Sigríður Andersen hellir sér yfir Bjarta framtíð og Viðreisn Jakob Bjarnar skrifar 21. september 2017 21:36 Sigríður Andersen er afar herská á Facebook nú í kvöld og hellir sér yfir Viðreisn og Bjarta framtíð. visir/anton brink „Þótt vika sé nú liðin frá þessu gönuhlaupi hafa ráðherrar Viðreisnar og Bjartar framtíðar ekki svo mikið sem eytt á mig einu símtali til að fara yfir málið. Jafnvel þó ekki væri til annars en að kynna sér hvernig sú vinna sem ég hóf í maí við endurskoðun laga um uppreist æru stendur,“ segir Sigríður Andersen dómsmálaráðherra í færslu sem hún birtir á Facebook nú í kvöld. Sigríður leggur út af áliti umboðsmanns Alþingis, sem hafi kynnt þinginu þá skoðun sína að ekki hafi verið um trúnaðarbrot af hennar hálfu að ræða „er ég ræddi í trúnaði við forsætisráðherra um afgreiðslu tiltekinnar umsóknar um uppreist æru frá síðasta ári.“Dómsmálaráðherra lætur fyrrum samstarfsmenn í ríkisstjórn hafa það óþvegið í harðorðum pistli sem hún birti nú í kvöld.Dómsmálaráðherra segir umboðsmann lýsa því jafnframt að hann hafi ekki séð tilefni til þess að taka upp athugun á öðrum þáttum málsins. „Ekkert af þessu kemur mér á óvart og ég get ekki annað en lýst ánægju minni með þessa niðurstöðu umboðsmanns.“ Málið hefur verið lagt upp í dag, eftir að álit umboðsmanns lá fyrir, af stuðningsmönnum Sjálfstæðisflokksins, að þar sé staðfest að engin efnisleg ástæða hafi legið fyrir að Björt framtíð skyldi hafa slitið ríkisstjórnarsamstarfinu. Sigríður er sannarlega þeirrar skoðunar. „Skyndiákvörðun Bjartar framtíðar um að slíta ríkisstjórnarsamstarfi vegna eðlilegs trúnaðarsamtals míns við forsætisráðherra er hins vegar dæmi um fullkominn skort á þeirri yfirvegun og ábyrgð sem ég tel nauðsynlegt að allir æðstu embættismenn temji sér. Ákvörðunin var ekki tekin með hagsmuni þjóðarinnar í huga.“ Sigríður lætur einnig Viðreisnarfólk heyra það, í þessari sömu færslu. „Viðbrögð Viðreisnar eru af sama toga, en sýnu verri að því leyti að með þeim reyndu ráðherrar Viðreisnar að villa fyrir um almenningi með brigslum um leyndarhyggju og yfirhylmingu, ekki bara af minni hálfu og forsætisráðherra heldur einnig starfsmanna stjórnarráðsins.“ Kosningar 2017 Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fleiri fréttir Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Sjá meira
„Þótt vika sé nú liðin frá þessu gönuhlaupi hafa ráðherrar Viðreisnar og Bjartar framtíðar ekki svo mikið sem eytt á mig einu símtali til að fara yfir málið. Jafnvel þó ekki væri til annars en að kynna sér hvernig sú vinna sem ég hóf í maí við endurskoðun laga um uppreist æru stendur,“ segir Sigríður Andersen dómsmálaráðherra í færslu sem hún birtir á Facebook nú í kvöld. Sigríður leggur út af áliti umboðsmanns Alþingis, sem hafi kynnt þinginu þá skoðun sína að ekki hafi verið um trúnaðarbrot af hennar hálfu að ræða „er ég ræddi í trúnaði við forsætisráðherra um afgreiðslu tiltekinnar umsóknar um uppreist æru frá síðasta ári.“Dómsmálaráðherra lætur fyrrum samstarfsmenn í ríkisstjórn hafa það óþvegið í harðorðum pistli sem hún birti nú í kvöld.Dómsmálaráðherra segir umboðsmann lýsa því jafnframt að hann hafi ekki séð tilefni til þess að taka upp athugun á öðrum þáttum málsins. „Ekkert af þessu kemur mér á óvart og ég get ekki annað en lýst ánægju minni með þessa niðurstöðu umboðsmanns.“ Málið hefur verið lagt upp í dag, eftir að álit umboðsmanns lá fyrir, af stuðningsmönnum Sjálfstæðisflokksins, að þar sé staðfest að engin efnisleg ástæða hafi legið fyrir að Björt framtíð skyldi hafa slitið ríkisstjórnarsamstarfinu. Sigríður er sannarlega þeirrar skoðunar. „Skyndiákvörðun Bjartar framtíðar um að slíta ríkisstjórnarsamstarfi vegna eðlilegs trúnaðarsamtals míns við forsætisráðherra er hins vegar dæmi um fullkominn skort á þeirri yfirvegun og ábyrgð sem ég tel nauðsynlegt að allir æðstu embættismenn temji sér. Ákvörðunin var ekki tekin með hagsmuni þjóðarinnar í huga.“ Sigríður lætur einnig Viðreisnarfólk heyra það, í þessari sömu færslu. „Viðbrögð Viðreisnar eru af sama toga, en sýnu verri að því leyti að með þeim reyndu ráðherrar Viðreisnar að villa fyrir um almenningi með brigslum um leyndarhyggju og yfirhylmingu, ekki bara af minni hálfu og forsætisráðherra heldur einnig starfsmanna stjórnarráðsins.“
Kosningar 2017 Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fleiri fréttir Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Sjá meira