Breytingar á lögum um uppreist æru kynntar á morgun Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 21. september 2017 19:24 Sigríður Anderson dómsmálaráðherra svaraði spurningum á opnum fundi stjórnskipunar og eftirlitsnefndar Alþingis á þriðjudag. Vísir/Anton Brink Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra mun á morgun kynna frumvarp um breytingu á lögum um uppreist æru fyrir formönnum þeirra flokka sem sæti eiga á Alþingi. Hún segist bjartsýn á að samstaða náist á þingi um málið þrátt fyrir að illa hafi gengið að ákveða hvaða mál eigi að afgreiða fyrir kosningar. „Þetta er í þeim anda sem ég hef kynnt varðandi mína sýn á þetta, hvernig hægt er að koma þessu fyrir með öðrum hætti,“ segir Sigríður í samtali við Vísi. Sigríður kynnti hugmyndir um breytingar á lögunum fyrst á opnum fundi sínum með allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis í lok ágúst. Nokkrar starfstéttir krefjast þess að menn séu með óflekkað mannorð til að hljóta starfsréttindi. Sem dæmi má nefna lögmenn og þingmenn. Því er ljóst að breyta þarf fjölmörgum lagabálkum sem kveða á um að menn þurfi að hafa óflekkað mannorð til að geta gegnt ýmsum störfum og embættum, fari það svo að heimildin til að veita uppreist æru verði alfarið afnumin eins og Sigríður hyggst leggja til. „Ég ætla að tala um að það sé í rauninni heppilegast að afnema alfarið heimildina til að veita uppreist æru en breyta um leið ákvæðum fjölmargra annarra laga er lúta að borgararéttindum. Þannig það sé gert skýrt í lögum með hvaða hætti menn öðlast aftur borgararéttindi. Það getur verið með mismunandi hætti á hverjum tíma. Þessi vinna hefur staðið yfir í ráðuneytinu og henni er ekki lokið. En ég mun á morgun leggja fram frumvarp sem er að mínu mati mikilvægt skref í þessa átt.“Bjartsýn á samstöðu í málinu Unnur Brá Konráðsdóttir, forseti Alþingis, hefur í vikunni fundað með formönnum þeirra flokka sem eiga sæti á Alþingi með það markmið að ákveða hvaða mál skuli tekin fyrir á Alþingi áður en gengið verður til kosninga þann 28. október. Aðspurð segist Sigríður bjartsýn á að menn komi sér saman um að afgreiða mál er varða uppreist æru. „Ég hef ekki heyrt annað en að það sé mikil og góð samsatða um það að það þurfi að breyta lögum og ákvæðum er varða uppreist æru. Þótt að ég hafi ekki, þrátt fyrir að hafa kallað nokkuð eftir því við þingmenn, að menn komi með sýnar hugmyndir þá hef ég ekki heyrt neinar tillögur en ég hef heldur ekki heyrt annað en ánægju með þá sýn sem ég hef kynnt,“ segir Sigríður. „Þannig að ég á ekki von á öðru en það gæti náðst samstarfa um þetta skref nú fyrir kosningar. Ef menn á annað borð ætla að kalla saman þingfund. Sem er ekki sjálfgefið en ef menn ætla að gera það þá held ég að þetta sé það mál sem helst væri hægt að ná samstöðu um og ég tel að það væri ánægjulegt ef að þingið næði samstöðu um það.“ Uppreist æru Tengdar fréttir Segir niðurstöðu umboðsmanns Alþingis í samræmi við það sem hún hefur haldið fram „Þetta kemur ekki á óvart,“ segir dómsmálaráðherra. 21. september 2017 15:56 Umboðsmaður telur ekki þörf á að rannsaka embættisfærslur Sigríðar og Bjarna Þetta kom fram á lokuðum fundi stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar í dag þar sem Tryggvi mætti og ræddi reglur og framkvæmd við uppreist æru. 21. september 2017 14:15 Svandís segir stjórnskipunarnefnd verða að afgreiða uppreist æru Varaformaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar segir nefndina verða að taka með einhverjum hætti á málefnum uppreistar æru fyrir kosningar og búa svo um hnútana að málið komi til meðferðar hjá Alþingi strax að loknum kosningum. 21. september 2017 13:45 Nauðsynlegt að endurskoða reglur um framlagningu skjala fyrir ríkisstjórn Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis telur að nauðsynlegt að taka til endurskoðunar reglur um framlagningu skjala og minnisblaða fyrir ríkisstjórn 21. september 2017 18:22 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Fleiri fréttir Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund Sjá meira
Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra mun á morgun kynna frumvarp um breytingu á lögum um uppreist æru fyrir formönnum þeirra flokka sem sæti eiga á Alþingi. Hún segist bjartsýn á að samstaða náist á þingi um málið þrátt fyrir að illa hafi gengið að ákveða hvaða mál eigi að afgreiða fyrir kosningar. „Þetta er í þeim anda sem ég hef kynnt varðandi mína sýn á þetta, hvernig hægt er að koma þessu fyrir með öðrum hætti,“ segir Sigríður í samtali við Vísi. Sigríður kynnti hugmyndir um breytingar á lögunum fyrst á opnum fundi sínum með allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis í lok ágúst. Nokkrar starfstéttir krefjast þess að menn séu með óflekkað mannorð til að hljóta starfsréttindi. Sem dæmi má nefna lögmenn og þingmenn. Því er ljóst að breyta þarf fjölmörgum lagabálkum sem kveða á um að menn þurfi að hafa óflekkað mannorð til að geta gegnt ýmsum störfum og embættum, fari það svo að heimildin til að veita uppreist æru verði alfarið afnumin eins og Sigríður hyggst leggja til. „Ég ætla að tala um að það sé í rauninni heppilegast að afnema alfarið heimildina til að veita uppreist æru en breyta um leið ákvæðum fjölmargra annarra laga er lúta að borgararéttindum. Þannig það sé gert skýrt í lögum með hvaða hætti menn öðlast aftur borgararéttindi. Það getur verið með mismunandi hætti á hverjum tíma. Þessi vinna hefur staðið yfir í ráðuneytinu og henni er ekki lokið. En ég mun á morgun leggja fram frumvarp sem er að mínu mati mikilvægt skref í þessa átt.“Bjartsýn á samstöðu í málinu Unnur Brá Konráðsdóttir, forseti Alþingis, hefur í vikunni fundað með formönnum þeirra flokka sem eiga sæti á Alþingi með það markmið að ákveða hvaða mál skuli tekin fyrir á Alþingi áður en gengið verður til kosninga þann 28. október. Aðspurð segist Sigríður bjartsýn á að menn komi sér saman um að afgreiða mál er varða uppreist æru. „Ég hef ekki heyrt annað en að það sé mikil og góð samsatða um það að það þurfi að breyta lögum og ákvæðum er varða uppreist æru. Þótt að ég hafi ekki, þrátt fyrir að hafa kallað nokkuð eftir því við þingmenn, að menn komi með sýnar hugmyndir þá hef ég ekki heyrt neinar tillögur en ég hef heldur ekki heyrt annað en ánægju með þá sýn sem ég hef kynnt,“ segir Sigríður. „Þannig að ég á ekki von á öðru en það gæti náðst samstarfa um þetta skref nú fyrir kosningar. Ef menn á annað borð ætla að kalla saman þingfund. Sem er ekki sjálfgefið en ef menn ætla að gera það þá held ég að þetta sé það mál sem helst væri hægt að ná samstöðu um og ég tel að það væri ánægjulegt ef að þingið næði samstöðu um það.“
Uppreist æru Tengdar fréttir Segir niðurstöðu umboðsmanns Alþingis í samræmi við það sem hún hefur haldið fram „Þetta kemur ekki á óvart,“ segir dómsmálaráðherra. 21. september 2017 15:56 Umboðsmaður telur ekki þörf á að rannsaka embættisfærslur Sigríðar og Bjarna Þetta kom fram á lokuðum fundi stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar í dag þar sem Tryggvi mætti og ræddi reglur og framkvæmd við uppreist æru. 21. september 2017 14:15 Svandís segir stjórnskipunarnefnd verða að afgreiða uppreist æru Varaformaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar segir nefndina verða að taka með einhverjum hætti á málefnum uppreistar æru fyrir kosningar og búa svo um hnútana að málið komi til meðferðar hjá Alþingi strax að loknum kosningum. 21. september 2017 13:45 Nauðsynlegt að endurskoða reglur um framlagningu skjala fyrir ríkisstjórn Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis telur að nauðsynlegt að taka til endurskoðunar reglur um framlagningu skjala og minnisblaða fyrir ríkisstjórn 21. september 2017 18:22 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Fleiri fréttir Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund Sjá meira
Segir niðurstöðu umboðsmanns Alþingis í samræmi við það sem hún hefur haldið fram „Þetta kemur ekki á óvart,“ segir dómsmálaráðherra. 21. september 2017 15:56
Umboðsmaður telur ekki þörf á að rannsaka embættisfærslur Sigríðar og Bjarna Þetta kom fram á lokuðum fundi stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar í dag þar sem Tryggvi mætti og ræddi reglur og framkvæmd við uppreist æru. 21. september 2017 14:15
Svandís segir stjórnskipunarnefnd verða að afgreiða uppreist æru Varaformaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar segir nefndina verða að taka með einhverjum hætti á málefnum uppreistar æru fyrir kosningar og búa svo um hnútana að málið komi til meðferðar hjá Alþingi strax að loknum kosningum. 21. september 2017 13:45
Nauðsynlegt að endurskoða reglur um framlagningu skjala fyrir ríkisstjórn Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis telur að nauðsynlegt að taka til endurskoðunar reglur um framlagningu skjala og minnisblaða fyrir ríkisstjórn 21. september 2017 18:22