Umboðsmaður gæti tekið uppreist æru málið fyrir síðar Heimir Már Pétursson skrifar 21. september 2017 19:30 Umboðsmaður Alþingis sér ekki ástæðu til að fara í frumkvæðisathugun vegna uppreist æru málsins á meðan framkvæmdavaldið og Alþingi vinna að úrbótum í þeim efnum. Varaformaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar telur að nefndin verði að afgreiða málið með einhverjum hætti fyrir kosningar. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hélt áfram umræðum sínum um uppreist æru málin á fundi sínum í dag og fékk til sín Tryggva Gunnarsson umboðsmann Alþingis. Svandís Svavarsdóttir varaformaður nefndarinnar segir að nefndin verði að skila af sér einhvers konar áliti fyrir kosningar. „Það er alveg ljóst að við ráðum ekki að fara yfir alla þá lagabálka sem óflekkað mannorð kemur fyrir. Ekki á þessum tíma sem er til stefnu. En við verðum að búa um það þannig að það sé algerlega á hreinu að það sem út af stendur verði tekið til skoðunar og afgreiðslu strax að afloknum kosningum. Það er ekki annað hægt. En eitthvaf af þessu þessu verðum við að afgreiða fyrir kosningar. Það er alveg á hreinu,“ segir Svandís.Rétt að bíða eftir niðurstöðu vinnu stjórnvalda Tryggvi Gunnarsson átti um tveggja stunda fund með stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd en áður hafði nefndin fundað með dómsmálaráðherra á þriðjudag. Umboðsmaður getur hafið svo kallaða frumkvæðisrannsókn á málum telji hann ástæðu til vegna gruns um brot í stjórnsýslunni. „Ég kom hérna til fundar við stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd að beiðni nefndarinnar til þess að gera grein fyrir því hver væri afstaða mín til að taka þetta mál til athugunar af eigin frumkvæði. Ég gerði grein fyrir því að eftir athugun sem ég hef gert á því, miðað við það sem fyrir liggur, hafi ég ekki talið tilefni til þess,“ sagði umboðsmaður að loknum fundi. Tryggvi segist þó hafa skoðað þessi mál og hann hafi farið yfir þær reglur sem gildi um trúnað í þessum efnum með nefndinni. Stjórnvöld hafi hins vegar brugðist við þessum málum. „Hér erum við annars vegar að glíma við að það hefur verið ákveðin framkvæmd á efnislegum âkvæðum þessara reglna og líka að því er virðist varðandi meðferð málsins. Ég greini ekki annað en að það sé fullur vilji, ekki bara hjá ráðherra heldur líka þingi og þjóð, til að þetta verði endurskoðað. Og þá hefur það alltaf verið mín afstaða, að á meðan framkvæmdavaldið vill endurskoða hlutina, færa þá til betri vegar; er rétt að bíða hvað kemur út úr þeirri vinnu. Þegar sú niðurstaða liggur fyrir kann að vera tilefni til að taka mál fyrir að nýju. En framkvæmdavaldið er einfaldlega þannig að þar eru sérfræðingarnir til að vinna úr þessu. Taka við ábendingum bæði frá þingis og þjóðar og að mínum dómi er rétt að bíða,“ segir Tryggvi Gunnarsson. Uppreist æru Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Hiti að nítján stigum í dag en yfir tuttugu á morgun Veður Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Innlent Fleiri fréttir Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Sjá meira
Umboðsmaður Alþingis sér ekki ástæðu til að fara í frumkvæðisathugun vegna uppreist æru málsins á meðan framkvæmdavaldið og Alþingi vinna að úrbótum í þeim efnum. Varaformaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar telur að nefndin verði að afgreiða málið með einhverjum hætti fyrir kosningar. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hélt áfram umræðum sínum um uppreist æru málin á fundi sínum í dag og fékk til sín Tryggva Gunnarsson umboðsmann Alþingis. Svandís Svavarsdóttir varaformaður nefndarinnar segir að nefndin verði að skila af sér einhvers konar áliti fyrir kosningar. „Það er alveg ljóst að við ráðum ekki að fara yfir alla þá lagabálka sem óflekkað mannorð kemur fyrir. Ekki á þessum tíma sem er til stefnu. En við verðum að búa um það þannig að það sé algerlega á hreinu að það sem út af stendur verði tekið til skoðunar og afgreiðslu strax að afloknum kosningum. Það er ekki annað hægt. En eitthvaf af þessu þessu verðum við að afgreiða fyrir kosningar. Það er alveg á hreinu,“ segir Svandís.Rétt að bíða eftir niðurstöðu vinnu stjórnvalda Tryggvi Gunnarsson átti um tveggja stunda fund með stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd en áður hafði nefndin fundað með dómsmálaráðherra á þriðjudag. Umboðsmaður getur hafið svo kallaða frumkvæðisrannsókn á málum telji hann ástæðu til vegna gruns um brot í stjórnsýslunni. „Ég kom hérna til fundar við stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd að beiðni nefndarinnar til þess að gera grein fyrir því hver væri afstaða mín til að taka þetta mál til athugunar af eigin frumkvæði. Ég gerði grein fyrir því að eftir athugun sem ég hef gert á því, miðað við það sem fyrir liggur, hafi ég ekki talið tilefni til þess,“ sagði umboðsmaður að loknum fundi. Tryggvi segist þó hafa skoðað þessi mál og hann hafi farið yfir þær reglur sem gildi um trúnað í þessum efnum með nefndinni. Stjórnvöld hafi hins vegar brugðist við þessum málum. „Hér erum við annars vegar að glíma við að það hefur verið ákveðin framkvæmd á efnislegum âkvæðum þessara reglna og líka að því er virðist varðandi meðferð málsins. Ég greini ekki annað en að það sé fullur vilji, ekki bara hjá ráðherra heldur líka þingi og þjóð, til að þetta verði endurskoðað. Og þá hefur það alltaf verið mín afstaða, að á meðan framkvæmdavaldið vill endurskoða hlutina, færa þá til betri vegar; er rétt að bíða hvað kemur út úr þeirri vinnu. Þegar sú niðurstaða liggur fyrir kann að vera tilefni til að taka mál fyrir að nýju. En framkvæmdavaldið er einfaldlega þannig að þar eru sérfræðingarnir til að vinna úr þessu. Taka við ábendingum bæði frá þingis og þjóðar og að mínum dómi er rétt að bíða,“ segir Tryggvi Gunnarsson.
Uppreist æru Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Hiti að nítján stigum í dag en yfir tuttugu á morgun Veður Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Innlent Fleiri fréttir Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Sjá meira