„Þöggunin er stærsta vopn gerandans“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 22. september 2017 08:58 Frétt DV frá 21. nóvember 2003 þar sem greint er frá dómsniðurstöðu yfir lögreglumanninum fyrrverandi. Timarit.is „Ég er ekki ein, ég er búin að sjá það núna, það eru fleiri þarna úti,“ segir Anna Signý Guðbjörnsdóttir en hún varð fyrir kynferðisofbeldi af hendi mágs síns sem er fyrrverandi lögreglumaður. Anna Signý var aðeins 12 ára gömul þegar ofbeldið hófst en hún var í einlægu viðtali í kvöldfréttum RÚV í gær. „Ég bókstaflega brotnaði niður þegar ég komst að því að þetta væri hann. Ég trúði þessu ekki,“ segir Anna Signý um viðbrögð sín þegar hún komst að því að maðurinn sem braut gegn henni hafði fengið uppreist æru árið 2010. Hún segir að með því að veita barnaníðingi uppreist æru er verið að segja að hann sé með hreinan skjöld, það sé verið að segja að hann hafi ekki gert neitt rangt. Eins og það sé búið að þurrka dóminn hans útMaðurinn var sakfelldur í Hæstarétti þann 20. nóvember árið 2003 fyrir kynferðisbrot gegn þremur stúlkum sem voru allar tengdar honum fjölskylduböndum. Hann var dæmdur í 18 mánaða skilorðsbundið fangelsi. „Ég trúi þessu varla enn. Ég trúi því ekki að hann hafi fengið uppreist æru árið 2010 og það eru sjö ár og ég hafði ekki hugmynd. Mér líður eins og það sé búið að þurrka dóminn hans út.“ Með umsögn sinni um uppreist æru sendi maðurinn sjö meðmælabréf. Anna Signý segir að maðurinn hafi aldrei iðrast gjörða sinna og hefur haldið fram sakleysi sínu, einnig sagt að stúlkurnar þrjár væru að ljúga upp á hann. Hún segir að það særi sig og valdi henni vanlíðan að vita að hann sé nú kominn með hreinan skjöld. Eins og kom fram í Fréttablaðinu í vikunni segir í dómnum að framburður stúlknanna hafi verið talinn trúverðugur. Maðurinn var dæmdur fyrir að brjóta gegn þremur stúlkum, þar af tveimur margsinnis þegar þær voru á aldrinum 11 til 16 ára. Þriðja stúlkan var 12 ára en hann neitaði allltaf sök.Sjá einnig: Fyrrverandi lögreglumaður hlaut uppreist æru eftir kynferðisbrot Loksins er verið að halda með fórnarlömbunumAnna Signý segist vilja leggja sitt af mörkum til þess að lögunum verði breytt. Hún fagnmar því að umræðan um kynferðisbrot og uppreist æru séu svona áberandi í umræðunni í dag. „Loksins er verið að halda með okkur stelpunum, fórnarlömbunum. Ég í rauninni sagt varla trúði þessu og ég var bara svo glöð, að það sé verið að taka mark á þessu,“ Sjálf þorði hún ekki að stíga fram og segja frá fyrr en frænka hennar sagði frá kynferðisáreitni og Anna Signý var spurð að því hvort hún hefði lent í slíku. „Það er tími til kominn að það sé talað um svona mál og það sé allt upp á borðum. Þöggunin er stærsta vopn gerandans og ég ætla að taka þetta vald til baka sem hann hafði yfir mér öll þessi ár,“ Uppreist æru Tengdar fréttir Fyrrverandi lögreglumaður hlaut uppreist æru eftir kynferðisbrot Þetta kemur fram í gögnum sem dómsmálaráðuneytið hefur veitt fjölmiðlum sem óskuðu eftir aðgangi að í málum allra þeirra sem fengið hafa uppreist æru frá árinu 1995. 18. september 2017 06:00 Mest lesið Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Hlýnar um helgina Veður Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Erlent Pilturinn er fundinn Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Fleiri fréttir Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Sjá meira
