Demetrious Johnson með sögulegan sigur Pétur Marinó Jónsson skrifar 8. október 2017 06:09 Demetrious Johnson klárar Ray Borg í 5. lotu. Vísir/Getty UFC 216 fór fram í nótt í Las Vegas. Demetrious Johnson átti enn eina frábæru frammistöðuna og Tony Ferguson nældi sér í belti. Tony Ferguson mætti Kevin Lee í aðalbardaga kvöldsins á UFC 216 í nótt. Barist var upp á bráðabirgðarbelti UFC í léttvigtinni. Conor McGregor er ríkjandi léttvigtarmeistari UFC en þar sem hann er fjarri góðu gamni bjó UFC til svo kallaðan bráðabirgðartitil. Bardaginn byrjaði fjörlega og átti Kevin Lee frábæra fyrstu lotu. Það fjaraði síðan undan hjá honum og tók Tony Ferguson yfir bardagann þegar leið á. Kevin Lee, sem þekktur er fyrir góðar fellur, tók Ferguson niður í 3. lotu. Ferguson ógnaði vel af bakinu og náði Lee „triangle“ hengingu þegar tæp mínúta var eftir af 3. lotunni. Lee neyddist til þess að gefast upp og fagnaði Ferguson vel og innilega. Frábær sigur hjá Ferguson sem skoraði á léttvigtarmeistarann Conor McGregor að mæta sér eða láta beltið sitt af hendi. Kevin Lee var afar svekktur að leikslokum og sagði hann að niðurskurðurinn fyrir bardagann hefði verið erfiður. Hann hrósaði þó Ferguson í hástert eftir bardagann en mun hugsanlega fara upp í veltivigt í náinni framtíð. Þess má geta að Kevin Lee vigtaði sig inn 70 kg á föstudegi en var 84 kg í bardaganum í nótt að eigin sögn. Demetrious Johnson átti enn eina mögnuðu frammistöðuna þegar hann sigraði Ray Borg í næstsíðasta bardaga kvöldsins. Johnson stjórnaði bardaganum frá upphafi til enda og náði Borg í eitt glæsilegasta uppgjafartak ársins í 5. lotu. Johnson lyfti Borg hátt til lofts og fleygði honum niður en á leiðinni niður nældi hann í höndina og kláraði með armlás. Þetta var sögulegur sigur Demetrious Johnson enda hans 11. titilvörn í UFC en það er met í bardagasamtökunum. Fluguvigtarmeistarinn hefur nú klárað sjö af ellefu titilbardögum sínum og er einfaldlega besti bardagamaður heims í dag. UFC 216 var ansi skemmtilegt kvöld en öll önnur úrslit má sjá á vef MMA Frétta hér. MMA Tengdar fréttir Kevin Lee og Tony Ferguson berjast um lottómiðann stóra Á meðan Conor McGregor er fjarri góðu gamni þarf lífið að halda áfram í léttvigtinni. Í kvöld verður barist um bráðabirgðartitilinn í léttvigtinni og mun Conor McGregor fylgjast grannt með. 7. október 2017 07:00 Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Fótbolti Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Sport Fleiri fréttir Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili Í beinni: FH - Stjarnan | FH þarf stig til að sleppa úr fallsætinu Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Ellefu reiðhjólum stolið frá Cofidis liðinu 47 ára boxhetja snýr aftur í hnefaleikahringinn Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ KR semur við ungan bandarískan framherja Sveindísi var enginn greiði gerður Aron ráðinn til FH Ísold vann veðmálið örugglega og sendi Aron út í sjó Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Þrettán ára Íslendingur í Noregi stefnir á Formúlu 1 Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Dagskráin í dag: Besta sætið til að horfa á Bestu deildina Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Sjá meira
UFC 216 fór fram í nótt í Las Vegas. Demetrious Johnson átti enn eina frábæru frammistöðuna og Tony Ferguson nældi sér í belti. Tony Ferguson mætti Kevin Lee í aðalbardaga kvöldsins á UFC 216 í nótt. Barist var upp á bráðabirgðarbelti UFC í léttvigtinni. Conor McGregor er ríkjandi léttvigtarmeistari UFC en þar sem hann er fjarri góðu gamni bjó UFC til svo kallaðan bráðabirgðartitil. Bardaginn byrjaði fjörlega og átti Kevin Lee frábæra fyrstu lotu. Það fjaraði síðan undan hjá honum og tók Tony Ferguson yfir bardagann þegar leið á. Kevin Lee, sem þekktur er fyrir góðar fellur, tók Ferguson niður í 3. lotu. Ferguson ógnaði vel af bakinu og náði Lee „triangle“ hengingu þegar tæp mínúta var eftir af 3. lotunni. Lee neyddist til þess að gefast upp og fagnaði Ferguson vel og innilega. Frábær sigur hjá Ferguson sem skoraði á léttvigtarmeistarann Conor McGregor að mæta sér eða láta beltið sitt af hendi. Kevin Lee var afar svekktur að leikslokum og sagði hann að niðurskurðurinn fyrir bardagann hefði verið erfiður. Hann hrósaði þó Ferguson í hástert eftir bardagann en mun hugsanlega fara upp í veltivigt í náinni framtíð. Þess má geta að Kevin Lee vigtaði sig inn 70 kg á föstudegi en var 84 kg í bardaganum í nótt að eigin sögn. Demetrious Johnson átti enn eina mögnuðu frammistöðuna þegar hann sigraði Ray Borg í næstsíðasta bardaga kvöldsins. Johnson stjórnaði bardaganum frá upphafi til enda og náði Borg í eitt glæsilegasta uppgjafartak ársins í 5. lotu. Johnson lyfti Borg hátt til lofts og fleygði honum niður en á leiðinni niður nældi hann í höndina og kláraði með armlás. Þetta var sögulegur sigur Demetrious Johnson enda hans 11. titilvörn í UFC en það er met í bardagasamtökunum. Fluguvigtarmeistarinn hefur nú klárað sjö af ellefu titilbardögum sínum og er einfaldlega besti bardagamaður heims í dag. UFC 216 var ansi skemmtilegt kvöld en öll önnur úrslit má sjá á vef MMA Frétta hér.
MMA Tengdar fréttir Kevin Lee og Tony Ferguson berjast um lottómiðann stóra Á meðan Conor McGregor er fjarri góðu gamni þarf lífið að halda áfram í léttvigtinni. Í kvöld verður barist um bráðabirgðartitilinn í léttvigtinni og mun Conor McGregor fylgjast grannt með. 7. október 2017 07:00 Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Fótbolti Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Sport Fleiri fréttir Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili Í beinni: FH - Stjarnan | FH þarf stig til að sleppa úr fallsætinu Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Ellefu reiðhjólum stolið frá Cofidis liðinu 47 ára boxhetja snýr aftur í hnefaleikahringinn Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ KR semur við ungan bandarískan framherja Sveindísi var enginn greiði gerður Aron ráðinn til FH Ísold vann veðmálið örugglega og sendi Aron út í sjó Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Þrettán ára Íslendingur í Noregi stefnir á Formúlu 1 Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Dagskráin í dag: Besta sætið til að horfa á Bestu deildina Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Sjá meira
Kevin Lee og Tony Ferguson berjast um lottómiðann stóra Á meðan Conor McGregor er fjarri góðu gamni þarf lífið að halda áfram í léttvigtinni. Í kvöld verður barist um bráðabirgðartitilinn í léttvigtinni og mun Conor McGregor fylgjast grannt með. 7. október 2017 07:00