Allar myndir segja sitt Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 23. september 2017 09:30 “Maður dugir ekki í þessu starfi ef maður hefur ekki áhuga, annars finnur maður sér eitthvað annað,” segir Guðmundur. Vísir/Hanna Þó ég hafi unnið lengst sem auglýsingamyndateiknari sýni ég ekkert frá þeim ferli, bara því sem ég hef tekið fyrir sjálfan mig,“ segir Guðmundur Ingólfsson ljósmyndari, staddur í sal á Þjóðminjasafninu þar sem sýning á völdum verkum hans verður opnuð í dag klukkan 14. Samtímis kemur út bók með myndunum. Á eigin vegum. Ljósmyndir 1967-2017 er heiti hvorutveggja, sýningar og bókar. Ein sería er að hluta til úr bók sem Torfusamtökin gáfu út 1986 og sýnir gömlu húsin í miðbænum. „Svo nýtti ég tækifærið, af því ég átti það efni, og smellti af sömu húsum 25 árum seinna, til að sýna framfarir og afturfarir,“ segir Guðmundur. Þaðan sem við stöndum blasir við mynd af gangnamanni. „Ég fór í réttir norður í Svartárdal fyrir 46 árum. Þetta er eina myndin úr þeirri seríu. Svona úlpur áttu allir,“ segir myndasmiðurinn. „Allar myndir segja sitt,“ bendir hann á. „Það er kosturinn við ljósmyndina að því eldri sem hún verður því merkilegra verður skráningarhlutverk hennar.“ Úr eldhúsglugga á Grettisgötu.Meðal þess sem Guðmundur myndaði eru sjoppur. „Sjoppur urðu til á stríðsárunum til að þjóna hermönnunum, enda er orðið komið úr ensku. Í enda áttunda áratugarins voru sumar orðnar fræg óðul, eins og Simmasjoppa á Grímsstaðaholtinu. Árin '88 og '89 tók ég mig til og festi nokkrar þeirra á stórar filmur. En sjoppurnar liðu undir lok af því 10/11 tók þeirra hlutverk yfir.“ Enn er Guðmundur að og ástríðan er fyrir hendi. „Maður dugir ekki í þessu starfi ef maður hefur ekki áhuga, annars finnur maður sér eitthvað annað,“ segir hann. Á baksíðu bókarinnar er mynd af honum með fyrstu myndavélina. „Ég byrjaði 16 ára. Keypti mér Leicu, það flottasta sem til var. Var í sveit og vann fyrir vélinni í fjóra mánuði,“ rifjar hann upp og kveðst enn nota filmuvélar. „Mér finnst ég vera að svíkjast um ef ég nota ekki filmur. Framkalla sjálfur? Já, auðvitað, það er ekki flóknara en að baka köku!“ Menning Mest lesið Sinfónía í sundi slegin af borðinu vegna kjötsúpu Lífið Björn heill heilsu eftir heilaskurðagerð Lífið Fyrsti Íslandsmeistarinn í fjórtán ár Lífið Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Tónlist Vill opna á umræðuna um átröskun Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Ari Eldjárn er bæjarlistamaður Seltjarnarnes Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið Fréttatía vikunnar: Forsetaheimsókn, bílatjón og landsliðið Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Þó ég hafi unnið lengst sem auglýsingamyndateiknari sýni ég ekkert frá þeim ferli, bara því sem ég hef tekið fyrir sjálfan mig,“ segir Guðmundur Ingólfsson ljósmyndari, staddur í sal á Þjóðminjasafninu þar sem sýning á völdum verkum hans verður opnuð í dag klukkan 14. Samtímis kemur út bók með myndunum. Á eigin vegum. Ljósmyndir 1967-2017 er heiti hvorutveggja, sýningar og bókar. Ein sería er að hluta til úr bók sem Torfusamtökin gáfu út 1986 og sýnir gömlu húsin í miðbænum. „Svo nýtti ég tækifærið, af því ég átti það efni, og smellti af sömu húsum 25 árum seinna, til að sýna framfarir og afturfarir,“ segir Guðmundur. Þaðan sem við stöndum blasir við mynd af gangnamanni. „Ég fór í réttir norður í Svartárdal fyrir 46 árum. Þetta er eina myndin úr þeirri seríu. Svona úlpur áttu allir,“ segir myndasmiðurinn. „Allar myndir segja sitt,“ bendir hann á. „Það er kosturinn við ljósmyndina að því eldri sem hún verður því merkilegra verður skráningarhlutverk hennar.“ Úr eldhúsglugga á Grettisgötu.Meðal þess sem Guðmundur myndaði eru sjoppur. „Sjoppur urðu til á stríðsárunum til að þjóna hermönnunum, enda er orðið komið úr ensku. Í enda áttunda áratugarins voru sumar orðnar fræg óðul, eins og Simmasjoppa á Grímsstaðaholtinu. Árin '88 og '89 tók ég mig til og festi nokkrar þeirra á stórar filmur. En sjoppurnar liðu undir lok af því 10/11 tók þeirra hlutverk yfir.“ Enn er Guðmundur að og ástríðan er fyrir hendi. „Maður dugir ekki í þessu starfi ef maður hefur ekki áhuga, annars finnur maður sér eitthvað annað,“ segir hann. Á baksíðu bókarinnar er mynd af honum með fyrstu myndavélina. „Ég byrjaði 16 ára. Keypti mér Leicu, það flottasta sem til var. Var í sveit og vann fyrir vélinni í fjóra mánuði,“ rifjar hann upp og kveðst enn nota filmuvélar. „Mér finnst ég vera að svíkjast um ef ég nota ekki filmur. Framkalla sjálfur? Já, auðvitað, það er ekki flóknara en að baka köku!“
Menning Mest lesið Sinfónía í sundi slegin af borðinu vegna kjötsúpu Lífið Björn heill heilsu eftir heilaskurðagerð Lífið Fyrsti Íslandsmeistarinn í fjórtán ár Lífið Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Tónlist Vill opna á umræðuna um átröskun Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Ari Eldjárn er bæjarlistamaður Seltjarnarnes Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið Fréttatía vikunnar: Forsetaheimsókn, bílatjón og landsliðið Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira