Vestfirðingar fjölmenna í íþróttahús til að ræða umdeilda virkjun, veg og sjókvíaeldi við ráðherra Birgir Olgeirsson skrifar 22. september 2017 12:34 Frá Ísafirði. Vísir/Pjetur Sveitarfélögin á Vestfjörðum, Bolungarvíkurkaupstaður, Ísafjarðarbær, Súðavíkurhreppur, Tálknafjarðarhreppur, Vesturbyggð, Reykhólahreppur, Kaldrananeshreppur, Strandabyggð og Árneshreppur, boða ásamt Fjórðungssambandi Vestfirðinga og Verkalýðsfélagi Vestfirðinga til borgarafundar í íþróttahúsinu á Ísafirði nk. sunnudag 24. september kl. 14. Þetta kemur fram í tilkynningu um fundinn. Á fundinum verða rædd hagsmunamál fjórðungsins sem snúast öll um mikilvæga innviðauppbyggingu á Vestfjörðum. Meðal annars verður gerð grein fyrir meginniðurstöðum nýrrar skýrslu KPMG fyrir Fjórðungssamband Vestfirðinga og Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða um hagsræn og samfélagsleg áhrif sjókvíaeldis í Ísafjarðardjúpi. Starfandi ráðherrar málaflokkanna hafa staðfest komu sína til fundarins; ráðherra samgöngu- og sveitarstjórnarmála, ráðherra sjávarútvegs- og landbúnaðarmála og ráðherra ferðamála, iðnaðar og nýsköpunar. Ráðherra umhverfis- og auðlindamála hafði ekki tök á að þekkjast boðið. Auk þess hefur formanni Náttúruverndarsamtaka Íslands verið boðið til fundarins. Að loknum framsögum taka fulltrúar sveitarfélaganna, ráðherrar, fulltrúi KPMG og formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands sæti í pallborði til að svara spurningum úr sal. Fundarstjóri verður Heimir Már Pétursson fréttamaður. Verkefnin sem rædd verða á borgarafundinum lúta að raforkumálum (Hvalárvirkjun), samgöngumálum (Gufudalssveit) og sjókvíaeldi (í Ísafjarðardjúpi). Í tilkynningunni kemur fram að öll verkefnin sæta ýmist harðri gagnrýni, þar sem þess er jafnvel krafist að þau verði slegin út af borðinu, eða eru sífellt tafin um framkvæmdaleyfi þrátt fyrir eðlilegt ferli innan stjórnsýslunnar og löngu tímabær framlög á vegaáætlun. „Raforkumál á Vestfjörðum hafa lengi verið bágborin af ýmsum ástæðum. Bæði er þar úr sér gengið flutningskerfi til Vestfjarða sem veldur rafmagnsleysi heimila og atvinnulífs með reglubundnum hætti og stundum fjárhagstjóni þegar verst lætur. Ekki hafa enn komið fram áform um að bæta flutningskerfið. Vaxandi atvinnuuppbygging á sunnanverðum Vestfjörðum ásamt áformum um sambærilega innviðauppbyggingu á norðanverðum fjörðunum kalla á aukna raforku í fjórðungnum og þar er Hvalárvirkjun hagkvæmasti kosturinn svo fremi sem ráðist verði í gerð nýs tengipunktar fyrir raforku inn á flutningskerfi Landsnets. Hvalárvirkjun er í nýtingarflokki rammaáætlunar en þrátt fyrir það er barist hatrammlega gegn virkjunaráformunum af ýmsum hagsmunaaðilum,“ segir í tilkynningunni. Þar segir einnig að Ísafjarðardjúp sé skilgreint fyrir sjókvíaeldi, eitt örfárra svæða á landinu enda fjarri öllum ábatasömum stangveiðiám sem hafa eðlilegt verndargildi. Engu að síður sé barist ötullega gegn því eldi sem kynnt hefur verið. Framkvæmdaaðilar um borgarafundinn 24. september á Ísafirði telja mikilvægt að gefa íbúum fjórðungsins kost á að stofna til málefnalegrar og gagnrýninnar umræðu með sveitarstjórnum og ráðherrum, þar sem sjónarmið íbúa fái að komast að í umræðunni um málefni fjórðungsins til jafns á við aðra. Því er mikilvægt að íbúar fái tækifæri til að spyrja út í þau brýnu verkefni sem verða til umræðu og fá svör við því hvers kunni að vera að vænta í þessum efnum á næstu mánuðum og að loknum kosningum. Árneshreppur Kaldrananeshreppur Orkumál Umhverfismál Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Fleiri fréttir Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Sjá meira
