Víkur úr fyrsta sæti fyrir Sigríði Andersen Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 30. september 2017 18:55 Brynjar Níelsson segir alrangt að sjálfstæðismenn treysti ekki konum. Vísir/Vilhelm Fulltrúaráð Sjálfstæðisflokksins kynnti lista flokksins í Valhöll klukkan fimm í dag. Listarnir voru lagðir fram óbreyttir frá því á síðasta ári, fyrir utan að Brynjar Níelsson var færður upp í fyrsta sæti í Reykjavík suður þar sem Ólöf Norðdal, sem leiddi listann í fyrra, er látin. Eftir að fulltrúaráðið hafði kynnt listana bað Brynjar Níelsson um orðið og lagði fram breytingartillögu. „Hún var sú að ég myndi skipta um sæti við Sigríði Andersen, dómsmálaráðherra. Hún myndi taka oddvitasætið og ég myndi taka annað sætið,“ segir Brynjar en tillaga hans virtist koma öðrum flokksmönnum verulega á óvart en var síðan fagnað ákaft. Fundurinn var að vísu lokaður en fréttamaður heyrði lófatakið fram á gang. En af hverju viltu skipta á sætum? „Það er stundum sagt að við sjálfstæðismenn treystum ekki konum. Sem er náttúrulega alrangt. Við eigum fullt af frambærilegum konum og kannski vegna þess að þetta fór nú svo að oddvitinn, sem var kona, lést þá eftir vandlega íhugað mál þá taldi ég rétt að kona leiddi listann, því hún er svo öflug kona.“ Tillaga Brynjars var samþykkt og mun því Sigríður Andersen skipa fyrsta sætið í Reykjavík suður, Brynjar verður í öðru sæti og Hildur Sverrisdóttir í þriðja sæti. Í Reykjavík norður mun Guðlaugur Þór Þórðarson leiða listann, í öðru sæti er Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og því þriðja Birgir Ármannsson. Farið var yfir kosningabaráttu stjórnmálaflokkanna í fréttum Stöðvar 2 sem virðist hafa byrjað af fullum krafti í dag með tilkynningum um frambjóðendur og spjalli við kjósendur. Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Kom ekki á teppið Innlent Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Erlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Fleiri fréttir Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Pallborðið: Síðasta einvígið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Sjá meira
Fulltrúaráð Sjálfstæðisflokksins kynnti lista flokksins í Valhöll klukkan fimm í dag. Listarnir voru lagðir fram óbreyttir frá því á síðasta ári, fyrir utan að Brynjar Níelsson var færður upp í fyrsta sæti í Reykjavík suður þar sem Ólöf Norðdal, sem leiddi listann í fyrra, er látin. Eftir að fulltrúaráðið hafði kynnt listana bað Brynjar Níelsson um orðið og lagði fram breytingartillögu. „Hún var sú að ég myndi skipta um sæti við Sigríði Andersen, dómsmálaráðherra. Hún myndi taka oddvitasætið og ég myndi taka annað sætið,“ segir Brynjar en tillaga hans virtist koma öðrum flokksmönnum verulega á óvart en var síðan fagnað ákaft. Fundurinn var að vísu lokaður en fréttamaður heyrði lófatakið fram á gang. En af hverju viltu skipta á sætum? „Það er stundum sagt að við sjálfstæðismenn treystum ekki konum. Sem er náttúrulega alrangt. Við eigum fullt af frambærilegum konum og kannski vegna þess að þetta fór nú svo að oddvitinn, sem var kona, lést þá eftir vandlega íhugað mál þá taldi ég rétt að kona leiddi listann, því hún er svo öflug kona.“ Tillaga Brynjars var samþykkt og mun því Sigríður Andersen skipa fyrsta sætið í Reykjavík suður, Brynjar verður í öðru sæti og Hildur Sverrisdóttir í þriðja sæti. Í Reykjavík norður mun Guðlaugur Þór Þórðarson leiða listann, í öðru sæti er Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og því þriðja Birgir Ármannsson. Farið var yfir kosningabaráttu stjórnmálaflokkanna í fréttum Stöðvar 2 sem virðist hafa byrjað af fullum krafti í dag með tilkynningum um frambjóðendur og spjalli við kjósendur.
Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Kom ekki á teppið Innlent Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Erlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Fleiri fréttir Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Pallborðið: Síðasta einvígið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Sjá meira