Fagnaðarfundir þegar sænskur eigandi hitti íslenska hestinn sinn í fyrsta sinn Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 7. október 2017 20:46 Það var falleg stund þegar Maria Anderberg, 54 ára Jazzsöngkona frá Svíþjóð mætti á hestamiðstöðina Hólaborg við Stokkseyri til að sjá í fyrsta skipti hest sem hún keypti á netinu. Hestinn sem átti að fara í sláturhús keypti Maria fyrir tveimur árum. Hún segir að augu hestsins hafi sagt henni að hún ætti að kaupa hann. Vikur, hesturinn hennar Mariu, undan heiðursverðlaunahestinum Stála frá Kjarri var úti í stóði þegar hana bar að garði. Ingimar Baldvinsson hjá hestamiðstöðinni Hólaborg fór á fjórhjólið, sótti stóðið og rak það heim í gerði. Þar var Vikur og þarna sá Maria í fyrsta skipti íslenska hestinn sem hún keypti eftir að hafa séð mynd af honum á netinu. Maria á fyrir fjóra sænska hesta, fimm ketti og þrjá hunda. Hún vinnur við markaðsmál og er jazzsöngkona í Svíþjóð. „Það var eitthvað í augnaráði hans sem benti sterklega til þess að hann passaði inn í mitt heimilislíf. Eitthvað sagði mér að hann væri mjög greindur og sjálfstæður. Þegar hestur, hundur eða köttur sýnir það getur maður bundist viðkomandi dýri sterkum tilfinningaböndum. Já, ég tel mig hafa haft á réttu að standa,“ segir Maria. „Hann lifir mjög góðu lífi hér og mér finnst ég næstum því vera grimm að fara með hann til Svíþjóðar. Það liggur samt ekkert á. Eftir að hafa verið á Íslandi finnst mér líklegt að ég komi hingað oft aftur. Ég hef orðið ástfangin af Íslandi.“ Ingimar á Hólaborg segir útlendinga undantekningalaust mjög hrifna af íslenskum hestum. „Já já, eru ótrúlega mikið með hross á Íslandi sem þau halda á Íslandi og rækta á Íslandi. Miklu meira en kannski margir halda. Skapa atvinnu í kringum þetta og hafa mjög gaman af því að geta verið á íslandi með ræktun og komist í úrvalið hjá okkur í staðinn fyrir að rækta heima,“ segir Ingimar. Hestar Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Það var falleg stund þegar Maria Anderberg, 54 ára Jazzsöngkona frá Svíþjóð mætti á hestamiðstöðina Hólaborg við Stokkseyri til að sjá í fyrsta skipti hest sem hún keypti á netinu. Hestinn sem átti að fara í sláturhús keypti Maria fyrir tveimur árum. Hún segir að augu hestsins hafi sagt henni að hún ætti að kaupa hann. Vikur, hesturinn hennar Mariu, undan heiðursverðlaunahestinum Stála frá Kjarri var úti í stóði þegar hana bar að garði. Ingimar Baldvinsson hjá hestamiðstöðinni Hólaborg fór á fjórhjólið, sótti stóðið og rak það heim í gerði. Þar var Vikur og þarna sá Maria í fyrsta skipti íslenska hestinn sem hún keypti eftir að hafa séð mynd af honum á netinu. Maria á fyrir fjóra sænska hesta, fimm ketti og þrjá hunda. Hún vinnur við markaðsmál og er jazzsöngkona í Svíþjóð. „Það var eitthvað í augnaráði hans sem benti sterklega til þess að hann passaði inn í mitt heimilislíf. Eitthvað sagði mér að hann væri mjög greindur og sjálfstæður. Þegar hestur, hundur eða köttur sýnir það getur maður bundist viðkomandi dýri sterkum tilfinningaböndum. Já, ég tel mig hafa haft á réttu að standa,“ segir Maria. „Hann lifir mjög góðu lífi hér og mér finnst ég næstum því vera grimm að fara með hann til Svíþjóðar. Það liggur samt ekkert á. Eftir að hafa verið á Íslandi finnst mér líklegt að ég komi hingað oft aftur. Ég hef orðið ástfangin af Íslandi.“ Ingimar á Hólaborg segir útlendinga undantekningalaust mjög hrifna af íslenskum hestum. „Já já, eru ótrúlega mikið með hross á Íslandi sem þau halda á Íslandi og rækta á Íslandi. Miklu meira en kannski margir halda. Skapa atvinnu í kringum þetta og hafa mjög gaman af því að geta verið á íslandi með ræktun og komist í úrvalið hjá okkur í staðinn fyrir að rækta heima,“ segir Ingimar.
Hestar Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira