Costco hefur engar áætlanir um að fara inn á tryggingamarkaðinn á Íslandi Birgir Olgeirsson skrifar 9. október 2017 12:30 Vöruhús Costco í Garðabæ. Vísir/Ernir Bandaríska verslanakeðjan Costco hefur ekki í hyggju að fara inn á tryggingamarkaðinn á Íslandi. Þetta segir Sue Knowles, markaðsstjóri Costco í Bretlandi, í svari við fyrirspurn Vísis. Costco selur tryggingar í þremur löndum, Bandaríkjunum, Kanada og Bretlandi, en í þeim löndum býður fyrirtækið viðskiptavinum sínum upp á að kaupa bíltryggingu, heimilistryggingu, tanntryggingu, sjúkratryggingu og fyrirtækjatryggingu. „Við höfum engar áætlanir á þessum tímapunkti að bjóða meðlimum upp á tryggingar,“ segir Sue Knowles í svari til Vísis og segir jafnframt að umræður um slíkt hafi ekki farið fram innan fyrirtækisins. Samkeppniseftirlitið lýsti því yfir á fundi efnahags- og viðskiptanefndar í mars í fyrra að tryggingamarkaðurinn hér á landi væri fákeppnismarkaður.Í kjölfarið fór fram mikil umræða á Alþingi um tryggingamarkaðinn sem Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna hóf. Þar benti hann á að þrjú stór tryggingafélög hér á landi, VÍS, Sjóvá og TM, áformuðu að greiða arð upp á 9,6 milljarða króna. Bjarni Benediktsson, þáverandi fjármálaráðherra, sagði við það tilefni að íslenskur almenningur hefði ekki þolinmæði fyrir því að svo ríflegar arðgreiðslur færu fram á sama tíma og iðgjöldin fyrir lögboðnar tryggingar væru hækkaðar. Frosti Sigurjónsson, þáverandi þingmaður Framsóknarflokksins, sagði í umræðu á Alþingi að samkeppniseftirlitið hefði greint frá því á fundi efnahags- og viðskiptanefndar að vert væri að skoða hvort eðlilegt sé að góð afkoma af sjóðum tryggingafélaganna ætti einnig að renna til viðskiptavina í einhverjum mæli. Talaði Frosti fyrir því að endurvekja samvinnutryggingafélög og gagnkvæm tryggingafélög sem væru rekin með því sjónarmiði að afgangur af rekstri þeirra rynni til viðskiptavinanna. Costco Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Sjá meira
Bandaríska verslanakeðjan Costco hefur ekki í hyggju að fara inn á tryggingamarkaðinn á Íslandi. Þetta segir Sue Knowles, markaðsstjóri Costco í Bretlandi, í svari við fyrirspurn Vísis. Costco selur tryggingar í þremur löndum, Bandaríkjunum, Kanada og Bretlandi, en í þeim löndum býður fyrirtækið viðskiptavinum sínum upp á að kaupa bíltryggingu, heimilistryggingu, tanntryggingu, sjúkratryggingu og fyrirtækjatryggingu. „Við höfum engar áætlanir á þessum tímapunkti að bjóða meðlimum upp á tryggingar,“ segir Sue Knowles í svari til Vísis og segir jafnframt að umræður um slíkt hafi ekki farið fram innan fyrirtækisins. Samkeppniseftirlitið lýsti því yfir á fundi efnahags- og viðskiptanefndar í mars í fyrra að tryggingamarkaðurinn hér á landi væri fákeppnismarkaður.Í kjölfarið fór fram mikil umræða á Alþingi um tryggingamarkaðinn sem Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna hóf. Þar benti hann á að þrjú stór tryggingafélög hér á landi, VÍS, Sjóvá og TM, áformuðu að greiða arð upp á 9,6 milljarða króna. Bjarni Benediktsson, þáverandi fjármálaráðherra, sagði við það tilefni að íslenskur almenningur hefði ekki þolinmæði fyrir því að svo ríflegar arðgreiðslur færu fram á sama tíma og iðgjöldin fyrir lögboðnar tryggingar væru hækkaðar. Frosti Sigurjónsson, þáverandi þingmaður Framsóknarflokksins, sagði í umræðu á Alþingi að samkeppniseftirlitið hefði greint frá því á fundi efnahags- og viðskiptanefndar að vert væri að skoða hvort eðlilegt sé að góð afkoma af sjóðum tryggingafélaganna ætti einnig að renna til viðskiptavina í einhverjum mæli. Talaði Frosti fyrir því að endurvekja samvinnutryggingafélög og gagnkvæm tryggingafélög sem væru rekin með því sjónarmiði að afgangur af rekstri þeirra rynni til viðskiptavinanna.
Costco Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Sjá meira