Ekki samhljómur á meðal formanna flokkanna hvort komið sé að úrslitastund Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. september 2017 11:09 Formenn flokkanna á fundi með forseta þingsins fyrr í vikunni. Vísir/Hanna Ekki er samhljómur á meðal formanna flokkanna sem sæti eiga á þingi hvort að komið sé að úrslitastund í viðræðum þeirra varðandi það hvernig þingstörfum verður framhaldið. Búið er að boða til þingkosninga þann 28. október næstkomandi en þingið er ennþá starfandi og óljóst hvenær því verður slitið. Formennirnir eiga fund með Unni Brá Konráðsdóttur, forseta Alþingis, klukkan 14 í dag og segir Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, að hann líti svo á að reyna eigi til þrautar í dag að ná samkomulagi um þingstörfin. „Já, það er nú eiginlega skoðun mín að það hafi engan tilgang að vera að reyna að finna einhverjar sameiginlega lausnir. Það eru engin mál á þinginu og nú erum við búin að taka viku í þetta. Mér finnst bara að það eigi að vera hreinar línur, annað hvort klárum við þetta með einhverjum skynsamlegum hætti með einhverri yfirlýsingu um eitt eða tvö mál,“ segir Sigurður Ingi og bætir við að allir séu sammála um að ekki sé tími til þess að fara í djúpa, málefnalega vinnu til að ljúka við einhver lög. Engin slík vinna hafi farið fram í þinginu áður en ríkisstjórninni var slitið.„Þýðir ekkert að vera í þinginu að gera ekki neitt“ „Þá er bara eðlilegast að setja þingfrestunina á, slíta þessu þingi og hefja kosningabaráttuna úr því að menn náðu ekki saman um nokkurn skapaðan hlut þá verðum við að kjósa og því fyrr því gáfulegra. Það þýðir ekkert að vera í þinginu að gera ekki neitt,“ segir Sigurður. Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segist ekki líta svo á að fundurinn í dag sé einhvers konar úrslitafundur og ef ekki náist samkomulag þá sé ekkert annað í stöðunni en að slíta þingi. „Nei, það geri ég ekki. Það eru mál sem þarf að leysa og ef þau leysast í dag þá er það bara afskaplega ánægjulegt að þetta verði síðasti fundurinn. En ef þau leysast ekki í dag þá verður fólk að halda áfram að hittast,“ segir Logi. Aðspurður hvort hann sé bjartsýnn á að formennirnir nái samkomulagi í dag kveðst Logi hóflega bjartsýnn.Alls ekki víst hvort hægt verði að ljúka málum á fundinum „En auðvitað ekkert alltof bjartsýnn. Það er bara flókið, með sjö flokka, að ná einhverri sameiginlegri niðurstöðu sem allir geta sætt sig við,“ segir Logi. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, kveðst heldur ekki líta svo á að komið sé að úrslitastund þó að staðan sé alls ekki auðvelt. „Það er alls ekkert víst að við ljúkum málum á þessum fundi en ég myndi þó ekkert segja að þetta sé úrslitastund. Það er aldrei þannig. Það eru ennþá meira en fimm vikur til kosninga og ég á nú von á því að þingflokkarnir fundi í kjölfarið á þessum fundi formanna með forseta og fari yfir málin,“ segir Katrín. Ekki náðist í aðra formenn flokkanna á þingi þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Kosningar 2017 Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Tengdar fréttir Sigríður Andersen hellir sér yfir Bjarta framtíð og Viðreisn Sakar flokkana um að hafa ekki hagsmuni þjóðarinnar í fyrirrúmi. 21. september 2017 21:36 Umboðsmaður gæti tekið uppreist æru málið fyrir síðar Umboðsmaður Alþingis sér ekki ástæðu til að fara í frumkvæðisathugun vegna uppreist æru málsins á meðan framkvæmdavaldið og Alþingi vinna að úrbótum í þeim efnum. 21. september 2017 19:30 Björt: Siðferðið sterkara í Bjartri Framtíð en Sjálfstæðisflokknum Bjarni Benediktsson og Sigríður Á. Andersen tóku eiginhagsmuni Sjálfstæðisflokksins fram yfir almannahag að mati umhverfisráðherra. 22. september 2017 07:19 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Sjá meira
