Öld heimskunnar Þórarinn Þórarinsson skrifar 22. september 2017 06:00 Upplýsingaöldin var ferskt tímabil í sögu mannkyns, þegar þrúgandi trú á yfirnáttúruleg öfl og alls konar dellu vék fyrir skynsemi, rökhyggju og vísindalegum vinnubrögðum. Þekkingin varð að almannaeign og fólk fór blessunarlega að efast um allan andskotann. Það er af sem áður var og einhver óþolandi þversögn fólgin í því að á ofurupplýsingaöld, með takmarkalausum og auðveldum aðgangi að þekkingu og upplýsingum, skuli fáfræði, tær heimska, della og kjaftæði vaða uppi sem aldrei fyrr. Kannski á alvöru þekkingarleit bara ekki að vera svona auðveld? Darwin skoðaði ekki Galapagoseyjar á Google Earth áður en hann skrifaði Uppruna tegundanna og Freud horfði ekki á Psycho á Netflix áður en hann setti fram hugmyndir sínar um Ödipusarduldina. Þetta andskotans internet er vítisvél í höndum vitsuga með illt eitt í huga. Nú kokgleypir múgurinn falsfréttir, lygar, kjaftasögur og alls kyns óra eins og hann lét fóðra sig, kúga og blekkja með heilagri ritningu á miðöldum. Fávísir bjánar úti í bæ, almannatenglar, stjórnmálafólk, illa innrættir spunakarlar, pólitískur rétttrúnaðarskríll og alls kyns annað hyski mokar núna kúadellu, áróðri, lygum og kjaftasögum út á netið og stundar um leið gengisfellingu og afbökun orða og markvissa brenglun á merkingu hugtaka. Við erum stödd í miðri martröð Orwells. Í þessu andrúmi er ekki hægt að rökræða eða komast að vitrænni niðurstöðu um nokkurn skapaðan hlut, Lýðræðið sjálft er undir í þessum hráskinnaleik enda er það merkingarlaust í blekkingarheimi þar sem ekkert er sem sýnist. Er okkur yfirleitt óhætt að kjósa í lok október? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórarinn Þórarinsson Mest lesið $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Upplýsingaöldin var ferskt tímabil í sögu mannkyns, þegar þrúgandi trú á yfirnáttúruleg öfl og alls konar dellu vék fyrir skynsemi, rökhyggju og vísindalegum vinnubrögðum. Þekkingin varð að almannaeign og fólk fór blessunarlega að efast um allan andskotann. Það er af sem áður var og einhver óþolandi þversögn fólgin í því að á ofurupplýsingaöld, með takmarkalausum og auðveldum aðgangi að þekkingu og upplýsingum, skuli fáfræði, tær heimska, della og kjaftæði vaða uppi sem aldrei fyrr. Kannski á alvöru þekkingarleit bara ekki að vera svona auðveld? Darwin skoðaði ekki Galapagoseyjar á Google Earth áður en hann skrifaði Uppruna tegundanna og Freud horfði ekki á Psycho á Netflix áður en hann setti fram hugmyndir sínar um Ödipusarduldina. Þetta andskotans internet er vítisvél í höndum vitsuga með illt eitt í huga. Nú kokgleypir múgurinn falsfréttir, lygar, kjaftasögur og alls kyns óra eins og hann lét fóðra sig, kúga og blekkja með heilagri ritningu á miðöldum. Fávísir bjánar úti í bæ, almannatenglar, stjórnmálafólk, illa innrættir spunakarlar, pólitískur rétttrúnaðarskríll og alls kyns annað hyski mokar núna kúadellu, áróðri, lygum og kjaftasögum út á netið og stundar um leið gengisfellingu og afbökun orða og markvissa brenglun á merkingu hugtaka. Við erum stödd í miðri martröð Orwells. Í þessu andrúmi er ekki hægt að rökræða eða komast að vitrænni niðurstöðu um nokkurn skapaðan hlut, Lýðræðið sjálft er undir í þessum hráskinnaleik enda er það merkingarlaust í blekkingarheimi þar sem ekkert er sem sýnist. Er okkur yfirleitt óhætt að kjósa í lok október?
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun