Óvissa um meðferð skattamála ríkir enn eftir dóm Hæstaréttar Jóhann Óli Eiðsson skrifar 22. september 2017 06:00 Sjö dómarar dæmdu í málinu en slíkt er fátítt. vísir/eyþór Dómur manns sem sakfelldur var í Hæstarétti í gær fyrir meiriháttar brot gegn skattalögum verður líklega kærður til Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE). Héraðssaksóknari segir að unnið sé að því að tryggja að málsmeðferð hjá embættinu uppfylli skilyrði dómstólsins. Niðurstöðu málsins hafði verið beðið með nokkurri eftirvæntingu en sjö dómarar dæmdu í málinu. Slíkt er fátítt. Upphaflega stóð til að málið yrði flutt í byrjun árs en því slegið á frest þar til MDE kvæði upp dóm sinn í máli Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Tryggva Jónssonar gegn Íslandi. Í maí kvað MDE upp dóm sinn, meðferð ríkisins á máli Jóns Ásgeirs og Tryggva braut gegn ákvæðum Mannréttindasáttmála Evrópu um bann gegn því að refsa tvisvar fyrir sama brot. Atvik málsins í gær voru um margt sambærileg hinu fyrra máli. Var á því byggt í vörninni að vísa bæri málinu frá dómi þar sem maðurinn hefði sætt endanlegum úrskurði skattayfirvalda um álag á skattstofn vegna sömu brota og nú væri ákært fyrir. Því fælist í þessu tvöföld refsing fyrir sama brot. Í niðurstöðu sinni vísaði Hæstiréttur til þess að MDE hefði lagt til grundvallar að heimilt væri að reka tvö aðskilin mál, líkt og í þessu tilfelli, fyrir skattalagabrot að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Málin tvö þyrftu að vera samþættanleg í efni og tíma til að slíkt sé heimilt. Í dómnum eru ferli og efni málsins ítarlega rakin og komist að þeirri niðurstöðu að framkvæmd þess hafi uppfyllt viðmið MDE. „Ég á eftir að kafa ofan í dóminn og melta þær röksemdir sem tíndar eru til en fljótt á litið sýnist mér að þetta eigi fullt erindi til MDE,“ segir Ragnar H. Hall, verjandi í málinu. Hann vildi ekki tjá sig um niðurstöðuna að öðru leyti. Rekstur yfir hundrað mála hjá skattayfirvöldum og saksóknaraembættum beið niðurstöðu Hæstaréttar. Niðurstaðan er að mörgu leyti ekki afdráttarlaus og margt á því eftir að skýrast. „Það er annar hver maður hér innanhúss að lesa dóminn núna. Á næstunni eru fundir með Ríkissaksóknara um hver næstu skref verða. Það er ekki ljóst í augnablikinu hver áhrifin verða af þessu,“ segir Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari. „Það er hins vegar ekki svo að dómur MDE hafi engin áhrif þó dómur í þessu máli hafi verið staðfestur. Við ætlum að skoða verklagið og tryggja að það standist kröfur MDE.“ Dómsmál Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Fleiri fréttir Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Sjá meira
Dómur manns sem sakfelldur var í Hæstarétti í gær fyrir meiriháttar brot gegn skattalögum verður líklega kærður til Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE). Héraðssaksóknari segir að unnið sé að því að tryggja að málsmeðferð hjá embættinu uppfylli skilyrði dómstólsins. Niðurstöðu málsins hafði verið beðið með nokkurri eftirvæntingu en sjö dómarar dæmdu í málinu. Slíkt er fátítt. Upphaflega stóð til að málið yrði flutt í byrjun árs en því slegið á frest þar til MDE kvæði upp dóm sinn í máli Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Tryggva Jónssonar gegn Íslandi. Í maí kvað MDE upp dóm sinn, meðferð ríkisins á máli Jóns Ásgeirs og Tryggva braut gegn ákvæðum Mannréttindasáttmála Evrópu um bann gegn því að refsa tvisvar fyrir sama brot. Atvik málsins í gær voru um margt sambærileg hinu fyrra máli. Var á því byggt í vörninni að vísa bæri málinu frá dómi þar sem maðurinn hefði sætt endanlegum úrskurði skattayfirvalda um álag á skattstofn vegna sömu brota og nú væri ákært fyrir. Því fælist í þessu tvöföld refsing fyrir sama brot. Í niðurstöðu sinni vísaði Hæstiréttur til þess að MDE hefði lagt til grundvallar að heimilt væri að reka tvö aðskilin mál, líkt og í þessu tilfelli, fyrir skattalagabrot að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Málin tvö þyrftu að vera samþættanleg í efni og tíma til að slíkt sé heimilt. Í dómnum eru ferli og efni málsins ítarlega rakin og komist að þeirri niðurstöðu að framkvæmd þess hafi uppfyllt viðmið MDE. „Ég á eftir að kafa ofan í dóminn og melta þær röksemdir sem tíndar eru til en fljótt á litið sýnist mér að þetta eigi fullt erindi til MDE,“ segir Ragnar H. Hall, verjandi í málinu. Hann vildi ekki tjá sig um niðurstöðuna að öðru leyti. Rekstur yfir hundrað mála hjá skattayfirvöldum og saksóknaraembættum beið niðurstöðu Hæstaréttar. Niðurstaðan er að mörgu leyti ekki afdráttarlaus og margt á því eftir að skýrast. „Það er annar hver maður hér innanhúss að lesa dóminn núna. Á næstunni eru fundir með Ríkissaksóknara um hver næstu skref verða. Það er ekki ljóst í augnablikinu hver áhrifin verða af þessu,“ segir Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari. „Það er hins vegar ekki svo að dómur MDE hafi engin áhrif þó dómur í þessu máli hafi verið staðfestur. Við ætlum að skoða verklagið og tryggja að það standist kröfur MDE.“
Dómsmál Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Fleiri fréttir Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Sjá meira