Ekki er samhljómur á meðal formanna flokkanna sem sæti eiga á þingi hvort að komið sé að úrslitastund í viðræðum þeirra varðandi það hvernig þingstörfum verður framhaldið. Búið er að boða til þingkosninga þann 28. október næstkomandi en þingið er ennþá starfandi og óljóst hvenær því verður slitið. Formennirnir eiga fund með Unni Brá Konráðsdóttur, forseta Alþingis, klukkan 14 í dag og segir Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, að hann líti svo á að reyna eigi til þrautar í dag að ná samkomulagi um þingstörfin. „Já, það er nú eiginlega skoðun mín að það hafi engan tilgang að vera að reyna að finna einhverjar sameiginlega lausnir. Það eru engin mál á þinginu og nú erum við búin að taka viku í þetta. Mér finnst bara að það eigi að vera hreinar línur, annað hvort klárum við þetta með einhverjum skynsamlegum hætti með einhverri yfirlýsingu um eitt eða tvö mál,“ segir Sigurður Ingi og bætir við að allir séu sammála um að ekki sé tími til þess að fara í djúpa, málefnalega vinnu til að ljúka við einhver lög. Engin slík vinna hafi farið fram í þinginu áður en ríkisstjórninni var slitið.„Þýðir ekkert að vera í þinginu að gera ekki neitt“ „Þá er bara eðlilegast að setja þingfrestunina á, slíta þessu þingi og hefja kosningabaráttuna úr því að menn náðu ekki saman um nokkurn skapaðan hlut þá verðum við að kjósa og því fyrr því gáfulegra. Það þýðir ekkert að vera í þinginu að gera ekki neitt,“ segir Sigurður. Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segist ekki líta svo á að fundurinn í dag sé einhvers konar úrslitafundur og ef ekki náist samkomulag þá sé ekkert annað í stöðunni en að slíta þingi. „Nei, það geri ég ekki. Það eru mál sem þarf að leysa og ef þau leysast í dag þá er það bara afskaplega ánægjulegt að þetta verði síðasti fundurinn. En ef þau leysast ekki í dag þá verður fólk að halda áfram að hittast,“ segir Logi. Aðspurður hvort hann sé bjartsýnn á að formennirnir nái samkomulagi í dag kveðst Logi hóflega bjartsýnn.Alls ekki víst hvort hægt verði að ljúka málum á fundinum „En auðvitað ekkert alltof bjartsýnn. Það er bara flókið, með sjö flokka, að ná einhverri sameiginlegri niðurstöðu sem allir geta sætt sig við,“ segir Logi. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, kveðst heldur ekki líta svo á að komið sé að úrslitastund þó að staðan sé alls ekki auðvelt. „Það er alls ekkert víst að við ljúkum málum á þessum fundi en ég myndi þó ekkert segja að þetta sé úrslitastund. Það er aldrei þannig. Það eru ennþá meira en fimm vikur til kosninga og ég á nú von á því að þingflokkarnir fundi í kjölfarið á þessum fundi formanna með forseta og fari yfir málin,“ segir Katrín. Ekki náðist í aðra formenn flokkanna á þingi þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.
Kosningar 2017 Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Tengdar fréttir Sigríður Andersen hellir sér yfir Bjarta framtíð og Viðreisn Sakar flokkana um að hafa ekki hagsmuni þjóðarinnar í fyrirrúmi. 21. september 2017 21:36 Umboðsmaður gæti tekið uppreist æru málið fyrir síðar Umboðsmaður Alþingis sér ekki ástæðu til að fara í frumkvæðisathugun vegna uppreist æru málsins á meðan framkvæmdavaldið og Alþingi vinna að úrbótum í þeim efnum. 21. september 2017 19:30 Björt: Siðferðið sterkara í Bjartri Framtíð en Sjálfstæðisflokknum Bjarni Benediktsson og Sigríður Á. Andersen tóku eiginhagsmuni Sjálfstæðisflokksins fram yfir almannahag að mati umhverfisráðherra. 22. september 2017 07:19 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Sjá meira
Sigríður Andersen hellir sér yfir Bjarta framtíð og Viðreisn Sakar flokkana um að hafa ekki hagsmuni þjóðarinnar í fyrirrúmi. 21. september 2017 21:36
Umboðsmaður gæti tekið uppreist æru málið fyrir síðar Umboðsmaður Alþingis sér ekki ástæðu til að fara í frumkvæðisathugun vegna uppreist æru málsins á meðan framkvæmdavaldið og Alþingi vinna að úrbótum í þeim efnum. 21. september 2017 19:30
Björt: Siðferðið sterkara í Bjartri Framtíð en Sjálfstæðisflokknum Bjarni Benediktsson og Sigríður Á. Andersen tóku eiginhagsmuni Sjálfstæðisflokksins fram yfir almannahag að mati umhverfisráðherra. 22. september 2017 07:19