Sjáðu fyrsta brotið úr Leitinni að upprunanum: Endurskipuleggur þættina vegna nýrra upplýsinga Kristjana Björg Guðbrandsdóttir og Stefán Árni Pálsson skrifa 9. október 2017 10:30 Leitin að upprunanum verður frumsýnd á Stöð 2 næsta sunnudagskvöld. Sigrún Ósk Kristjánsdóttir taldi sig vera að ljúka vinnu við nýja syrpu Leitarinnar að upprunanum sem verður tekin til sýninga næstkomandi sunnudagskvöld. Nýjar upplýsingar settu hins vegar allt á hliðina og Sigrún Ósk þurfti snarlega að endurskipuleggja vinnu fyrir þættina aðeins viku fyrir frumsýningu. „Eftir síðustu þáttaröð vorum við mjög meðvituð um að það getur allt gerst og við völdum ekki beint einföldustu málin,“ segir Sigrún Ósk sem segir vinnu við þættina geta verið mikla keyrslu. Sérstaklega á lokametrunum. „Enda getur rannsóknarvinnan tekið mjög langan tíma. Þegar henni lýkur tekur svo við að skipuleggja flókin ferðalög, tökur og svo þarf að klippa allt saman,“ segir Sigrún Ósk í spjalli við blaðamann. Það kemur svo í ljós í einum þáttanna hvers vegna það var sem hún þurfti að dvelja lengur erlendis en áætlað var. „Það sem maður kemur sér í. Ég fæ kannski að nýta tækifærið og þakka Icelandair sérstaklega fyrir einstakt langlundargeð. Það hefur þurft að gera ýmislegt með skömmum fyrirvara og þeir hafa aðstoðað okkur af fremsta megni við að láta allt ganga upp.“ Sigrún Ósk segir að í þáttaröðinni sé fjallað um svipuð mál og áður þó að hver saga sé auðvitað einstök. „Núna erum við reyndar líka með sögu af ungri konu sem er búin að leita að breskum föður sínum í 10 ár. Það eru sem sagt ekki allir ættleiddir til Íslands eins og var síðast. Saga hennar er lyginni líkust og er einmitt í fyrsta þætti,“ segir Sigrún Ósk og vísar í sögu Lindu Rutar Sigríðardóttur. „Talandi um það þá hugsa ég stundum í þessari þáttagerð að ég þurfi að fara að draga úr svo fólk haldi ekki að ég sé að ljúga! Sumt af því sem kemur upp á er hreinlega þannig að maður hefur varla hugmyndaflug í að skálda það.“ En ertu ekki andlega búin á því eftir svona þáttagerð? „Stutta svarið er: Jú!“ Hér að neðan má sjá fyrsta brotið úr annarri þáttaröð af Leitinni að upprunanum. Leitin að upprunanum Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið Fleiri fréttir „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Sjá meira
Sigrún Ósk Kristjánsdóttir taldi sig vera að ljúka vinnu við nýja syrpu Leitarinnar að upprunanum sem verður tekin til sýninga næstkomandi sunnudagskvöld. Nýjar upplýsingar settu hins vegar allt á hliðina og Sigrún Ósk þurfti snarlega að endurskipuleggja vinnu fyrir þættina aðeins viku fyrir frumsýningu. „Eftir síðustu þáttaröð vorum við mjög meðvituð um að það getur allt gerst og við völdum ekki beint einföldustu málin,“ segir Sigrún Ósk sem segir vinnu við þættina geta verið mikla keyrslu. Sérstaklega á lokametrunum. „Enda getur rannsóknarvinnan tekið mjög langan tíma. Þegar henni lýkur tekur svo við að skipuleggja flókin ferðalög, tökur og svo þarf að klippa allt saman,“ segir Sigrún Ósk í spjalli við blaðamann. Það kemur svo í ljós í einum þáttanna hvers vegna það var sem hún þurfti að dvelja lengur erlendis en áætlað var. „Það sem maður kemur sér í. Ég fæ kannski að nýta tækifærið og þakka Icelandair sérstaklega fyrir einstakt langlundargeð. Það hefur þurft að gera ýmislegt með skömmum fyrirvara og þeir hafa aðstoðað okkur af fremsta megni við að láta allt ganga upp.“ Sigrún Ósk segir að í þáttaröðinni sé fjallað um svipuð mál og áður þó að hver saga sé auðvitað einstök. „Núna erum við reyndar líka með sögu af ungri konu sem er búin að leita að breskum föður sínum í 10 ár. Það eru sem sagt ekki allir ættleiddir til Íslands eins og var síðast. Saga hennar er lyginni líkust og er einmitt í fyrsta þætti,“ segir Sigrún Ósk og vísar í sögu Lindu Rutar Sigríðardóttur. „Talandi um það þá hugsa ég stundum í þessari þáttagerð að ég þurfi að fara að draga úr svo fólk haldi ekki að ég sé að ljúga! Sumt af því sem kemur upp á er hreinlega þannig að maður hefur varla hugmyndaflug í að skálda það.“ En ertu ekki andlega búin á því eftir svona þáttagerð? „Stutta svarið er: Jú!“ Hér að neðan má sjá fyrsta brotið úr annarri þáttaröð af Leitinni að upprunanum.
Leitin að upprunanum Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið Fleiri fréttir „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Sjá meira
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning