Handbolti

Fyrsta tap Rúnars

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Rúnar Kárason í leik með íslenska landsliðinu, en hann á 80 leiki að baki fyrir Ísland
Rúnar Kárason í leik með íslenska landsliðinu, en hann á 80 leiki að baki fyrir Ísland vísir/epa
Topplið Hannover-Burgdorf tapaði sínum fyrstu stigum þegar það sótti SC Leipzig heim í þýsku Bundesligunni í handbolta í dag.

Leikurinn var í járnum allan tímann og var jafnt í hálfleik 11-11. Liðin skiptust á að skora framan af en þegar um tíu mínútur voru eftir komst Leipzig í tveggja marka forystu.

Fabian Bohm minnkaði muninn í eitt mark þegar um tvær mínútur voru eftir af leiknum. Nær komust þeir þó ekki og Aivis Jurdzs gerði út um hann með marki á lokasekúndunum fyrir Leipzig, lokatölur 25-23.

Rúnar Kárason skoraði 1 mark fyrir Burgdorf og lét reka sig út af í tvær mínútur einu sinni í seinni hálfleik.

Hannover-Burgdorf er þó enn á toppi deildarinnar með 10 stig, eftir að hafa unnið fyrstu 5 leiki sína.

Rhein-Neckar Löwen valtaði yfir Lübbecke 36-27. Staðan var 19-17 í hálfleik fyrir Löwen.

Alexander Petersson skoraði 5 mörk fyrir Löwen og Guðjón Valur Sigurðsson 4.

Rhein-Neckar hafa því unnið 4 leiki og tapað einum í þýsku úrvalsdeildinni og fara með sigrinum upp í þriðja sæti deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×