„Fráleitt að halda því fram að Sjálfstæðisflokkurinn sé handhafi stöðugleika“ Anton Egilsson skrifar 23. september 2017 16:31 Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna og varaformaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, telur það fráleitt að halda því fram að Sjálfstæðisflokkurinn sé handhafi stöðugleika í íslenskum stjórnmálum. Svandís var gestur Heimis Más Péturssonar í þjóðmálaþættinum Víglínunni á Stöð 2 í dag ásamt þeim Birgi Ármannssyni, Birgittu Jónsdóttur og Oddný Mjöll Harðardóttur. Meðal annars var rætt um framkvæmd mála um uppreist æru en hún hefur verið mikið í umræðunni að undanförnu. Svandís segir framkvæmdina á veitingu uppreist æru eins og hún hefur verið hingað til ekki vera boðlega. „Við sjáum að stjórnsýslan í kringum uppreist æru er algjörlega óboðleg, hefur verið það áratugum saman og er algjörlega til skammar. Það hefur þróast með þeim hætti að þetta hefur orðið vélræn framkvæmd og það getur hver sem er verið með einhverja umsögn sem hefur ekkert innihald annað heldur en það að viðkomandi sé góður gaur.“Verið að skoða samskipti dómsmálaráðherra og forsætisráðherraBenedikt Sveinsson, faðir Bjarna Benediktssonar var á meðal umsagnaraðila Hjalta Sigurjóns Haukssonar, dæmds kynferðisbrotamanns, á umsókn hans um uppreist æru og liggur fyrir að Sigríður Andersen, starfandi dómsmálaráðherra, hafi greint Bjarna frá þeim upplýsingum í júlí. Hjá nefndinni sé verið að skoða hvort samskipti dómsmálaráðherra og forsætisráðherra hafi verið með eðlilegum hætti út frá lögfræðilegu sjónarhorni. „Það sem er verið að varpa ljósi á akkúrat núna eru nákvæmlega þessi samskipti milli dómsmálaráðherra og forsætisráðherra og þar hefur fókusinn beinst að lögformlegum hætti þess máls, hvort að þau samskipti hafi verið með eðlilegum hætti út frá lögfræðilegu sjónarhorni og því sem að lýtur að hlutverki ráðherranna sem embættismanna. En þessir ráðherrar eru nefnilega líka stjórnmálamenn, þeir eru líka í trúnaðarsambandi við Alþingi og við almenning í landinu og það er þar sem að þeir brugðust.“ Svandís skaut svo föstum skotum að Sjálfstæðisflokknum. „Ég held að það sé mikilvægt fyrir Sjálfstæðisflokkinn og alla pólítíska umræðu í landinu að við breikkum sjóndeildarhringinn og tölum um fleiri mál . Svo vil ég bara mótmæla því hér einu sinni að það er fráleitt að halda því fram að Sjálfstæðisflokkurinn sé handhafi stöðugleika í íslenskum stjórnmálum en hann hefur verið hrygglengjan í þremur síðustu ríkisstjórnum sem hafa sprungið á Íslandi.“Horfa má á Víglínuna í heild sinni í myndspilaranum hér að ofan. Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Uppreist æru Víglínan Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna og varaformaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, telur það fráleitt að halda því fram að Sjálfstæðisflokkurinn sé handhafi stöðugleika í íslenskum stjórnmálum. Svandís var gestur Heimis Más Péturssonar í þjóðmálaþættinum Víglínunni á Stöð 2 í dag ásamt þeim Birgi Ármannssyni, Birgittu Jónsdóttur og Oddný Mjöll Harðardóttur. Meðal annars var rætt um framkvæmd mála um uppreist æru en hún hefur verið mikið í umræðunni að undanförnu. Svandís segir framkvæmdina á veitingu uppreist æru eins og hún hefur verið hingað til ekki vera boðlega. „Við sjáum að stjórnsýslan í kringum uppreist æru er algjörlega óboðleg, hefur verið það áratugum saman og er algjörlega til skammar. Það hefur þróast með þeim hætti að þetta hefur orðið vélræn framkvæmd og það getur hver sem er verið með einhverja umsögn sem hefur ekkert innihald annað heldur en það að viðkomandi sé góður gaur.“Verið að skoða samskipti dómsmálaráðherra og forsætisráðherraBenedikt Sveinsson, faðir Bjarna Benediktssonar var á meðal umsagnaraðila Hjalta Sigurjóns Haukssonar, dæmds kynferðisbrotamanns, á umsókn hans um uppreist æru og liggur fyrir að Sigríður Andersen, starfandi dómsmálaráðherra, hafi greint Bjarna frá þeim upplýsingum í júlí. Hjá nefndinni sé verið að skoða hvort samskipti dómsmálaráðherra og forsætisráðherra hafi verið með eðlilegum hætti út frá lögfræðilegu sjónarhorni. „Það sem er verið að varpa ljósi á akkúrat núna eru nákvæmlega þessi samskipti milli dómsmálaráðherra og forsætisráðherra og þar hefur fókusinn beinst að lögformlegum hætti þess máls, hvort að þau samskipti hafi verið með eðlilegum hætti út frá lögfræðilegu sjónarhorni og því sem að lýtur að hlutverki ráðherranna sem embættismanna. En þessir ráðherrar eru nefnilega líka stjórnmálamenn, þeir eru líka í trúnaðarsambandi við Alþingi og við almenning í landinu og það er þar sem að þeir brugðust.“ Svandís skaut svo föstum skotum að Sjálfstæðisflokknum. „Ég held að það sé mikilvægt fyrir Sjálfstæðisflokkinn og alla pólítíska umræðu í landinu að við breikkum sjóndeildarhringinn og tölum um fleiri mál . Svo vil ég bara mótmæla því hér einu sinni að það er fráleitt að halda því fram að Sjálfstæðisflokkurinn sé handhafi stöðugleika í íslenskum stjórnmálum en hann hefur verið hrygglengjan í þremur síðustu ríkisstjórnum sem hafa sprungið á Íslandi.“Horfa má á Víglínuna í heild sinni í myndspilaranum hér að ofan.
Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Uppreist æru Víglínan Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira