Konan á læknastofunni Lára G. Sigurðardóttir skrifar 9. október 2017 07:00 „Ég spái aldrei í því hvað ég er gömul“ svaraði hún létt á brún á læknastofunni þegar ég spurði hvernig hún færi að því að eldast svona vel. „Og mér lyndir vel við ungt fólk sem eldra og hugsa aldrei um aldursmun. Síðan er ég alltaf með nóg af verkefnum.“ Þegar við kvöddumst lagði hún hönd á öxl mína og bætti við: „Síðan fer ég í göngutúra, sund og hjóla.“ Það er eins og sumir séu sífellt að bæta lífi við árin meðan aðrir virðast aðallega bæta árum við lífið. Hvað gerir suma svona drífandi og kraftmikla? Ætli áhugi á lífinu láti mann gleyma aldrinum? Getur verið að árin iði af lífi þegar við setjum athygli á það sem við getum gert og leyfum okkur að vera ung í hjarta? Árið 1979 gerði dr. Ellen Langer, prófessor við sálfræðideild Harvard háskóla, rannsókn á 75 ára körlum. Ellen fékk þá til að ferðast með huganum tuttugu ár aftur í tímann með því að láta þá ganga um með gömul persónuskilríki, klæða sig og spjalla eins og árið væri 1959. Þeir sáu heiminn aftur með sínum 55 ára augum. Dr. Langer lék forvitni á að vita hvort hugsanir okkar gætu mótað hvernig líkaminn eldist. Í stuttu máli var niðurstaðan sú að mennirnir bættu sig á öllum sviðum – þeir urðu liðugri, sýndu betri líkamsstöðu og aukinn styrkleika í höndum, sjónin batnaði, greindin jókst og þeir stóðu sig betur á minnisprófum. Síðan litu þeir unglegri út. Vissulega bætir líkaminn við sig árum en manns stærsta hindrun er oft eigin hugur. Við getum valið um að vera sífellt að minnast á hversu gömul við séum orðin eða hugsað eins og áttræða konan á læknastofunni og látið aldurinn ekki flækjast fyrir okkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun
„Ég spái aldrei í því hvað ég er gömul“ svaraði hún létt á brún á læknastofunni þegar ég spurði hvernig hún færi að því að eldast svona vel. „Og mér lyndir vel við ungt fólk sem eldra og hugsa aldrei um aldursmun. Síðan er ég alltaf með nóg af verkefnum.“ Þegar við kvöddumst lagði hún hönd á öxl mína og bætti við: „Síðan fer ég í göngutúra, sund og hjóla.“ Það er eins og sumir séu sífellt að bæta lífi við árin meðan aðrir virðast aðallega bæta árum við lífið. Hvað gerir suma svona drífandi og kraftmikla? Ætli áhugi á lífinu láti mann gleyma aldrinum? Getur verið að árin iði af lífi þegar við setjum athygli á það sem við getum gert og leyfum okkur að vera ung í hjarta? Árið 1979 gerði dr. Ellen Langer, prófessor við sálfræðideild Harvard háskóla, rannsókn á 75 ára körlum. Ellen fékk þá til að ferðast með huganum tuttugu ár aftur í tímann með því að láta þá ganga um með gömul persónuskilríki, klæða sig og spjalla eins og árið væri 1959. Þeir sáu heiminn aftur með sínum 55 ára augum. Dr. Langer lék forvitni á að vita hvort hugsanir okkar gætu mótað hvernig líkaminn eldist. Í stuttu máli var niðurstaðan sú að mennirnir bættu sig á öllum sviðum – þeir urðu liðugri, sýndu betri líkamsstöðu og aukinn styrkleika í höndum, sjónin batnaði, greindin jókst og þeir stóðu sig betur á minnisprófum. Síðan litu þeir unglegri út. Vissulega bætir líkaminn við sig árum en manns stærsta hindrun er oft eigin hugur. Við getum valið um að vera sífellt að minnast á hversu gömul við séum orðin eða hugsað eins og áttræða konan á læknastofunni og látið aldurinn ekki flækjast fyrir okkur.
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun