Kristinn Ólafsson, viðskiptafræðingur og starfandi framkvæmdarstjóri Grænna skáta, hefur verið ráðinn sem framkvæmdastjóri Bandalags íslenskra skáta.
Í tilkynningu frá segir að Kristinn hafi meðal annars starfað sem framkvæmdastjóri hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg, framkvæmdastjóri hjá augnlæknastöðinni Sjónlagi og sem verkefnastjóri hjá Capacent Gallup.
„Hann starfaði sem skáti með Skátafélaginu Ægisbúum hér á árum áður og hefur verið virkur í Hjálparsveit skáta í Reykjavík í 37 ár. Á árunum 2014-2016 var Kristinn gjaldkeri í stjórn BÍS.
Stjórn BÍS þakkar Hermanni Sigurðssyni fráfarandi framkvæmdastjóra BÍS fyrir hans góðu störf. Hann hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna (LSS) og óskum við honum velfarnaðar í starfi.
Skátarnir bjóða Kristinn innilega velkominn til aukinna starfa fyrir skátana á Íslandi og hlakka til að vinna saman að eflingu skátastarfs á Íslandi,“ segir í tilkynningunni.
Kristinn nýr framkvæmdastjóri Skátanna
Atli Ísleifsson skrifar

Mest lesið

Rukka í „rennuna“ á flugvellinum
Neytendur

Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman
Viðskipti innlent

Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu
Viðskipti innlent

„Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“
Viðskipti innlent


Forstjóri ÁTVR lætur af störfum
Viðskipti innlent

Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár
Viðskipti innlent

Norskir komast í Víking gylltan
Neytendur

Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni
Viðskipti innlent

Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta
Viðskipti innlent