Lagerbäck segir engan vera betri en hefur samt aldrei valið hann í landsliðið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. september 2017 22:30 Martin Ödegaard hefur bara spilað með 21 árs landsliðinu að undanförnu. Vísir/Getty Lars Lagerbäck, þjálfari norska landsliðsins í knattspyrnu, hefur hrósað norska undrabarninu Martin Ödegaard sem hefur verið að spila vel með hollenska liðinu Heerenveen í upphafi tímabilsins. Lagerbäck hefur stýrt norska landsliðinu í fimm leikjum en hann hefur þó enn ekki valið Ödegaard í landsliðshópinn sinn. Martin Ödegaard er fæddur í desember 1998 en hann var orðinn leikmaður spænska stórliðsins Real Madrid aðeins sextán ára gamall. Ödegaard tókst hinsvegar að stand undir öllum væntingunum og var lánaður frá Real Madrid til Heerenveen í janúar síðastliðnum. Ödegaard er þegar búinn að spila níu A-landsleiki fyrir Noreg en hann hefur aldrei verið valinn eftir að Lars Lagerbäck tók við. Lagerbäck fylgist samt vel með honum en ætlar að fara farlega með efnilegast knattspyrnumanna Norðmanna. „Þegar kemur að tækninni þá er enginn leikmaður með norskt vegabréf betri en hann í dag. Hann hefur möguleika til að ná mjög langt,“ sagði Lars Lagerbäck í viðtali við norska sjónvarpið. Martin Ödegaard hefur spilað fimm leiki með Heerenveen í upphafi tímabilsins en liðið hefur unnið þrjá síðustu leiki og er enn taplaust á leiktíðinni. „Það er sem er best í stöðunni er að hann er að spila alla leiki frá upphafi til enda. Það er það mikilvægasta í dag fyrir svona ungan leikmann,“ sagði Lars Lagerbäck. „Hann er mjög hæfileikaríkur og það er mjög jákvætt að hann sé að spila. Það er síðan bara undir honum sjálfum komið hversu langt hann nær,“ sagði Lagerbäck. Ödegaard var yngsti landsliðsmaður Norðmanna frá upphafi þegar hann lék sinn fyrsta landsleik 15 ára og 253 daga gamall. Margir eru á því að Norðmenn hafi tekið hann alltof fljótt inn í landsliðið. Framundan eru landsleikir við Aserbaídsjan og Þýskalands sem eru síðustu leikir Norðmanna í undankeppni HM en norska liðið á ekki lengur möguleika að komast upp úr riðlinum. „Það verða engar stórar breytingar á hópnum en það er alltaf einhver hreyfing á 23 manna hópnum. Hvaða breytingar eða hve margar gef ég ekki upp á þessum tímapunkti,“ sagði Lars Lagerbäck.Lars Lagerbäck þjálfari norska landsliðsins.Vísir/Getty Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sport Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Fleiri fréttir Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Sjá meira
Lars Lagerbäck, þjálfari norska landsliðsins í knattspyrnu, hefur hrósað norska undrabarninu Martin Ödegaard sem hefur verið að spila vel með hollenska liðinu Heerenveen í upphafi tímabilsins. Lagerbäck hefur stýrt norska landsliðinu í fimm leikjum en hann hefur þó enn ekki valið Ödegaard í landsliðshópinn sinn. Martin Ödegaard er fæddur í desember 1998 en hann var orðinn leikmaður spænska stórliðsins Real Madrid aðeins sextán ára gamall. Ödegaard tókst hinsvegar að stand undir öllum væntingunum og var lánaður frá Real Madrid til Heerenveen í janúar síðastliðnum. Ödegaard er þegar búinn að spila níu A-landsleiki fyrir Noreg en hann hefur aldrei verið valinn eftir að Lars Lagerbäck tók við. Lagerbäck fylgist samt vel með honum en ætlar að fara farlega með efnilegast knattspyrnumanna Norðmanna. „Þegar kemur að tækninni þá er enginn leikmaður með norskt vegabréf betri en hann í dag. Hann hefur möguleika til að ná mjög langt,“ sagði Lars Lagerbäck í viðtali við norska sjónvarpið. Martin Ödegaard hefur spilað fimm leiki með Heerenveen í upphafi tímabilsins en liðið hefur unnið þrjá síðustu leiki og er enn taplaust á leiktíðinni. „Það er sem er best í stöðunni er að hann er að spila alla leiki frá upphafi til enda. Það er það mikilvægasta í dag fyrir svona ungan leikmann,“ sagði Lars Lagerbäck. „Hann er mjög hæfileikaríkur og það er mjög jákvætt að hann sé að spila. Það er síðan bara undir honum sjálfum komið hversu langt hann nær,“ sagði Lagerbäck. Ödegaard var yngsti landsliðsmaður Norðmanna frá upphafi þegar hann lék sinn fyrsta landsleik 15 ára og 253 daga gamall. Margir eru á því að Norðmenn hafi tekið hann alltof fljótt inn í landsliðið. Framundan eru landsleikir við Aserbaídsjan og Þýskalands sem eru síðustu leikir Norðmanna í undankeppni HM en norska liðið á ekki lengur möguleika að komast upp úr riðlinum. „Það verða engar stórar breytingar á hópnum en það er alltaf einhver hreyfing á 23 manna hópnum. Hvaða breytingar eða hve margar gef ég ekki upp á þessum tímapunkti,“ sagði Lars Lagerbäck.Lars Lagerbäck þjálfari norska landsliðsins.Vísir/Getty
Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sport Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Fleiri fréttir Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Sjá meira