Sigríður Andersen hellir sér yfir Bjarta framtíð og Viðreisn Jakob Bjarnar skrifar 21. september 2017 21:36 Sigríður Andersen er afar herská á Facebook nú í kvöld og hellir sér yfir Viðreisn og Bjarta framtíð. visir/anton brink „Þótt vika sé nú liðin frá þessu gönuhlaupi hafa ráðherrar Viðreisnar og Bjartar framtíðar ekki svo mikið sem eytt á mig einu símtali til að fara yfir málið. Jafnvel þó ekki væri til annars en að kynna sér hvernig sú vinna sem ég hóf í maí við endurskoðun laga um uppreist æru stendur,“ segir Sigríður Andersen dómsmálaráðherra í færslu sem hún birtir á Facebook nú í kvöld. Sigríður leggur út af áliti umboðsmanns Alþingis, sem hafi kynnt þinginu þá skoðun sína að ekki hafi verið um trúnaðarbrot af hennar hálfu að ræða „er ég ræddi í trúnaði við forsætisráðherra um afgreiðslu tiltekinnar umsóknar um uppreist æru frá síðasta ári.“Dómsmálaráðherra lætur fyrrum samstarfsmenn í ríkisstjórn hafa það óþvegið í harðorðum pistli sem hún birti nú í kvöld.Dómsmálaráðherra segir umboðsmann lýsa því jafnframt að hann hafi ekki séð tilefni til þess að taka upp athugun á öðrum þáttum málsins. „Ekkert af þessu kemur mér á óvart og ég get ekki annað en lýst ánægju minni með þessa niðurstöðu umboðsmanns.“ Málið hefur verið lagt upp í dag, eftir að álit umboðsmanns lá fyrir, af stuðningsmönnum Sjálfstæðisflokksins, að þar sé staðfest að engin efnisleg ástæða hafi legið fyrir að Björt framtíð skyldi hafa slitið ríkisstjórnarsamstarfinu. Sigríður er sannarlega þeirrar skoðunar. „Skyndiákvörðun Bjartar framtíðar um að slíta ríkisstjórnarsamstarfi vegna eðlilegs trúnaðarsamtals míns við forsætisráðherra er hins vegar dæmi um fullkominn skort á þeirri yfirvegun og ábyrgð sem ég tel nauðsynlegt að allir æðstu embættismenn temji sér. Ákvörðunin var ekki tekin með hagsmuni þjóðarinnar í huga.“ Sigríður lætur einnig Viðreisnarfólk heyra það, í þessari sömu færslu. „Viðbrögð Viðreisnar eru af sama toga, en sýnu verri að því leyti að með þeim reyndu ráðherrar Viðreisnar að villa fyrir um almenningi með brigslum um leyndarhyggju og yfirhylmingu, ekki bara af minni hálfu og forsætisráðherra heldur einnig starfsmanna stjórnarráðsins.“ Kosningar 2017 Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Fleiri fréttir Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Sjá meira
„Þótt vika sé nú liðin frá þessu gönuhlaupi hafa ráðherrar Viðreisnar og Bjartar framtíðar ekki svo mikið sem eytt á mig einu símtali til að fara yfir málið. Jafnvel þó ekki væri til annars en að kynna sér hvernig sú vinna sem ég hóf í maí við endurskoðun laga um uppreist æru stendur,“ segir Sigríður Andersen dómsmálaráðherra í færslu sem hún birtir á Facebook nú í kvöld. Sigríður leggur út af áliti umboðsmanns Alþingis, sem hafi kynnt þinginu þá skoðun sína að ekki hafi verið um trúnaðarbrot af hennar hálfu að ræða „er ég ræddi í trúnaði við forsætisráðherra um afgreiðslu tiltekinnar umsóknar um uppreist æru frá síðasta ári.“Dómsmálaráðherra lætur fyrrum samstarfsmenn í ríkisstjórn hafa það óþvegið í harðorðum pistli sem hún birti nú í kvöld.Dómsmálaráðherra segir umboðsmann lýsa því jafnframt að hann hafi ekki séð tilefni til þess að taka upp athugun á öðrum þáttum málsins. „Ekkert af þessu kemur mér á óvart og ég get ekki annað en lýst ánægju minni með þessa niðurstöðu umboðsmanns.“ Málið hefur verið lagt upp í dag, eftir að álit umboðsmanns lá fyrir, af stuðningsmönnum Sjálfstæðisflokksins, að þar sé staðfest að engin efnisleg ástæða hafi legið fyrir að Björt framtíð skyldi hafa slitið ríkisstjórnarsamstarfinu. Sigríður er sannarlega þeirrar skoðunar. „Skyndiákvörðun Bjartar framtíðar um að slíta ríkisstjórnarsamstarfi vegna eðlilegs trúnaðarsamtals míns við forsætisráðherra er hins vegar dæmi um fullkominn skort á þeirri yfirvegun og ábyrgð sem ég tel nauðsynlegt að allir æðstu embættismenn temji sér. Ákvörðunin var ekki tekin með hagsmuni þjóðarinnar í huga.“ Sigríður lætur einnig Viðreisnarfólk heyra það, í þessari sömu færslu. „Viðbrögð Viðreisnar eru af sama toga, en sýnu verri að því leyti að með þeim reyndu ráðherrar Viðreisnar að villa fyrir um almenningi með brigslum um leyndarhyggju og yfirhylmingu, ekki bara af minni hálfu og forsætisráðherra heldur einnig starfsmanna stjórnarráðsins.“
Kosningar 2017 Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Fleiri fréttir Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Sjá meira