Sveitarfélögin á Vestfjörðum, Bolungarvíkurkaupstaður, Ísafjarðarbær, Súðavíkurhreppur, Tálknafjarðarhreppur, Vesturbyggð, Reykhólahreppur, Kaldrananeshreppur, Strandabyggð og Árneshreppur, boða ásamt Fjórðungssambandi Vestfirðinga og Verkalýðsfélagi Vestfirðinga til borgarafundar í íþróttahúsinu á Ísafirði nk. sunnudag 24. september kl. 14. Þetta kemur fram í tilkynningu um fundinn. Á fundinum verða rædd hagsmunamál fjórðungsins sem snúast öll um mikilvæga innviðauppbyggingu á Vestfjörðum. Meðal annars verður gerð grein fyrir meginniðurstöðum nýrrar skýrslu KPMG fyrir Fjórðungssamband Vestfirðinga og Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða um hagsræn og samfélagsleg áhrif sjókvíaeldis í Ísafjarðardjúpi. Starfandi ráðherrar málaflokkanna hafa staðfest komu sína til fundarins; ráðherra samgöngu- og sveitarstjórnarmála, ráðherra sjávarútvegs- og landbúnaðarmála og ráðherra ferðamála, iðnaðar og nýsköpunar. Ráðherra umhverfis- og auðlindamála hafði ekki tök á að þekkjast boðið. Auk þess hefur formanni Náttúruverndarsamtaka Íslands verið boðið til fundarins. Að loknum framsögum taka fulltrúar sveitarfélaganna, ráðherrar, fulltrúi KPMG og formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands sæti í pallborði til að svara spurningum úr sal. Fundarstjóri verður Heimir Már Pétursson fréttamaður. Verkefnin sem rædd verða á borgarafundinum lúta að raforkumálum (Hvalárvirkjun), samgöngumálum (Gufudalssveit) og sjókvíaeldi (í Ísafjarðardjúpi). Í tilkynningunni kemur fram að öll verkefnin sæta ýmist harðri gagnrýni, þar sem þess er jafnvel krafist að þau verði slegin út af borðinu, eða eru sífellt tafin um framkvæmdaleyfi þrátt fyrir eðlilegt ferli innan stjórnsýslunnar og löngu tímabær framlög á vegaáætlun. „Raforkumál á Vestfjörðum hafa lengi verið bágborin af ýmsum ástæðum. Bæði er þar úr sér gengið flutningskerfi til Vestfjarða sem veldur rafmagnsleysi heimila og atvinnulífs með reglubundnum hætti og stundum fjárhagstjóni þegar verst lætur. Ekki hafa enn komið fram áform um að bæta flutningskerfið. Vaxandi atvinnuuppbygging á sunnanverðum Vestfjörðum ásamt áformum um sambærilega innviðauppbyggingu á norðanverðum fjörðunum kalla á aukna raforku í fjórðungnum og þar er Hvalárvirkjun hagkvæmasti kosturinn svo fremi sem ráðist verði í gerð nýs tengipunktar fyrir raforku inn á flutningskerfi Landsnets. Hvalárvirkjun er í nýtingarflokki rammaáætlunar en þrátt fyrir það er barist hatrammlega gegn virkjunaráformunum af ýmsum hagsmunaaðilum,“ segir í tilkynningunni. Þar segir einnig að Ísafjarðardjúp sé skilgreint fyrir sjókvíaeldi, eitt örfárra svæða á landinu enda fjarri öllum ábatasömum stangveiðiám sem hafa eðlilegt verndargildi. Engu að síður sé barist ötullega gegn því eldi sem kynnt hefur verið. Framkvæmdaaðilar um borgarafundinn 24. september á Ísafirði telja mikilvægt að gefa íbúum fjórðungsins kost á að stofna til málefnalegrar og gagnrýninnar umræðu með sveitarstjórnum og ráðherrum, þar sem sjónarmið íbúa fái að komast að í umræðunni um málefni fjórðungsins til jafns á við aðra. Því er mikilvægt að íbúar fái tækifæri til að spyrja út í þau brýnu verkefni sem verða til umræðu og fá svör við því hvers kunni að vera að vænta í þessum efnum á næstu mánuðum og að loknum kosningum.
Árneshreppur Kaldrananeshreppur Orkumál Umhverfismál Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Fleiri fréttir Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Sjá meira