Tónlistin færir alzheimersjúklingum ró Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 21. september 2017 22:23 Dóttir alzheimersjúklings stendur fyrir söfnun á heyrnartólum og ipodum til að gefa öllum alzheimersjúklingum á landinu. Fyrir tveimur dögum stofnuðu Bergdís Eysteinsdóttir, sem er dóttir alzheimersjúklings, og maðurinn hennar síðuna Tónar fyrir sálina þar sem þau biðla til landsmanna að senda til þeirra hljómtæki, svo sem ipoda og heyrnartól, sem fólk er hætt að nota. Hugmyndina fengu þau eftir að þau horfðu á heimildarmyndina Alive inside sem fjallar um áhrif tónlistar á alzheimersjúklinga - en með því að loka á umhverfið með heyrnartólum geta uppáhalds lögin sem tengjast æskunni og yngri árum veitt öryggi og grafið upp ljúfar minningar. „Mér hefur verið sagt með alzheimersjúkdóminn að tóneyrað sé það síðasta sem fari. Þótt fólk sé komið með málstol og geti ekki tjáð sig þá heyrir það tónlist og við tónlistina er eins og það kvikni ljósaperur," segir Bergdís og að viðbrögð landans séu ótrúleg við beiðni þeirra, og tækin hrúgist inn. Markmiðið er að allir alzheimersjúklingar fái sitt eigið tæki með nokkrum lögum sem eiga sérstakan stað í hjarta þeirra. „Ég hef heyrt að tónlistin hafi komið í staðinn fyrir lyf, róandi lyf og þynglyndislyf. Það róar þau niður að hlusta á tónlistina. Það er svo dásamlegt að þurfa ekki að dæla í þau lyfjm," segir Bergdís en hún hefur einmitt séð hvað tónlistin getur haft róandi áhrif á móður sína. Hún slakar á við að hlusta á tónlist, óttinn og óöryggið hverfa á braut og hún fer að humma með. „Það er svo yndislegt að sjá gleðina í andlitinu. Það er oft erfitt að horfa upp á hana hverfa smátt og smátt í tómið en þegar tónlistin kemur þá lifnar hún við og það er svo gott að sjá það. Alveg dásamlegt," segir Bergdís. Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Innlent Hegseth í stríði við blaðamenn Erlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Innlent Fleiri fréttir Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Sjá meira
Dóttir alzheimersjúklings stendur fyrir söfnun á heyrnartólum og ipodum til að gefa öllum alzheimersjúklingum á landinu. Fyrir tveimur dögum stofnuðu Bergdís Eysteinsdóttir, sem er dóttir alzheimersjúklings, og maðurinn hennar síðuna Tónar fyrir sálina þar sem þau biðla til landsmanna að senda til þeirra hljómtæki, svo sem ipoda og heyrnartól, sem fólk er hætt að nota. Hugmyndina fengu þau eftir að þau horfðu á heimildarmyndina Alive inside sem fjallar um áhrif tónlistar á alzheimersjúklinga - en með því að loka á umhverfið með heyrnartólum geta uppáhalds lögin sem tengjast æskunni og yngri árum veitt öryggi og grafið upp ljúfar minningar. „Mér hefur verið sagt með alzheimersjúkdóminn að tóneyrað sé það síðasta sem fari. Þótt fólk sé komið með málstol og geti ekki tjáð sig þá heyrir það tónlist og við tónlistina er eins og það kvikni ljósaperur," segir Bergdís og að viðbrögð landans séu ótrúleg við beiðni þeirra, og tækin hrúgist inn. Markmiðið er að allir alzheimersjúklingar fái sitt eigið tæki með nokkrum lögum sem eiga sérstakan stað í hjarta þeirra. „Ég hef heyrt að tónlistin hafi komið í staðinn fyrir lyf, róandi lyf og þynglyndislyf. Það róar þau niður að hlusta á tónlistina. Það er svo dásamlegt að þurfa ekki að dæla í þau lyfjm," segir Bergdís en hún hefur einmitt séð hvað tónlistin getur haft róandi áhrif á móður sína. Hún slakar á við að hlusta á tónlist, óttinn og óöryggið hverfa á braut og hún fer að humma með. „Það er svo yndislegt að sjá gleðina í andlitinu. Það er oft erfitt að horfa upp á hana hverfa smátt og smátt í tómið en þegar tónlistin kemur þá lifnar hún við og það er svo gott að sjá það. Alveg dásamlegt," segir Bergdís.
Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Innlent Hegseth í stríði við blaðamenn Erlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Innlent Fleiri fréttir Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Sjá meira