Björn Ingi stofnar Samvinnuflokkinn en segist ekki á leið í framboð Ólöf Skaftadóttir skrifar 23. september 2017 14:18 Björn Ingi Hrafnsson. Vísir/Ernir Fjölmiðlamaðurinn Björn Ingi Hrafnsson er skráður rétthafi nýs léns, samvinnuflokkurinn.is, en ganga má úr skugga um eignarhald síðunnar í lénaskrá ISNIC. Björn Ingi þvertekur fyrir að vera á leið í framboð.Hann hefur áður verið orðaður við framboð í borginni, en síðan hefur ríkisstjórnarsamstarfinu vitaskuld verið slitið og boðað hefur verið til alþingiskosninga eftir einungis nokkrar vikur. Hann segist ekki á leið í kosningabaráttu. „Ég er ekki sjálfur á leið í framboð. Ég vildi bara taka þátt í að búa til nýtt borgaralegt afl þar sem jöfnuður, réttlæti og framfarir leika lykilhlutverk. Ég er viss um að á næstunni muni öflugir aðilar ganga til liðs við okkur og stofna þennan flokk með formlegum hætti og veita honum forystu. Ég sé fyrir mér að þeir komi úr ýmsum áttum, líka fólk sem hefur hingað til ekki látið að sér kveða á hinu pólitíska sviði,“ útskýrir Björn Ingi, sem hefur staðið nokkur styr um undanfarið.Vill sjá stjórnmálin þroskastÍ byrjun mánaðar greindi Fréttablaðið frá því að hæstaréttarlögmaðurinn Sigurður G. Guðjónsson hefði keypt allar eignir fjölmiðlafyrirtækisins Pressunnar ehf, að undanskildum héraðsfréttablöðum sem félagið hefur gefið út - degi áður en taka átti fyrir beiðni um gjaldþrot félagsins. Þetta eru fjölmiðlar á borð við DV, dv.is, ÍNN, Eyjuna og fleiri miðlar. Í kjölfar kaupanna tilkynnti Björn Ingi að hann væri hættur störfum á miðlunum. En Björn Ingi er að hugsa um annað en fjölmiðla núna - hann vill sjá stjórnmálin þroskast. „Við þurfum á því að halda Íslendingar að vinna meira saman og ná samkomulagi um helstu mál, en standa ekki í eilífum ágreiningi um stórt og smátt og útiloka allskonar samstarfsfleti fyrirfram. Sú aðferðafræði hefur skilað íslenskum stjórnmálum upp á sker og vonandi ber okkur gæfa til þess að losna þaðan sem allra fyrst,“ segir Björn Ingi og bætir við að Samvinnuflokkurinn sé á frumstigi. Nafnið sé komið og lénið – svo ráðist framhaldið á næstu dögum. Stj.mál Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Sjá meira
Fjölmiðlamaðurinn Björn Ingi Hrafnsson er skráður rétthafi nýs léns, samvinnuflokkurinn.is, en ganga má úr skugga um eignarhald síðunnar í lénaskrá ISNIC. Björn Ingi þvertekur fyrir að vera á leið í framboð.Hann hefur áður verið orðaður við framboð í borginni, en síðan hefur ríkisstjórnarsamstarfinu vitaskuld verið slitið og boðað hefur verið til alþingiskosninga eftir einungis nokkrar vikur. Hann segist ekki á leið í kosningabaráttu. „Ég er ekki sjálfur á leið í framboð. Ég vildi bara taka þátt í að búa til nýtt borgaralegt afl þar sem jöfnuður, réttlæti og framfarir leika lykilhlutverk. Ég er viss um að á næstunni muni öflugir aðilar ganga til liðs við okkur og stofna þennan flokk með formlegum hætti og veita honum forystu. Ég sé fyrir mér að þeir komi úr ýmsum áttum, líka fólk sem hefur hingað til ekki látið að sér kveða á hinu pólitíska sviði,“ útskýrir Björn Ingi, sem hefur staðið nokkur styr um undanfarið.Vill sjá stjórnmálin þroskastÍ byrjun mánaðar greindi Fréttablaðið frá því að hæstaréttarlögmaðurinn Sigurður G. Guðjónsson hefði keypt allar eignir fjölmiðlafyrirtækisins Pressunnar ehf, að undanskildum héraðsfréttablöðum sem félagið hefur gefið út - degi áður en taka átti fyrir beiðni um gjaldþrot félagsins. Þetta eru fjölmiðlar á borð við DV, dv.is, ÍNN, Eyjuna og fleiri miðlar. Í kjölfar kaupanna tilkynnti Björn Ingi að hann væri hættur störfum á miðlunum. En Björn Ingi er að hugsa um annað en fjölmiðla núna - hann vill sjá stjórnmálin þroskast. „Við þurfum á því að halda Íslendingar að vinna meira saman og ná samkomulagi um helstu mál, en standa ekki í eilífum ágreiningi um stórt og smátt og útiloka allskonar samstarfsfleti fyrirfram. Sú aðferðafræði hefur skilað íslenskum stjórnmálum upp á sker og vonandi ber okkur gæfa til þess að losna þaðan sem allra fyrst,“ segir Björn Ingi og bætir við að Samvinnuflokkurinn sé á frumstigi. Nafnið sé komið og lénið – svo ráðist framhaldið á næstu dögum.
Stj.mál Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Sjá meira