Núna er ég helmingi betri Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. september 2017 06:00 Bjarki Þór Pálsson. mynd/baldur kristjánsson Hinn 7. október næstkomandi mætir Bjarki Þór Pálsson hinum breska Quamer „Machida“ Hussein í fjórða bardaga sínum sem atvinnumaður í MMA. Hussein hefur unnið sex bardaga sem atvinnumaður og tapað tveimur. Bardagi þeirra Bjarka verður aðalbardagi FightStar Championship 12 sem fer fram í London. Að minnsta kosti þrír aðrir Íslendingar keppa á bardagakvöldinu en ef allt gengur eftir verða þeir sjö. Bjarki átti góðu gengi að fagna sem áhugamaður þar sem hann vann 11 af 12 bardögum sínum. Undanfarin tvö ár hefur Bjarki keppt sem atvinnumaður og unnið alla þrjá bardaga sína sem slíkur. Tveir þeir síðustu, sem voru gegn Bretanum Alan Proctor, voru báðir í veltivigt. Bjarki hefur hins vegar ákveðið að færa sig aftur niður í léttvigt.Sniðugt að fara aftur niður „Ég fór upp um flokk í síðustu tveimur bardögum. Ég er 77 kg ef ég er í góðu formi. Mér fannst sniðugt að fara aftur niður og sjá hvað ég get gert þar,“ sagði Bjarki í samtali við íþróttadeild. Hann barðist síðast í lok apríl og segist hafa bætt sig mikið síðan þá. „Ég keppti ekki í sumar en hélt áfram að bæta mig og æfa. Núna er ég helmingi betri,“ sagði Bjarki. Eins og áður sagði er Bjarki ósigraður sem atvinnumaður. En hvað myndi sigur á Hussein gera fyrir hann? „Þá fara stóru samtökin að opna augun fyrir mér. Ég vona að það gerist. Annars ætla ég að taka bardaga strax aftur hjá þessum samtökum 9. desember. Við sjáum hvað gerist,“ sagði Bjarki. Fyrir um tveimur mánuðum sögðu Bjarki og fleiri íslenskir bardagamenn skilið við Mjölni en þeir hyggjast stofna nýtt bardagafélag í Reykjavík á næstunni.Draumur að rætast „Okkur langar að gera okkar eigið. Mig hefur alltaf dreymt um að opna minn eigin æfingasal og við ætlum að kýla á það. Það verður bara meiri gróska í MMA á Íslandi,“ sagði Bjarki sem segir að viðskilnaðurinn við Mjölni hafi verið í góðu. MMA Mest lesið Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Handbolti Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Handbolti Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Enski boltinn Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Allt það besta og versta úr NFL-deildinni Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn Arnar ekki áfram með Fylki Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Sjá meira
Hinn 7. október næstkomandi mætir Bjarki Þór Pálsson hinum breska Quamer „Machida“ Hussein í fjórða bardaga sínum sem atvinnumaður í MMA. Hussein hefur unnið sex bardaga sem atvinnumaður og tapað tveimur. Bardagi þeirra Bjarka verður aðalbardagi FightStar Championship 12 sem fer fram í London. Að minnsta kosti þrír aðrir Íslendingar keppa á bardagakvöldinu en ef allt gengur eftir verða þeir sjö. Bjarki átti góðu gengi að fagna sem áhugamaður þar sem hann vann 11 af 12 bardögum sínum. Undanfarin tvö ár hefur Bjarki keppt sem atvinnumaður og unnið alla þrjá bardaga sína sem slíkur. Tveir þeir síðustu, sem voru gegn Bretanum Alan Proctor, voru báðir í veltivigt. Bjarki hefur hins vegar ákveðið að færa sig aftur niður í léttvigt.Sniðugt að fara aftur niður „Ég fór upp um flokk í síðustu tveimur bardögum. Ég er 77 kg ef ég er í góðu formi. Mér fannst sniðugt að fara aftur niður og sjá hvað ég get gert þar,“ sagði Bjarki í samtali við íþróttadeild. Hann barðist síðast í lok apríl og segist hafa bætt sig mikið síðan þá. „Ég keppti ekki í sumar en hélt áfram að bæta mig og æfa. Núna er ég helmingi betri,“ sagði Bjarki. Eins og áður sagði er Bjarki ósigraður sem atvinnumaður. En hvað myndi sigur á Hussein gera fyrir hann? „Þá fara stóru samtökin að opna augun fyrir mér. Ég vona að það gerist. Annars ætla ég að taka bardaga strax aftur hjá þessum samtökum 9. desember. Við sjáum hvað gerist,“ sagði Bjarki. Fyrir um tveimur mánuðum sögðu Bjarki og fleiri íslenskir bardagamenn skilið við Mjölni en þeir hyggjast stofna nýtt bardagafélag í Reykjavík á næstunni.Draumur að rætast „Okkur langar að gera okkar eigið. Mig hefur alltaf dreymt um að opna minn eigin æfingasal og við ætlum að kýla á það. Það verður bara meiri gróska í MMA á Íslandi,“ sagði Bjarki sem segir að viðskilnaðurinn við Mjölni hafi verið í góðu.
MMA Mest lesið Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Handbolti Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Handbolti Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Enski boltinn Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Allt það besta og versta úr NFL-deildinni Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn Arnar ekki áfram með Fylki Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Sjá meira