Handbolti

Enn eitt tapið hjá Kiel

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Gleðin lekur ekki af Alfreð Gíslasyni þessa dagana. Skiljanlega.
Gleðin lekur ekki af Alfreð Gíslasyni þessa dagana. Skiljanlega. vísir/getty
Lið Alfreðs Gíslasonar, Kiel, fer hörmulega af stað í þýska handboltanum í vetur en liðið steinlá, 30-22, gegn Wetzlar í kvöld.

Kiel er búið að vinna þrjá leiki í deildinni og tapa þremur nú þegar. Það er mjög óvanaleg staða hjá þessu handboltastórveldi og Alfreð líklega hoppandi reiður yfir þessu gengi.

Füchse Berlin er enn ósigrað eftir fjóra leiki en liðið skelli Stuttgart, 26-24, í kvöld.

Lið Aðalsteins Reynis Eyjólfssonar, Hüttenberg, gerði jafntefli við Erlangen, 26-26, og er því komið með tvö stig í deildinni.

Í danska handboltanum skoraði Vignir Svavarsson tvö mörk fyrir Team Tvis Holstebro er það lagði Midtjylland, 29-26.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×