„Ég er ekki ein, ég er búin að sjá það núna, það eru fleiri þarna úti,“ segir Anna Signý Guðbjörnsdóttir en hún varð fyrir kynferðisofbeldi af hendi mágs síns sem er fyrrverandi lögreglumaður. Anna Signý var aðeins 12 ára gömul þegar ofbeldið hófst en hún var í einlægu viðtali í kvöldfréttum RÚV í gær. „Ég bókstaflega brotnaði niður þegar ég komst að því að þetta væri hann. Ég trúði þessu ekki,“ segir Anna Signý um viðbrögð sín þegar hún komst að því að maðurinn sem braut gegn henni hafði fengið uppreist æru árið 2010. Hún segir að með því að veita barnaníðingi uppreist æru er verið að segja að hann sé með hreinan skjöld, það sé verið að segja að hann hafi ekki gert neitt rangt. Eins og það sé búið að þurrka dóminn hans útMaðurinn var sakfelldur í Hæstarétti þann 20. nóvember árið 2003 fyrir kynferðisbrot gegn þremur stúlkum sem voru allar tengdar honum fjölskylduböndum. Hann var dæmdur í 18 mánaða skilorðsbundið fangelsi. „Ég trúi þessu varla enn. Ég trúi því ekki að hann hafi fengið uppreist æru árið 2010 og það eru sjö ár og ég hafði ekki hugmynd. Mér líður eins og það sé búið að þurrka dóminn hans út.“ Með umsögn sinni um uppreist æru sendi maðurinn sjö meðmælabréf. Anna Signý segir að maðurinn hafi aldrei iðrast gjörða sinna og hefur haldið fram sakleysi sínu, einnig sagt að stúlkurnar þrjár væru að ljúga upp á hann. Hún segir að það særi sig og valdi henni vanlíðan að vita að hann sé nú kominn með hreinan skjöld. Eins og kom fram í Fréttablaðinu í vikunni segir í dómnum að framburður stúlknanna hafi verið talinn trúverðugur. Maðurinn var dæmdur fyrir að brjóta gegn þremur stúlkum, þar af tveimur margsinnis þegar þær voru á aldrinum 11 til 16 ára. Þriðja stúlkan var 12 ára en hann neitaði allltaf sök.Sjá einnig: Fyrrverandi lögreglumaður hlaut uppreist æru eftir kynferðisbrot Loksins er verið að halda með fórnarlömbunumAnna Signý segist vilja leggja sitt af mörkum til þess að lögunum verði breytt. Hún fagnmar því að umræðan um kynferðisbrot og uppreist æru séu svona áberandi í umræðunni í dag. „Loksins er verið að halda með okkur stelpunum, fórnarlömbunum. Ég í rauninni sagt varla trúði þessu og ég var bara svo glöð, að það sé verið að taka mark á þessu,“ Sjálf þorði hún ekki að stíga fram og segja frá fyrr en frænka hennar sagði frá kynferðisáreitni og Anna Signý var spurð að því hvort hún hefði lent í slíku. „Það er tími til kominn að það sé talað um svona mál og það sé allt upp á borðum. Þöggunin er stærsta vopn gerandans og ég ætla að taka þetta vald til baka sem hann hafði yfir mér öll þessi ár,“
Uppreist æru Tengdar fréttir Fyrrverandi lögreglumaður hlaut uppreist æru eftir kynferðisbrot Þetta kemur fram í gögnum sem dómsmálaráðuneytið hefur veitt fjölmiðlum sem óskuðu eftir aðgangi að í málum allra þeirra sem fengið hafa uppreist æru frá árinu 1995. 18. september 2017 06:00 Mest lesið Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Hlýnar um helgina Veður Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Erlent Pilturinn er fundinn Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Fleiri fréttir Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Sjá meira
Fyrrverandi lögreglumaður hlaut uppreist æru eftir kynferðisbrot Þetta kemur fram í gögnum sem dómsmálaráðuneytið hefur veitt fjölmiðlum sem óskuðu eftir aðgangi að í málum allra þeirra sem fengið hafa uppreist æru frá árinu 1995. 18. september 2017 06:00