Þegar hestur, hundur eða köttur sýnir það getur maður bundist viðkomandi dýri sterkum tilfinningaböndum. Já, ég tel mig hafa haft á réttu að standa,“ segir Maria. „Hann lifir mjög góðu lífi hér og mér finnst ég næstum því vera grimm að fara með hann til Svíþjóðar. Það liggur samt ekkert á. Eftir að hafa verið á Íslandi finnst mér líklegt að ég komi hingað oft aftur. Ég hef orðið ástfangin af Íslandi.“ Ingimar á Hólaborg segir útlendinga undantekningalaust mjög hrifna af íslenskum hestum. „Já já, eru ótrúlega mikið með hross á Íslandi sem þau halda á Íslandi og rækta á Íslandi. Miklu meira en kannski margir halda. Skapa atvinnu í kringum þetta og hafa mjög gaman af því að geta verið á íslandi með ræktun og komist í úrvalið hjá okkur í staðinn fyrir að rækta heima,“ segir Ingimar.
Hestar Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira