„Þöggunin er stærsta vopn gerandans“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 22. september 2017 08:58 Frétt DV frá 21. nóvember 2003 þar sem greint er frá dómsniðurstöðu yfir lögreglumanninum fyrrverandi. Timarit.is „Ég er ekki ein, ég er búin að sjá það núna, það eru fleiri þarna úti,“ segir Anna Signý Guðbjörnsdóttir en hún varð fyrir kynferðisofbeldi af hendi mágs síns sem er fyrrverandi lögreglumaður. Anna Signý var aðeins 12 ára gömul þegar ofbeldið hófst en hún var í einlægu viðtali í kvöldfréttum RÚV í gær. „Ég bókstaflega brotnaði niður þegar ég komst að því að þetta væri hann. Ég trúði þessu ekki,“ segir Anna Signý um viðbrögð sín þegar hún komst að því að maðurinn sem braut gegn henni hafði fengið uppreist æru árið 2010. Hún segir að með því að veita barnaníðingi uppreist æru er verið að segja að hann sé með hreinan skjöld, það sé verið að segja að hann hafi ekki gert neitt rangt. Eins og það sé búið að þurrka dóminn hans útMaðurinn var sakfelldur í Hæstarétti þann 20. nóvember árið 2003 fyrir kynferðisbrot gegn þremur stúlkum sem voru allar tengdar honum fjölskylduböndum. Hann var dæmdur í 18 mánaða skilorðsbundið fangelsi. „Ég trúi þessu varla enn. Ég trúi því ekki að hann hafi fengið uppreist æru árið 2010 og það eru sjö ár og ég hafði ekki hugmynd. Mér líður eins og það sé búið að þurrka dóminn hans út.“ Með umsögn sinni um uppreist æru sendi maðurinn sjö meðmælabréf. Anna Signý segir að maðurinn hafi aldrei iðrast gjörða sinna og hefur haldið fram sakleysi sínu, einnig sagt að stúlkurnar þrjár væru að ljúga upp á hann. Hún segir að það særi sig og valdi henni vanlíðan að vita að hann sé nú kominn með hreinan skjöld. Eins og kom fram í Fréttablaðinu í vikunni segir í dómnum að framburður stúlknanna hafi verið talinn trúverðugur. Maðurinn var dæmdur fyrir að brjóta gegn þremur stúlkum, þar af tveimur margsinnis þegar þær voru á aldrinum 11 til 16 ára. Þriðja stúlkan var 12 ára en hann neitaði allltaf sök.Sjá einnig: Fyrrverandi lögreglumaður hlaut uppreist æru eftir kynferðisbrot Loksins er verið að halda með fórnarlömbunumAnna Signý segist vilja leggja sitt af mörkum til þess að lögunum verði breytt. Hún fagnmar því að umræðan um kynferðisbrot og uppreist æru séu svona áberandi í umræðunni í dag. „Loksins er verið að halda með okkur stelpunum, fórnarlömbunum. Ég í rauninni sagt varla trúði þessu og ég var bara svo glöð, að það sé verið að taka mark á þessu,“ Sjálf þorði hún ekki að stíga fram og segja frá fyrr en frænka hennar sagði frá kynferðisáreitni og Anna Signý var spurð að því hvort hún hefði lent í slíku. „Það er tími til kominn að það sé talað um svona mál og það sé allt upp á borðum. Þöggunin er stærsta vopn gerandans og ég ætla að taka þetta vald til baka sem hann hafði yfir mér öll þessi ár,“ Uppreist æru Tengdar fréttir Fyrrverandi lögreglumaður hlaut uppreist æru eftir kynferðisbrot Þetta kemur fram í gögnum sem dómsmálaráðuneytið hefur veitt fjölmiðlum sem óskuðu eftir aðgangi að í málum allra þeirra sem fengið hafa uppreist æru frá árinu 1995. 18. september 2017 06:00 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira
„Ég er ekki ein, ég er búin að sjá það núna, það eru fleiri þarna úti,“ segir Anna Signý Guðbjörnsdóttir en hún varð fyrir kynferðisofbeldi af hendi mágs síns sem er fyrrverandi lögreglumaður. Anna Signý var aðeins 12 ára gömul þegar ofbeldið hófst en hún var í einlægu viðtali í kvöldfréttum RÚV í gær. „Ég bókstaflega brotnaði niður þegar ég komst að því að þetta væri hann. Ég trúði þessu ekki,“ segir Anna Signý um viðbrögð sín þegar hún komst að því að maðurinn sem braut gegn henni hafði fengið uppreist æru árið 2010. Hún segir að með því að veita barnaníðingi uppreist æru er verið að segja að hann sé með hreinan skjöld, það sé verið að segja að hann hafi ekki gert neitt rangt. Eins og það sé búið að þurrka dóminn hans útMaðurinn var sakfelldur í Hæstarétti þann 20. nóvember árið 2003 fyrir kynferðisbrot gegn þremur stúlkum sem voru allar tengdar honum fjölskylduböndum. Hann var dæmdur í 18 mánaða skilorðsbundið fangelsi. „Ég trúi þessu varla enn. Ég trúi því ekki að hann hafi fengið uppreist æru árið 2010 og það eru sjö ár og ég hafði ekki hugmynd. Mér líður eins og það sé búið að þurrka dóminn hans út.“ Með umsögn sinni um uppreist æru sendi maðurinn sjö meðmælabréf. Anna Signý segir að maðurinn hafi aldrei iðrast gjörða sinna og hefur haldið fram sakleysi sínu, einnig sagt að stúlkurnar þrjár væru að ljúga upp á hann. Hún segir að það særi sig og valdi henni vanlíðan að vita að hann sé nú kominn með hreinan skjöld. Eins og kom fram í Fréttablaðinu í vikunni segir í dómnum að framburður stúlknanna hafi verið talinn trúverðugur. Maðurinn var dæmdur fyrir að brjóta gegn þremur stúlkum, þar af tveimur margsinnis þegar þær voru á aldrinum 11 til 16 ára. Þriðja stúlkan var 12 ára en hann neitaði allltaf sök.Sjá einnig: Fyrrverandi lögreglumaður hlaut uppreist æru eftir kynferðisbrot Loksins er verið að halda með fórnarlömbunumAnna Signý segist vilja leggja sitt af mörkum til þess að lögunum verði breytt. Hún fagnmar því að umræðan um kynferðisbrot og uppreist æru séu svona áberandi í umræðunni í dag. „Loksins er verið að halda með okkur stelpunum, fórnarlömbunum. Ég í rauninni sagt varla trúði þessu og ég var bara svo glöð, að það sé verið að taka mark á þessu,“ Sjálf þorði hún ekki að stíga fram og segja frá fyrr en frænka hennar sagði frá kynferðisáreitni og Anna Signý var spurð að því hvort hún hefði lent í slíku. „Það er tími til kominn að það sé talað um svona mál og það sé allt upp á borðum. Þöggunin er stærsta vopn gerandans og ég ætla að taka þetta vald til baka sem hann hafði yfir mér öll þessi ár,“
Uppreist æru Tengdar fréttir Fyrrverandi lögreglumaður hlaut uppreist æru eftir kynferðisbrot Þetta kemur fram í gögnum sem dómsmálaráðuneytið hefur veitt fjölmiðlum sem óskuðu eftir aðgangi að í málum allra þeirra sem fengið hafa uppreist æru frá árinu 1995. 18. september 2017 06:00 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira
Fyrrverandi lögreglumaður hlaut uppreist æru eftir kynferðisbrot Þetta kemur fram í gögnum sem dómsmálaráðuneytið hefur veitt fjölmiðlum sem óskuðu eftir aðgangi að í málum allra þeirra sem fengið hafa uppreist æru frá árinu 1995. 18. september 2017 06:00